Academia.eduAcademia.edu

Kynfræðsla: Grunnur að góðu kynheilbrigði

2009

Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Kynfræðsla: Grunnur að góðu kynheilbrigði Helga Lind Pálsdóttir Október 2009 Umsjónarmaður: Guðný Björk Eydal Leiðbeinandi: Guðbjörg Edda Hermannsdóttir Nemandi: Helga Lind Pálsdóttir Kennitala: 17.11.82.-4099 2 Útdráttur Innihald þessarar ritgerðar fjallar um kynfræðslu, mikilvægi hennar og áhrif á kynhegðun unglinga. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvað telst til góðrar kynfræðslu, ásamt því að skoða hvaðan unglingar fá upplýsingar um kynlíf og hvaða áhrif þessar upplýsingar hafa. Einnig verður tekið fyrir hverjir það eru sem sinna kynfræðslu, hvaða þjónusta er í boði og hvaða hlutverki félagsráðgjafar gegna í þessu samhengi. Þessi ritgerð er heimildarritgerð, fengnar voru upplýsingar úr vísindalegum rannsóknum, greinum, tímaritum og á veraldarvefnum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að fræðsluþörf unglinga sé að aukast og breytast í takt við síbreytilegt þjóðfélag. Upplýsingar sem unglingar fá um kynlíf koma víða að og geta sumar verið töluvert villandi fyrir ungt fólk. Því er mikilvægt að ná til unglinga með skipulagðri kynfræðslu. Óskir unglinga varðandi kynfræðslu eru einnig að breytast og meiri áhugi er orðinn á því að læra um kynhneigð, kynferðislega ánægju, framkvæmd kynlífs og kynsjúkdóma frekar en líffræði. Einnig benda niðurstöður til þess að gagnsemi kynfræðslu sé ótvíræð en skipulögð kynfræðsla stuðli að því að unglingar verði ábyrgari að öllu leyti þegar kemur að kynlífi og málefnum tengdum kynlífi. 3 Útdráttur ................................................................................................................3 Inngangur ...............................................................................................................5 1. Mikilvægi kynfræðslu ..........................................................................................7 1.1. Kynhegðun íslenskra unglinga ......................................................................9 1.2. Áhættuhegðun íslenskra unglinga í kynlífi ..................................................10 1.3. Unglingar og getnaðarvarnir; aðgengi, viðhorf og notkun...........................12 2. Kynfræðsla ........................................................................................................14 2.1. Mismunandi aðferðir kynfræðslu ...............................................................16 3. Góð kynfræðsla .................................................................................................18 3.1. Áhrif kynfræðslu á samskipti kynjanna og kynlífið.......................................19 3.2. Kynfræðsla og unglingaþunganir ................................................................20 4. Hvaðan fá unglingar upplýsingar um kynlíf ........................................................22 4.1. Vinahópurinn og kynlífið ............................................................................22 4.2. Fjölmiðlar og upplýsingar um kynlíf ............................................................24 4.3. Foreldrar, kynfræðsla og upplýsingar um kynlíf ..........................................25 5. Kynfræðsla í skólum ..........................................................................................27 5.1. Grunnskólinn..............................................................................................28 5.2. Framhaldskólinn.........................................................................................29 6. Fræðsla á vegum samtaka og stofnana..............................................................30 6.1. Ástráður .....................................................................................................30 6.2. FKB.............................................................................................................31 6.3. Netráðgjöf..................................................................................................31 7. Kynheilbrigðisþjónusta fyrir unglinga á Íslandi...................................................32 8. Óskir unglinga varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu .........................33 9. Umræða um starf félagsráðgjafa .......................................................................36 Lokaorð.................................................................................................................39 Heimildaskrá .........................................................................................................42 4 Inngangur Kynfræðsla skipar stóran sess í lífi barna og unglinga varðandi þróun góðs kynheilbrigðis og hæfni til að taka ábyrgar ákvarðanir varðandi eigið kynlíf og sambönd. Í nútíma þjóðfélagi koma upplýsingar víða að eins og frá vinum, fjölmiðlum, sjónvarpi, úr bíómyndum og klámi og fleiru. Upplýsingar geta þó verið misgóðar og sumt sem unglingar sjá og heyra um kynlíf getur verið villandi fyrir þau og gefið ranga mynd af kynlífi. Hægt er að ganga að því vísu að þær upplýsingar sem unglingar fá um kynlíf úr skipulagðri kynfræðslu séu vel ígrundaðar, vandaðar og stuðli að góðu kynheilbrigði og ábyrgri hegðun. Skipulögð kynfræðsla getur verið á vegum foreldra, kennara og annarra sem taka slíka kennslu að sér. Með góðri kynfræðslu er hægt að draga úr hegðun sem getur reynst hættuleg fyrir ungt fólk til dæmis í sambandi við kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Víst er að fólk leggur mismunandi skilning í hugtakið gott og því er ekki víst að allir yrðu sammála um það hvað sé góð kynfræðsla. Til eru nokkrar tegundir kynfræðslu, alhliða kynfræðsla, heildræn kynfræðsla og skírlífsmiðuð kynfræðsla. Í þessari ritgerð verður talað um alhliða kynfræðslu sem kynfræðslu. Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvað góð kynfræðsla er, mikilvægi hennar og árangur. Fjallað verður um upplifun unglinga af þeirri kynfræðslu sem í boði er og hverju þau myndu helst vilja breyta. Farið verður í hvaðan unglingar fá upplýsingar um kynlíf og hvaða þjónusta er í boði fyrir unglinga á Íslandi. Þá mun ég segja frá starfi félagsráðgjafa á þessum vettvangi og hvernig starf hans getur reynst nytsamlegt við þróun kynfræðslu. Rannsóknarspurningar mínar eru fjórar 1. Hvaðan fá unglingar upplýsingar um kynlíf ? 2. Hvað er góð kynfræðsla ? 