Nútímasamfélag hefur áhrif á hættuna á að við þróum með okkur offitu
Samfélagið okkar og sá matur sem við borðum, hafa gjörbreyst með tímanum. En líffræðilegir eiginleikar hafa í stórum dráttum haldist óbreyttir.
Matur er alls staðar. Verslanir stilla upp freistandi góðgæti. Auglýsingar á gosi eru áberandi í auglýsingum. Og frá skyndibitastaðnum í hverfinu kemur loftið úr eldhúsinu út á götu – ilmurinn af vellíðan á augnabliki.
Við reynum að borða hollan mat og við reynum að borða í hóflegum skömmtum, en allt þetta áreiti í hversdagslífinu hvetur okkur til að borða orkuríkan mat. Þannig að þó að við séum ekki svöng verður það að vana að grípa aukagosflösku eða brauðmeti.
Við getum ekki alltaf forðast þetta áreiti í samfélaginu, en í staðinn getum við litið nánar á „nærumhverfið“, eins og heimilið og vinnustaðinn. Rannsóknir sýna að jafnvel litlar breytingar geta haft mikil áhrif og gert okkur auðveldara fyrir að ná stjórn á þyngdinni.
Hér fyrir neðan höfum við sett saman lista yfir nokkur góð ráð:
Og að lokum, mundu að hugsa um fólkið sem stendur þér næst, eins og vinina, fjölskylduna og vinnufélagana. Það getur stutt þig og jafnvel haft ávinning af þeim breytingum sem þú gerir í þínu lífi.
Mundu að það er engin einföld lausn, sem hentar öllum. Sumum finnst ef til vill að það sé auðvelt að auka hreyfingu, en aðrir fá ánægju af að undirbúa mat um helgar. Hvað svo sem það er sem hentar best, er það mjög mikilvægur þáttur í þyngdarstjórnun að taka stjórnina í sínu „nærumhverfi“
The site you are entering is not the property of, nor managed by, Novo Nordisk. Novo Nordisk assumes no responsibility for the content of sites not managed by Novo Nordisk. Furthermore, Novo Nordisk is not responsible for, nor does it have control over, the privacy policies of these sites.