3. Hvaða þjónustu er boðið upp á á Íslandi ? 4. Hvert er hlutverk félagsráðgjafa í kynfræðslu og ráðgjöf? 5 Markmið þessarar ritgerðar er að auka þekkingu á hvað góð kynfræðsla er, mikilvægi hennar og hvað unglingar vilja í slíkri fræðslu. Með þeirri þekkingu er möguleiki á að bæta og þróa þá kynfræðslu er stendur ungu fólki til boða og gera hana meira í takt við óskir unglinga. Einnig er markmiðið að vekja upp vitund á síbreytileika þjóðfélagsins og á því hversu aðgengilegar upplýsingar um kynlíf eru orðnar og að mikilvægt sé að vera meðvituð um hvaðan unglingar fá upplýsingar um kynlíf og hvaða áhrif þessar upplýsingar hafa. Til að svara ofangreindum ritgerðarspurningum var ákveðið að gera heimildarritgerð. Heimildirnar sem notast verður við í þessari ritgerð eru fengnar úr rannsóknum, greinum og tímaritum, íslenskum sem erlendum. Einnig var notast við heimasíður stofnana. Þá var rætt við Lúðvík Ólafsson, lækningarforstjóra heilsugæslunnar, um kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga á Íslandi, en vitnað er í hann sem munnlega heimild. Ritgerðin skiptist í níu kafla með undirköflum. Í kafla eitt verður rætt um mikilvægi kynfræðslu. Þá verður farið yfir kynhegðun og áhættuhegðun íslenskra unglinga í kynlífi. Einnig verður fjallað um getnaðarvarnarnotkun íslenskra unglinga. Í köflum tvö og þrjú verður fjallað um kynfræðslu, hvað er góð kynfræðsla, hvernig aðferðir eru til í kynfræðslu, hvaða árangur kynfræðsla ber og hvaða áhrif hún hefur á samskipti unglinga sín á milli. Í kafla fjögur verður skoðað hvaðan unglingar fá upplýsingar um kynlíf og hvernig mismunandi upplýsingar hafa mismunandi áhrif. Þar verður fjallað meðal annars um áhrif fjölmiðla á kynhegðun unglinga og hlutverk foreldra í þessu samhengi. Í köflum fimm til átta verður rætt um hvernig kynfræðslu er háttað í íslenskum skólum, hverjir sinna fræðslu, hvaða kynheilbrigðisþjónusta stendur íslenskum unglingum til boða og hverjar óskir unglinga eru varðandi slíka þjónustu. Í lokin verður fjallað um starf félagsráðgjafa í kynfræðslu og hvernig þekking félagsráðgjafans getur nýst til að þróa og bæta kynfræðslu enn frekar. Ritgerðin endar síðan á lokaorðum og heimildaskrá. 6 1. Mikilvægi kynfræðslu Þegar börn komast á unglingsaldurinn fara þau næstum undantekningarlaust að verða meira forvitin um hitt kynið, ástina og kynlífið. Algengt er að unglingar sem komnir eru á framhaldsskólaaldur fari að prófa sig áfram á kynlífssviðinu og jafnvel fyrir þann aldur. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að byrja með skipulagða kynfræðslu áður en unglingar hafa kynmök í fyrsta skiptið. Með því er hægt að ná til þeirra og vernda þau gegn áhættusamri hegðun í kynferðismálum (Mueller, Gavin og Kulkarni, 2007). Kynfræðsla stuðlar að betra kynheilbrigði. Hugtakið kynheilbrigði er tvíþætt, í fyrsta lagi þýðir það kynlífsheilbrigði og hins vegar frjósemisheilbrigði (Sóley S. Bender, 2001). Sóley B. Bender þýddi hugtakið sem ,,samþættingu líkamlegra, tilfinningalegra, vitsmunalegra og félagslegra þátta kynverunnar á þann hátt að vera gefandi og styrkjandi fyrir einstaklinginn, samskipti hans og ást” (Sigurlaug Hauksdóttir, 2006). Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur gefið út skilgreiningu á kynheilbrigði þar sem bæði kynlífsheilbrigði og frjósemisheilbrigði er tekið sérstaklega fyrir. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun snýr kynlífsheilbrigði að einstaklingnum og samlífi hans. Gott kynlífsheilbrigði vísar til þess að einstaklingur getur stundað öruggt og ánægjulegt kynlíf ásamt því að vera laus við kynsjúkdóma og aðra erfiðleika er varða kynlíf. Frjósemisheilbrigði fjallar um rétt og frelsi fólks til að eignast börn og hversu mörg. Þá fjallar frjósemisheilbrigði einnig um rétt fólks til fræðslu er varðar kynlíf, barneignir og getnaðarvarnir. Í hugtakinu felst einnig réttur einstaklinga til góðrar heilsugæslu á meðgöngu sem eykur líkur viðkomandi á að eignast heilbrigt barn (Alþjóðaheilbrigðisstofnun, e.d). Í kynfræðslu felst því mikið forvarnargildi, sérstaklega þegar hugað er að fræðslu er varðar kynsjúkdóma og hvernig má verja sig gegn skaðlegum áhrifum kynlífs. Einnig hefur verið sýnt fram á að fái ungt fólk fræðslu um kynlíf getur það frekar varið sig gegn misnotkun á kynferðissviði (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, 2009). Forvörnum má skipta upp í þrjá flokka, almennar forvarnir, sértækar forvarnir og einstaklingsforvarnir (Reykjavíkurborg, 2008). Í kynfræðslu er 7 mikilvægt að skoða hvaða hópi er verið að vinna með og hverjar þarfir hans eru. Þannig gæti almenn kynfræðsla talist undir almennar forvarnir þar sem ungu fólki væri kennt um líffræði, kynlíf, kynsjúkdóma og fleira. Þegar unglingar eru síðan farnir að prófa sig áfram í kynlífinu sem algengt er á framhaldsskólaaldri (Heilbrigðisráðuneytið, 2000) gæti verið gott að grípa til sértækra forvarna. Slíkar forvarnir gætu falist í fræðslu um málefni tengd kynlífi. Að lokum er nauðsynlegt að sá hópur sem er kominn í ákveðna hættu eða er í ákveðnu ástandi hafi aðgang að einstaklingsforvörnum (Reykjavíkurborg, 2008). Þetta er hægt að gera til dæmis með upplýsingaráðgjöf eða stuðningsviðtölum. Til að taka dæmi mætti nefna starf Sigurlaugar Hauksdóttur, félagsráðgjafa hjá hinu húsinu sem er til viðtals fyrir alnæmissmitaða einstaklinga (Alnæmissamtökin á Íslandi, e.d). Ungt fólk lærir af því sem það heyrir og sér, þetta á líka við um kynferðismál. Félagsnámskenningin fjallar um þessa þróun, það er að segja hvernig fólk lærir ákveðna hegðun með því að fylgjast með öðrum. Einstaklingar sjá hvaða afleiðing fylgir tiltekinni hegðun og hafi hún jákvæða og eftirsóknarverða afleiðingu fyrir viðkomandi er einstaklingurinn líklegri til að tileinka sér svipaða hegðun sjálfur (Boyd og Bee, 2005). En af hverju að ræða um kenningu sem þessa þegar skoðuð er kynhegðun unglinga og mikilvægi kynfræðslu? Ungt fólk verður vitni að ýmsu er varðar kynlíf frá fjölmiðlum, sjónvarpi, dvd, vinum og fleirum. Klám er orðið mun algengara í dag og oft kemur það upp á tölvuskjáinn þótt þess sé ekki óskað (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, 2002). Ef þessar upplýsingar sem unglingar sjá í sambandi við kynlíf eru eftirsóknarverðar og vinirnir tala um það sem jákvætt, skemmtilegt og frábært má því gera ráð fyrir því að unglingurinn byrji frekar að stunda kynlíf (Sóley S. Bender, 2001). Unglingar sem fá kynfræðslu eru líklegri til að fresta því að byrja að stunda kynlíf og einnig líklegri til nota getnaðarvarnir þegar þau eru orðin kynferðislega virk (Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008). Mikilvægi þess að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf er ótvírætt. Ástæða þess er sú að því eldri sem unglingar eru þegar þau byrja að stunda kynlíf því ábyrgari eru þau í allri hegðun er snertir kynlífið. Hér er til dæmis átt við að minni líkur eru á því að þau sjái eftir kynlífinu, minni líkur á kynsjúkdómum vegna ábyrgari notkunar getnaðarvarna og einnig eru 8 minni líkur á ótímabærum þungunum (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, 2009). Rannsókn Sóleyjar Bender og Elise Kosunen (2005) staðfesti þetta, en þar kom í ljós að því eldri sem unglingar eru þegar þau byrja að stunda kynlíf, því líklegri eru þau til að nota getnaðarvarnir. Þannig voru þau sem höfðu kynmök í fyrsta skiptið þegar þau voru eldri en 17 ára fimm sinnum líklegri til að nota getnaðarvörn en þau sem höfðu kynmök í fyrsta skiptið yngri en 14 ára. Ávinningurinn af því að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf er mikill. Hægt er að stuðla að því með kynfræðslu sem leiðir til ábyrgari hegðunar. 1.1. Kynhegðun íslenskra unglinga Til að gera grein fyrir mikilvægi kynfræðslu er nauðsynlegt að skoða hver staða íslenskra unglinga er varðandi kynlíf, kynhegðun, kynheilbrigði og getnaðarvarnir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að íslenskir unglingar byrja snemma að stunda kynlíf og um 4% unglinga hafa prófað að stunda kynlíf fyrir 13 ára aldur. Þegar þessi staðreynd er borin saman við önnur Evrópulönd kemur í ljós að strákar á Íslandi byrja að stunda kynlíf á svipuðum aldri og kynbræður þeirra í Evrópu. Hins vegar virðast íslenskar stelpur líklegri til að byrja að stunda kynlíf fyrr en stelpur í Evrópu (Þóroddur Bjarnason, Stefán Hrafn Jónsson, Kjartan Ólafsson, Andrea Hjálmsdóttir og Aðalsteinn Ólafsson, 2006). Oftast er það svo að unglingar undir 14 ára aldri eru ekki tilbúnir hvorki líkamlega né andlega til að stunda kynlíf, né takast á við það sem því getur fylgt eins og kynsjúkdóma og/eða ótímabærar þunganir (Sóley S. Bender, 2001). Hins vegar telja margir unglingar það eðlilegt að 14 til 16 ára einstaklingar stundi kynlíf (Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008). Á Íslandi er hátt hlutfall unglingsþungana. Til dæmis voru á árunum 2001‐ 2002 40 af hverjum 1000 þungunum á meðal stúlkna 20 ára og yngri (Landlæknisembættið, e.d‐a). Ástæðan fyrir háu hlutfalli unglingsþungana hér á landi er líklega fjölþætt. Ein af ástæðum þess gæti tengst því að íslenskir unglingar byrja snemma að stunda kynlíf og eru oft mjög ungir við fyrstu kynmök. Önnur ástæða gæti verið sú að getnaðarvarnarnotkun er stopul, til dæmis eru minna en 9 60% unglinga sem nota getnaðarvörn við fyrstu kynmök (Sóley S. Bender, Reynir T. Geirsson og Kosunen, 2005). Einnig virðist vera að kynferðislega virkir unglingar geri ekki nægar ráðstafanir varðandi getnaðarvarnarnotkun (Sóley S. Bender, 2000). Margar ungar stúlkur sem verða þungaðar á unglingsárum kjósa að fara í fóstureyðingu en þær eru frekar algengar hjá stúlkum á aldrinum 15‐19 ára (Heilbrigðisráðuneytið, 2000). Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að ákveðin viðhorfsbreyting til fóstureyðinga hafi átt sér stað. Rannsókn Sóleyjar Bender, Reynis Geirssonar og Elise Kosunen um fóstureyðingar og frjósemi (2003) sýndi að tíðni fóstureyðinga hefur breyst í gegnum árin. Til dæmis varð á árinu 1976, 721 stúlka á aldrinum 15‐19 ára þunguð. Aðeins 9% af þeim kusu að binda endi á þungunina. Árið 1999 mátti sjá verulega breytingu á þessum hlutföllum en þá kusu aðeins 53% stúlkna, sem urðu þungaðar það ár, að ganga með barnið en 47% tóku ákvörðun um að fara í fóstureyðingu. Nýjustu tölur um fóstureyðingar sýna þó fram á að fóstureyðingum fer fækkandi hjá aldurshópnum 15 til 19 ára (Landlæknisembættið, e.d‐b). Fóstureyðingar og ótímabærar þunganir eru ekki einu áhættuþættir sem kynlíf hjá ungu fólki getur haft í för með sér, því kynsjúkdómar á borð við klamydíu eru algengir hér á landi. Á árinu 2008 greindust 1863 einstaklingar með klamydíu, en sú tala samsvarar því að á hverjum degi smitist 5 aðilar (Vitundarvakning um notkun smokka, 2008). Helsti hópurinn sem smitast er ungt fólk á aldrinum 15‐29 ára en oft eru það einstaklingar sem ekki eru komnir í fast samband og eru að prófa sig áfram í kynlífi (Landlæknisembættið, 2009). 1.2. Áhættuhegðun íslenskra unglinga í kynlífi Það er margt sem gerist í lífi unglinga, miklar líkamlegar og andlega breytingar eiga sér stað ásamt því að félagslegur þroski breytist oft töluvert. Algengt er að unglingar prófi að smakka áfengi í fyrsta skiptið og verða jafnvel drukknir. Sumir unglingar byrja jafnvel að drekka reglulega og ,,partý” um helgar verða algengari. Þegar áfengi er haft um hönd skerðist hins vegar dómgreind viðkomandi einstaklings og mörkin sem hann eða hún myndi setja sér þegar þau væru ekki 10 undir áhrifum vímuefna hverfa. Kynmök hjá unglingum eru oft stunduð undir áhrifum vímuefna og þegar svo ber við er unglingurinn í mun meiri hættu á að smitast af kynsjúkdóm og/eða verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Einnig er hættara við því að ungar stúlkur verði þungaðar vegna þess að getnaðarvarnir eru ekki notaðar (Sóley S. Bender, 2001). Ýmsar sögur eru á kreiki um að unglingar séu farnir að taka þátt í kynferðislegum athöfnum sem ekki voru algengar áður fyrr, til dæmis endaþarmsmökum og hópkynlífi. Í grein sem birtist árið 2001 sögðu þrjár ungar stúlkur frá atburðum sem áttu sér stað í sumum partíum. Eitt af því sem þær nefndu í greininni var að 13 til 16 ára stelpur launuðu strákum fyrir eiturlyf og áfengi með kynlífi (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, 2002). Rannsókn á vegum Barnaverndarstofu og Rannsókna og greininga (2006) skoðaði hvort unglingum fyndist í lagi að launa fyrir greiða með kynlífi. Þá var spurt hvort unglingum fyndist í lagi að greiða fyrir inngöngu í partý með kynlífi og fannst 12% stráka og 5% stelpna það í lagi (Sjá mynd 1). Á þessu má sjá að ekki er algengt að unglingar noti kynlíf sem gjaldmiðil en það er til. Mynd 1. Hlutfall 16‐19 ára stelpna og stráka sem fannst ekkert athugavert við það að gera einhverjum kynferðislegum greiða í staðin fyrir inngöngu í partý. (Barnaverndarstofa og Rannsókn og greining, 2006) 11 Í rannsókninni var einnig spurt hvort unglingum fyndist í lagi að hafa kynmök við marga einstaklinga sama kvöld. Fannst 22% stráka og 8% stelpna ekkert athugavert við það (sjá mynd 2). Það að hafa kynmök við marga aðila á sama kvöldið telst undir áhættuhegðun, því slík hegðun ýtir undir hættu á kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum (Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining, 2006). Mynd 2. Hlutfall stelpna og stráka sem fannst ekkert athugarvert við að hafa kynmök við marga einstaklinga á sama kvöldi. (Barnaverndarstofa og Rannsókn og Greining, 2006). 1.3. Unglingar og getnaðarvarnir; aðgengi, viðhorf og notkun Getnaðarvarnarfræðsla er yfirleitt hluti af kynfræðslu hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa sett málefnið í stefnu sína. Þetta má sjá til dæmis í lögum nr. 25 frá árinu 1975 þar sem stendur í annarri grein að veita eigi ráðgjöf varðandi getnaðarvarnir, notkun þeirra og hvernig sé hægt að nálgast þær (Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975). Einnig kemur fram í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 að markmið varðandi heilsu ungs fólks sé meðal annars að draga úr þungunum hjá unglingsstúlkum 19 ára og yngri um 50% og að gera aðgengi að getnaðarvörnum auðveldara (Heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneytið, 2001). Viðhorf og hugmyndir unglinga til getnaðarvarna skiptir mjög miklu máli þegar kemur að því hvort þau kjósi að nota þær við kynmök. Ef unglingum finnst flókið að nálgast getnaðarvarnir og finnst þær of dýrar eða flóknar í notkun eru þau 12 líklegri til að nota þær ekki. Geri unglingar sér hins vegar grein fyrir ávinningi þess að nota getnaðarvarnir eins og það að vera örugg gegn kynsjúkdómasmiti og ótímabærum þungunum eru þau vísari til að nota þær. Gagnlegt gæti því verið að vinna með viðhorf unglinga til getnaðarvarna, auðvelda aðgengi og taka þátt í kostnaði (Sóley S. Bender og Kosunen, 2005). Því miður virðist vera til staðar ákveðin vanþekking á getnaðarvörnum hjá unglingum. Til dæmis standa sumir í þeirri meiningu að stúlka geti ekki fengið getnaðarvarnapilluna fyrr en hún er orðin 16 ára og að hún sé svo óholl að best sé að forðast hana sem lengst. Þá er það einnig útbreiddur misskilningur að nauðsynlegt sé fyrir stelpur að taka pilluhlé með reglulegu millibili, það getur leitt til þess að næst þegar þær hafi kynmök og nota ekki aðra getnaðarvörn eru þær óvarðar gegn ótímabærri þungun (Sóley S. Bender, 2000). Í rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (2006) var spurt um getnaðarvarnarnotkun þeirra er höfðu haft kynmök í 10. bekk. Niðurstöður sýndu að aðeins 66% notuðu smokkinn, 5% notuðu rofnar samfarir og 15% notuðu engar getnaðarvarnir. Þó að jákvætt sé að 66% notuðu smokkinn til að verja sig gagnvart kynsjúkómum og ótímabærum þungunum veldur það töluverðum áhyggjum að 20% noti aðferðir sem hvorki ver þau gegn þungun né kynsjúkdómasmiti (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2006). Niðurstaða þessi er í samræmi við niðurstöður Sóleyjar S. Bender (2005) í rannsókn hennar um getnaðarvarnarnotkun íslenskra unglinga. Þar kom í ljós að einn þriðji unglinga sem voru kynferðislega virk notuðu getnaðarvarnir sjaldan eða aldrei og 25% stúlkna notuðu oft eða alltaf óöruggar aðferðir á borð við rofnar samfarir (Sóley S. Bender og Kosunen, 2005). Nokkur atriði geta haft áhrif á viðhorf unglinga til þess hvort þeir noti getnaðarvarnir. Eitt af því eru samskipti við foreldra. Það er að segja, þeir unglingar sem ræða um mál tengd kynlífi og getnaðarvörnum við foreldra sína virðast vera jákvæðari í garð þess að nota þær. Þetta virðist eiga sérstaklega við um stúlkur. Því er mikilvægt að foreldrar séu opnir við unglingana sína varðandi kynferðismál, þótt það geti reynst þeim erfitt, þá er ávinningurinn meiri (Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008). Getnaðarvarnarnotkun meðal íslenskra unglinga þarf að vera meiri. Þegar íslenskir unglingar eru bornir saman við jafnaldra sína í öðrum Evrópulöndum 13 kemur í ljós að notkun getnaðarvarna er minni hjá íslenskum unglingum. Nauðsynlegt er að stuðla að jákvæðara viðhorfi og aukinni notkun með fræðslu og ráðgjöf (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2006). 2. Kynfræðsla Samkvæmt SIECUS, Bandarísku kynfræðslusamtökunum er kynfræðsla ferli þar sem einstaklingur bætir stöðugt við sig þekkingu og myndar sér viðhorf og gildi er varða kynlíf, persónuleg sambönd, kynhlutverk og vitund á eigin líkama (SIECUS, e.d). Mikilvægur þáttur kynfræðslu er að gera unglinga meðvitaða um val þeirra og ákvarðanir. Góð kynfræðsla á að stuðla að því að þegar unglingar þurfa að taka ákvarðanir varðandi kynlífið og kynhegðun almennt, séu það vel ígrundaðar ákvarðanir sem þau geta verið stolt af (Avert, e.d). Kynfræðsla snýr að öllum sviðum mannlegrar kynhegðunar. Í kynfræðslu er nauðsynlegt að unglingar læri um líffræðilega þætti svo sem hvað gerist þegar þau verða kynþroska, hvernig líkaminn breytist og verður fær um að geta börn. Einnig um hvaða áhrif hormónar geta haft á skapgerð og tilfinningar. Kynsjúkdómar og alvarleikar þeirra eiga að vera viðfangsefni kynfræðslu. Mikilvægt er að segja unglingum frá því hvernig kynsjúkdómar smitast og hvernig hægt er að verja sig gegn þeim, til dæmis með getnaðarvörnum. Getnaðarvarnarfræðsla ætti því alltaf að vera hluti af kynfræðslu og nauðsynlegt er að hún sé nokkuð ítarleg, það er að segja að unglingar viti hvernig á að nota getnaðarvarnir, hverjar verji gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum og hvar sé hægt að nálgast þær. Kynfræðsla ætti að upplýsa ungt fólk um þá kosti sem standa þeim til boða ef um ótímabæra þungun er að ræða, til dæmis með því að veita grunnupplýsingar um fóstureyðingar eða fræðslu um hvernig er að vera ungt foreldri. Kynlíf snertir einnig félagslega, tilfinningalega og sálfræðilega hlið einstaklinga. Því er æskilegt að í kynfræðslu sé hugað að þeim þáttum. Unglingar sem eru að læra um kynlíf, samskipti kynjanna og allt sem viðkemur kynheilbrigði, þurfa að fá leiðsögn og upplýsingar um sambönd. Til dæmis hvernig megi stofna og viðhalda ,,heilbrigðu sambandi” og hvers konar sambandsgerðir eru til. Til dæmis mætti fjalla um 14 ýmiskonar sambúðarform, sambönd gagnkynhneigðra og samkynhneigðra (Avert, e.d). Það skiptir máli að einstaklingur sem er kynferðislega virkur sé meðvitaður um sjálfan sig og þekki sínar langanir og mörk. Því er nauðsynlegt að kynfræðsla komi einnig inn á þætti er varða sjálfsöryggi og sjálfsvirðingu. Mikilvægt er að allir þessir þættir séu til staðar í kynfræðslu, það er að segja líffræðilegir, félagslegir og það sem varðar sjálfsþekkingu einstaklingsins (Lewin, 1984). Kynfræðsla byrjar strax við ungan aldur. Oft er hún ómeðvituð þegar börnum eru kennd kynhlutverk, það er að segja hvað samfélagsleg ,,norm” eru annars vegar fyrir stráka og hins vegar fyrir stelpur. Hér er til dæmis verið að tala um að strákar leiki með bíla og stelpur með dúkkur, þó að það sé ekki algilt. Kynfræðsla á unga aldri felst að miklu leyti í því að foreldar kenna börnum sínum um hlýju, væntumþykju og samskipti. Þegar börnin eldast og komast á unglingsaldur geta og ættu foreldrar að tala við þau meira um kynlíf og viðhorf til kynlífs (SIECUS, e.d). Ungt fólk lærir meðal annars um kynlíf í fjölmiðlum, í gegnum vini og kunningja. Sumar þessara upplýsinga gætu jafnvel talist til eins konar kynfræðslu en ljóst er að upplýsingar fengnar frá þessum aðilum geta verið mjög misgóðar og sumar jafnvel villandi. Á unglingsaldri byrjar í flestum tilfellum eitthvert form af kynfræðslu í skólum og jafnvel hópum utan skóla. Þessar upplýsingar um kynlíf og kynheilbrigði geta verið mjög mikilvægur grundvöllur upplýsinga og þá einkum ef fræðslan er vönduð og vel að henni staðið (SIECUS, e.d). Vegna þess hve samfélög og hópar geta verið mismunandi og þarfir unglinga og ungs fólks breytilegar er æskilegt að kynfræðsla sé fjölbreytileg en ekki stöðluð við eina ákveðna aðferð. Kynfræðsla getur því verið í mörgum formum og komið hefur í ljós að til eru margar áhrifaríkar leiðir til að kenna fólki um kynlíf og kynheilbrigði, til dæmis með skólabókum, myndböndum, fyrirlestrum, umræðum, og fleiru (Collins, Alagiri og Summers, 2002). 15 2.1. Mismunandi aðferðir kynfræðslu Til eru mismunandi form kynfræðslu. Marga greinir líklegast á um þessa flokkun en hér verður sagt frá kynfræðslu í þremur flokkum. Það eru alhliða kynfræðsla (comprehensive sexual education) en eins og kom fram í inngangi er orðið kynfræðsla notað yfir þessa aðferð. Heildræn kynfræðsla (holistic sex education) og fræðsla um skírlífi. Kynfræðsla (comprehensive sexual education) er líklegast sú aðferð sem algengust er hér á landi. Þessi aðferð leggur mikið upp úr því að kenna um allt er viðkemur kynlíf og kynhegðun og lögð er áhersla á að þessir þættir séu eðlilegir í lífi sérhvers manns. Í kynfræðslu er komið inn á mörg mismunandi málefni, til dæmis líkamlega og líffræðilega þróun mannsins og hvernig líkaminn breytist á kynþroskaskeiðinu. Kennt er um getnað, kynsjúkdóma hvernig þeir smitast og hvernig má verja sig gegn slíkum. Kennt er um getnaðarvarnir, hvaða getnaðarvarnir standa til boða og hvernig eigi að nota þær. Einnig er fjallað um sambönd og persónuleg tengsl. Í kynfræðslu er mikið lagt upp úr því að unglingar, eða þeir sem kennslan beinist að, læri að segja það sem þeim finnst og standi þannig með sjálfum sér. Í kynfræðslu er unglingum einnig sagt frá því hvaða möguleikar standa þeim til boða komi upp sú staða að stúlka verður ólétt, til dæmis í sambandi við fóstureyðingar (Advocates for youth, 2001). Önnur tegund kynfræðslu er heildræn kynfræðsla (holistic sex education). Þessi aðferð kynfræðslu kennir það sama og kennt er í kynfræðslu en út frá víðara sjónarhorni. Til dæmis er einnig farið sérstaklega í að byggja upp gott sjálfsálit og hvernig beri að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í sambandi við kynheilbrigði. Það sem gerir þetta sjónarhorn kynfræðslu sérstakt er að áhersla er einnig lögð á að kenna um andlega og líkamlega heilsu, fjölskyldulíf og jafnvel hvernig megi ná góðum árangri á atvinnumarkaði. Þannig miðar þessi fræðsla að því að gera einstaklinginn sem best undir það búinn að takast á við líf fullorðinna (Gonzales, 2009). Þriðja tegund kynfræðslu leggur áherslu á skírlífi en þessari aðferð er oft skipt í tvennt, það er að segja að fræðsla um skírlífi hafi tvær nálganir. Annars vegar þar sem eingöngu er lögð áhersla á að unglingar haldi sig frá kynlífi þangað til 16 þau ganga í hjónaband. Þessi nálgun kennir ekki hvernig hægt sé að verjast kynsjúkdómum eða ótímabærum þungunum. Einnig kennir þessi nálgun að kynlíf utan hjónabands geti haft skaðleg áhrif bæði á líkama og sál. Hin aðferð kennslu um skírlífi leggur áherslu á að unglingar haldi sig frá kynlífi en kennir samt um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma, hvernig megi forðast slíka sjúkdóma og ótímabærar þunganir (Collins, Alagiri og Summers, 2002). Vísindamenn eru sammála um það að kynfræðsla (comprehensive sexual education) sé besta og áhrifaríkasta fræðsluformið (Gonzales, 2009). Sumir óttast þó að fræðsla um kynlíf geri unglinga forvitnari um kynlíf og leiði frekar til þess að þau fari að prófa sig áfram á kynferðissviðinu. Hins vegar sýna endurteknar niðurstöður rannsókna að svo sé ekki. Heldur sé því öfugt farið, það er að kynfræðsla eykur ekki kynferðislega virkni. Hún verður til þess að unglingar fresta því frekar að byrja að stunda kynlíf og nota frekar getnaðarvarnir þegar kemur að kynlífi. Einnig sýna rannsóknir fram á að kynfræðsla dregur úr því hversu marga kynlífsfélaga viðkomandi unglingur á eða eignast (Collins, Alagiri og Summers, 2002). Á vegum samtakana Advocates for youth, voru teknar saman niðurstöður 11 aðila um árangur skírlífis aðferðar á ákveðnu tímabili. Niðurstöður voru sammála um að kennsla um skírlífi beri ekki þann árangur sem henni er ætlað. Einnig kom í ljós að enginn munur var á viðhorfi unglinga til kynlífs og kynheilbrigðis eftir því sem þau fengu kynfræðslu eða fræðslu um skírlífi. Þá höfðu þeir sem fengu aðeins fræðslu um skírlífi neikvæðara viðhorf til getnaðarvarna og eru síður líklegir til að fara í læknisskoðun til að athuga með kynsjúkdóma (Hauser, e.d). Algengt er að þeir sem vilja kynfræðslu séu ekki hlynntir þeirri nálgun að kenna aðeins um skírlífi. Þeir eru þó sammála því að í kynfræðslu ætti að hvetja unglinga til að bíða með kynlíf þangað til þeir eru tilbúnir (Collins, Alagiri og Summers, 2002). 17 3. Góð kynfræðsla Kynfræðsla hefur margvísleg áhrif á hegðun og dregur fram jákvæðar heilsufarslegar afleiðingar. Með jákvæðum heilsufarslegum afleiðingum er til dæmis átt við að unglingur byrjar seinna að stunda kynlíf, er líklegri til að nota getnaðarvarnir og eignast færri kynlífsfélaga. Þannig skila langtímaáhrif áhrifaríkrar kynfræðslu sér í meðal annars minni tíðni kynsjúkdóma og ótímabærra þunganna (McKeon, 2006). Góð kynfræðsla hefur áhrif á kynhegðun unglinga með því að ýta undir verndandi þætti en draga úr áhættuþáttum. En hvað er átt við með verndandi þætti eða áhættuþætti? Verndandi þættir eru hlutir og/eða aðstæður sem hafa jákvæð áhrif á unglinga og kynheilbrigði þeirra. Þetta geta verið til dæmis góð fjölskyldutengsl, jákvæður félagsskapur, velgengni í skóla og fleira. Áhættuþættir eru þannig þau atriði sem geta haft neikvæð áhrif á unglinga, til dæmis brotin fjölskylda, slæmur félagsskapur, stopul skólaganga og fleira. Þannig ýtir góð kynfræðsla undir verndandi þætti en dregur úr áhættuþáttum með það að markmiði að stuðla að góðu kynheilbrigði meðal unglinga (Kirby, 2007). Eigi kynfræðsla að bera árangur, svo sem að minnka tíðni kynsjúkdóma og unglingaþungana, er nauðsynlegt að tekið sé tillit til þess hvaða hóps er verið að vinna með. Taka verður mið af persónuleika einstaklinga, aldurs og þroska þeirra. Einnig getur umhverfi og menning haft töluverð áhrif á hvaða aðferð kynfræðslu hentar best. Oft þegar hugsað er um kynfræðslu, heildræna kynfræðslu eða skírlífsmiðaða er hugsað um hinn ,,venjulega” ungling í skóla. Hins vegar eru hópar sem þurfa á sérstakri fræðslu að halda og þarf þá oft að sníða hana sérstaklega að viðkomandi hóp, til dæmis þeir sem hafa lent í kynferðislegri misnotkun, hvernig er til dæmis hægt að kenna þeim um kosti kynlífs? Samkynhneigðir unglingar og þeir sem þegar eru kynferðislega virkir þurfa stundum auka stuðning, fyrir utan þá kennslu sem fæst innan veggja skólans, gott væri að skoða hvernig hægt er að mæta þessum þörfum? (Collins, Alagiri og Summers, 2002). Sérfræðingar hafa tekið saman nokkur atriði sem talin eru einkenna áhrifaríka kynfræðslu. Þar kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að fræðslan sé sniðin að aldri og menningu unglinga og fari fram í umhverfi sem 18 unglingum líður vel í. Þá er mikilvægt að fræðslan sé þróuð í samstarfi við þá sem hafa þekkingu á kynhegðun ungs fólks. Áhrifarík kynfræðsla kennir unglingum um samskipti og hvetur þau til að segja nei ef kynlíf er ekki þeirra vilji. Kynfræðsla þarf að hafa skýrt markmið um það til dæmis hvernig eigi að draga úr kynsjúkdómum og unglingaþungunum. Einnig þarf hún að veita nákvæmar upplýsingar um mismunandi getnaðarvarnir og notkun þeirra. Kynfræðslan á að koma inn á sálræna og líkamlega þætti og leggja þarf áherslu á að draga úr áhættuþáttum en ýta undir verndandi þætti (McKeon, 2006). Kynfræðsla er mismunandi og fara gæði og áhrif hennar mikið eftir því hver kennir. 3.1. Áhrif kynfræðslu á samskipti kynjanna og kynlífið Góð kynfræðsla fyrir börn og unglinga stuðlar að því að þau eigi auðveldara með að takast á við eigin tilfinningar og taka ábyrgar ákvarðanir þegar að kynlífi kemur (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, 2009). Einnig stuðlar kynfræðsla að því að unglingar eigi auðveldara með að ræða um kynferðismál. Bæði verður auðveldara fyrir þau að tala opinskátt við foreldra sína um þessi mál og ekki síst sín á milli (Ryan, Franzetta, Manlove og Holcombe, 2007). Fræðsla um sambönd ætti að vera hluti af kynfræðslu. Í slíkri fræðslu væri gott að gera unglingum grein fyrir mikilvægi þess að þeir gefi sér tíma til að vera saman og kynnast áður en þau stunda kynlíf. Rannsóknir hafa sýnt að geri unglingar sér grein fyrir mikilvægi þess að gefa sér tíma til þess að vera saman og kynnast eru þau mun líklegri til að ræða um getnaðarvarnir og notkun þeirra fyrir fyrstu kynmök. Það leiðir einnig til þess að þau eru líklegri til að nota getnaðarvarnir í kynlífi sem minnkar hættuna á ótímabærum þungunum og kynsjúkdóma smitum. Það er því mikilvægt að unglingar í samböndum geti talað sín á milli um kynlíf. Það stuðlar að því að kynlífið verður öruggara og ánægjulegra (Ryan, Franzetta, Manlove og Holcombe, 2007). Því miður er of algengt að einstaklingar taki þátt í kynferðislegum athöfnum sem ekki er þeirra vilji, heldur vegna þrýstings. Þetta stafar jafnvel af samskiptaleysi á milli parsins eða að annar aðilinn getur ekki eða treystir sér ekki til 19 að segja frá því sem hann ekki vill. Kaestle (2009) gerði rannsókn á meðal ungs fólks í sambandi sem fjallaði um hvort og hversu oft viðkomandi hafði tekið þátt í einhverju kynferðislegu vegna þrýstings frá maka, þrátt fyrir að vilja það ekki. Í ljós kom að næstum einn af hverjum 10 höfðu tekið þátt í kynferðislegum athöfnum sem þeir vildu ekki og 12% kvenkyns þátttakenda höfðu ítrekað látið undan vilja maka og tekið þátt í því sem þær í raun ekki vildu. Ástæðan fyrir því að einhver taki þátt í kynlífi án þess að vilja það getur verið margskonar. Til dæmis til að halda nánd í sambandi, þóknast hinum aðilanum, forðast spennu eða samskiptaleysi. Stundum koma einstaklingar inn í sambönd með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það sem þau halda að ætlast sé til af þeim í kynlífi og séu þessar væntingar ekki ræddar getur það birst í því að annar aðilinn lætur undan (Kaestle, 2009). Kynfræðsla og fræðsla sambönd er kjörinn vettvangur til að ræða þessi mál. Það er að segja hvetja unglinga til að ræða opinskátt um kynlíf sín á milli og ekki láta undan þrýstingi frá öðrum. Í viðamikilli rannsókn á vegum Planned Parenthood kom í ljós að eitt af því sem ungt fólk setur efst á lista yfir mikilvæg málefni í kynfræðslu er að fá kennslu og upplýsingar um hvernig sé hægt að stofna til og viðhalda ,,heilbrigðum” samböndum. Enn sem komið er hefur ekki verið lögð mikil áhersla á slíka fræðslu innan kynfræðslu. Það er þó mikilvægt að bregðast við því að unglingar eru að biðja um slíka fræðslu. Hvernig hægt sé að gera það verður að þróast, kannski þarf að byrja á því að skoða hvernig unglingar skilgreina heilbrigð sambönd (Flicker o.fl., 2009). 3.2. Kynfræðsla og unglingaþunganir Einn þáttur kynfræðslu er að ræða um líkamlegar breytingar og gera unglingum grein fyrir því að þegar þau eru orðin kynþroska geta þau vel orðið barnshafandi þrátt fyrir að vera hvorki félagslega né andlega undir það búin. Í kynfræðslu er mikilvægt að fjallað sé um alvarleika unglingaþungana og kynnt sé fyrir unglingum hvað felst í því að vera ungt foreldri (Anda, 2006). Í rannsókn um áhrif þess að verða ungt foreldri var notuð tölvustýrð dúkka sem hegðaði sér eins og ungabarn. Þátttakendur í rannsókninni voru unglingar og 20 áttu að annast dúkkuna sem sitt eigið barn í tvo sólahringa. Til að róa dúkkuna voru unglingarnir með kort sem þau settu inn í dúkkuna. Dúkkan grét hins vegar bæði að degi og nóttu þannig að vinnan var mikil. Markmiðið með rannsókninni var að unglingar myndu gera sér grein fyrir því hversu mikillar vinnu það krefst að sjá um ungabarn og hvaða árif það hefur á líf þeirra og samskipti við aðra. Þegar rannsókninni var lokið höfðu allir þátttakendurnir gert sér grein fyrir alvarleika unglingaþunganna og hversu mikil vinna væri fólgin í því að annast ungabarn. Einnig fundu þau fyrir því hvað það að eignast barn á unglingsaldri hafði mikil áhrif á öll svið lífsins, skólann, félagslífið og framtíðardraumana. Allir þeir sem tóku þátt í rannsókninni viðurkenndu og tóku undir mikilvægi kynfræðslu og getnaðarvarnarráðgjafa eftir rannsóknina (Anda, 2006). Þetta verkefni hefur einnig verið framkvæmt á Íslandi en gekk þá undir nafninu ,,hugsað um barn”. Íslenskir unglingar úr áttunda bekk tóku þátt í verkefninu sem stóð yfir eina helgi. Þá var farið eins að hér og í bandarísku tilrauninni, það er að segja dúkkan krafðist ummönnunar bæði dag og nótt og hegðaði sér eins og lifandi ungabarn (Sumar ákvarðanir endast ævina alla, e.d). Þegar rætt var við unglingana um upplifun þeirra á verkefninu voru þau sammála um að verkefnið hefði verið verulega krefjandi og erfitt og að nú gerðu þau sér mun betur grein fyrir því hversu erfitt það getur verið að sjá um ungabarn. Einn strákur sem rætt var við undirstikaði að hann hefði lítinn áhuga á því að verða pabbi á næstunni eftir að hafa annast barnið heila helgi. Þá fannst honum óþægilegt að vera bundinn af barninu og ekki geta hlaupið frá þegar hann vildi. Stúlka sem rætt var við eftir verkefnið sagði að hún hefði verið fegin að losna við barnið. Það er merkilegt að í byrjun verkefnisins sagðist hún vera spennt að fá að vera í einskonar ,,mömmó” heila helgi. Þegar hún hins vegar fór að sjá hversu miklar kröfur barnið gerði snérist henni hugur. Bæði strákurinn og stelpan sem rætt var við höfðu gert sér grein fyrir hversu mikil vinna það væri að hugsa um barn, hvaða áhrif það hefði á líf þeirra og voru bæði sammála um að mikilvægt væri að bíða með barneignir þangað til þau yrðu eldri (Ég var að brjálast á þessu barni, 2007). 21 Verkefnið ,,hugsað um barn” hefur marga kosti. Unglingar gera sér betur grein fyrir því hversu mikil vinna og ábyrgð það er að eiga lítið barn. Þau gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar umönnun lítils barns hefur á félags ‐og einkalíf og gera sér grein fyrir því að þegar lítið barn er komið til sögunnar er góður nætursvefn ekki svo sjálfsagður lengur. Einnig undirstrika þessar niðurstöður það, að geri unglingar sér grein fyrir alvarleika unglingaþungana verður það til þess að þau geri frekar ráðstafanir varðandi getnaðarvarnir (Sóley S. Bender og Kosunen, 2005). 4. Hvaðan fá unglingar upplýsingar um kynlíf Upplýsingar sem unglingar fá um kynlíf og málefni sem viðkoma kynlífi koma frá mismunandi aðilum. Þetta geta verið vinirnir, foreldrar og fjölskylda og/eða fjölmiðlar. Í skólanum fá unglingar síðan skipulagða kynfræðslu (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, 2002). Einnig koma ýmis félög og stofnanir að kynfræðslu. Nánar verður farið í hlutverk skóla og félaga í köflum 5 og 6. 4.1. Vinahópurinn og kynlífið Innan vinahópsins ganga ýmsar upplýsingar um kynlíf. Stelpur tala um stráka og hver var að kyssa hvern og strákar spjalla um hvaða stelpur er ,,flottar”. Rannsóknir hafa sýnt fram á að unglingar tala saman um ýmislegt er viðkemur kynlífi, meðal annars um samfarir, kynsjúkdóma, hiv, óléttur og fleira (Epstein og Ward, 2008). Það er mjög algengt að unglingar leiti til vina sinna þegar þá vantar upplýsingar um kynlíf, og jafnvel þótt þau vilji frekar leita til fagaðila þá virðast þeir ekki vera jafn aðgengilegir (Flicker o.f.l. 2009). Upplýsingar frá vinum um kynlíf geta þó verið misgóðar. Í rannsókn Dagbjartar Ásbjörnsdóttur (2002) ræddi hún við ungt fólk um kynlíf. Þar kom í ljós að umræðan meðal ungra stúlkna um ,,fyrsta skiptið” virðist mótast af því að það sé í lagi að það sé sársaukafullt og viðhorfið einkennist frekar af því að ,,bara drífa í þessu og þá er þetta búið”. Allar stúlkurnar sem hún ræddi við voru sammála um að um að fyrsta skiptið hefði einkennst frekar af sársauka en ánægju og að þessi reynsla væri eitthvað sem þær helst vildu gleyma. Hins vegar hvöttu þær hver aðra til að drífa í þessu, þá væri það búið. 22 Unglingar eru oft á mjög viðkæmu stigi í lífinu og er það stundum vegna þrýstings frá vinahópnum frekar en eigin vilja að þau byrja að hafa kynmök (Sóley S. Bender, 2001). Þegar unglingar eru undir miklum þrýstingi frá félagahópnum er mun líklegra að þau taki þátt í því sem þau eru ekki tilbúin til og fyllast jafnvel eftirsjá. Í rannsókn Barnaverndarstofu og Rannsókna og greininga (2006) voru unglingar á aldrinum 16 til 19 spurðir hvort þeir hefðu stundað kynlíf sem þeir sæju eftir. Niðurstöðurnar sýndu að frekar algengt er að eftirsjá komi til vegna kynlífs. Til dæmis kom í ljós að 20% stúlkna og 16% stráka höfðu stundað kynlíf einu sinni sem þau sáu eftir. Hins vegar voru 3% stelpna og 2% stráka sem höfðu stundað kynlíf sem þau sáu eftir 6 sinnum eða oftar (sjá mynd 3), (Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining, 2006). Mynd 3. Hlutfall 16‐19 ára stelpna og stráka sem hafa stundað kynlíf sem þau sáu eftir (Barnaverndarstofa og Rannsókn og greining, 2006). Félagslegur þrýstingur skiptir miklu máli á unglingsárunum og því er mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á fræðslu sem hjálpar einstaklingum að standa á móti slíkum þrýstingi, en það ætti að vera eitt af markmiðum kynfræðslu (Sóley S. Bender, 2001). 23 4.2. Fjölmiðlar og upplýsingar um kynlíf Fjölmiðill er tæki til að dreifa upplýsingum til marga aðila og má þar til dæmis nefna blöð, útvarp, sjónvarp, kvikmyndir, internetið og fleira (Mörður Árnason, 2007). Í nútíma samfélagi er ótrúlegt magn af alls konar upplýsingum sem koma frá fjölmiðlum og ljóst er að það sem unglingar sjá í sjónvarpi hefur töluverð áhrif á þau. Klám og kynlífstengt efni er þar ekkert undanskilið og á undanförnum árum hefur kynlíf orðið að ákveðinni markaðsetningu í sjónvarpsþáttum, bíómyndum, auglýsingum og fleiru. Oft virðist þetta efni einkum ætlað unglingum (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, 2009). Kynferðislegt efni í fjölmiðlum er orðið gríðarlega mikið. Í vinsælli unglingadagskrá er talið að um 83% af efninu höfði til kynferðissviðsins og um 70% af sjónvarpsþáttum innihalda eitthvað kynferðislegt efni. Þetta veldur ákveðnum vangaveltum þar sem ljóst er að unglingar og ungt fólk notar mikið af tíma sínum, eða um sex klukkutíma á dag, í einhvers konar fjölmiðla. Því má ætla að þeir hafi töluverð áhrif á líf þeirra (Bleakley, Hennessy, Fishbein og Jordan, 2009). Margar tilgátur hafa verið settar fram um það hvaða áhrif kynlífstengt efni í fjölmiðlum hefur á börn og unglinga. Ein tilgátan er sú að börn og unglingar trúi því sem þau sjá í sjónvarpi og að það sé raunveruleg hegðun fullorðinna, meðal annars á kynferðissviðinu (Strasburger, 2006). Því er nauðsynlegt að fylgjast með því sem börn og unglingar horfa á í fjölmiðlum. Unglingar eru sammála um að það sem þeir sjá í fjölmiðlum hafi áhrif á þau. Í niðurstöðum rannsóknar töldu 75% unglinga að kynferðislegt efni í sjónvarpi hefði áhrif á viðhorf vina þeirra, aðeins 25% töldu það hafa áhrif á eigið viðhorf. Ljóst er því að unglingar eru meðvitaðir um að kynlífstengt efni í fjölmiðlum hefur áhrif á þau (Strasburger, 2006). Í Svíþjóð var gerð rannsókn meðal unglingsstúlkna til að skoða hvort þeim fyndist fjölmiðlar hafa áhrif á kynhegðun þeirra. Allar stúlkurnar sem tóku þátt voru sammála um að fjölmiðlar hefðu áhrif og þá fannst þeim sérstaklega auglýsingar sem sýndar eru í sjónvarpi ýta undir að allir ættu að stunda kynlíf (Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir, 2006). 24 Flestir unglingar hafa lært eitthvað um kynlíf í kynfræðslu úr skólum um 12 ára aldur (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, 2009). Þegar unglingar eldast og fara að prófa sig áfram í kynlífi vantar þá oft frekari upplýsingar um framkvæmd kynlífs. Þegar þessar upplýsingar vantar er algengt að unglingar snúi sér að fjölmiðlum og treysti á þær upplýsingar sem þeir fá þar. Þetta hafa niðurstöður rannsóknar staðfest, það er að segja að eldri unglingar læra mest um kynlíf og framkvæmd þess í gegnum fjölmiðla (Bleakley, Hennessy, Fishbein og Jordan, 2009). Aðgengi að klámfengnu efni er sífellt auðveldara, til dæmis býður internetið upp á óteljandi klám síður. Einnig er mikið framboð af sjónvarpsefni, dvd myndböndum og blöðum. Það þykir ekki erfitt fyrir unglinga að komast yfir efni sem inniheldur klám (Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir, 2006). Klám hefur áhrif á hegðun unglinga á kynferðissviðinu. Unglingar sem horfa reglulega á klám eru líklegri til að vera í meiri áhættuhegðun hvað varðar kynlíf, kynsjúkdóma, ótímabærar þunganir og fleira. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir unglingar sem horfa á klámefni eru líklegri til að vera yngri þegar þeir byrja að stunda kynlíf (Strasburger, 2006). Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem horfa reglulega á klám eru líklegri til að taka þátt í hópkynlífi, prófa endaþarmsmök, hafa kynmök við vini sína og eiga fleiri en einn rekkjunaut. Einnig eru þeir sem horfa reglulega á klám líklegri til að hafa neikvæðara viðhorf í garð þess að nota smokka (Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir, 2006). Það vekur því töluverðar áhyggjur þegar niðurstöður rannsókna benda til þess að sumir unglingar telja klámmyndbönd vera góða leið til að læra um kynlíf og framkvæmd þess (Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008). 4.3. Foreldrar, kynfræðsla og upplýsingar um kynlíf Foreldar eru þeir aðilar sem hafa hvað mest áhrif á líf barna sinna. Allt frá byrjun eru foreldrar þeir sem börnin leita til með hvers kyns vandamál og spurningar. Ávinningur af því að byggja upp traust og gott samband við börn sín er mikill. Endurteknar rannsóknir sýna fram á að séu samskipti foreldra og barna góð, leiðir 25 það til þess að börnin verða ábyrgari í hegðun þegar komið er á unglingsárin (Sóley S. Bender, 2001). Þær upplýsingar sem unglingar fá frá foreldrum er oft talsvert frábrugðnar því sem þau fá frá til dæmis fjölmiðlum og vinum. Foreldrar leggja meiri áherslu á alvarlegar hliðar kynlífs, til dæmis kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir, einnig leggja flestir foreldar áherslu á siðfræði. Upplýsingar sem unglingar fá um kynlíf frá foreldrum verða oftast til þess að þau taka ábyrgari afstöðu til kynlífs og sýna ábyrgari hegðun í kynferðismálum. (Bleakley, Hennessy, Fishbein og Jordan, 2009). Kynfræðsla á vegum foreldra byrjar snemma. Í byrjun felst kynfræðslan til dæmis í að kenna börnum um kynhlutverk og rétt heiti á kynfærum. Þegar barnið eldist fer það að vera forvitið og vill fá að vita meira um hin ýmsu mál tengd kynhegðun. Þegar á unglingsárin er komið þurfa þau að fá fræðslu um kynlíf. Þetta getur hins vegar sett foreldra í stöðu sem þeim líður ekkert sérstaklega vel í. Sumum foreldrum finnst jafnvel mjög erfitt að ræða um málefni tengd kynlífi við börnin sín þótt öðrum finnist það lítið mál. Að foreldrar taki af skarið og tali um þessi mál hvernig sem þeim líður með það er þó einkar mikilvægt til að unglingurinn fái góðar og öruggar upplýsingar um kynlíf. Ákveðin hætta er á því að upplýsingar sem unglingur fær annarsstaðar frá, til dæmis frá vinunum eða fjölmiðlum, geti verið villandi og valdið ranghugmyndum um það hvað eðlilegt kynlíf er. Því er mikilvægt að þau hafi góðan grunn frá foreldrum eða öðrum ábyrgum aðila um kynlíf (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, 2009). Sú fræðsla sem foreldrar veita unglingum sínum um kynlíf ber árangur. Í niðurstöðum Sóleyjar Bender og Kosunen (2005) kom í ljós að bæði strákar og stelpur fara frekar eftir ráðgjöf sem þeir fá frá foreldrum en frá vinum. Árangur þess að foreldrar tali um kynlíf við unglinga sína skilar sér einnig í því að meiri líkur eru á því að unglingurinn byrji seinna að stunda kynlíf og sýni ábyrgari hegðun varðandi notkun getnaðarvarna. Þá hefur sérstaklega komið í ljós á meðal stúlkna að þær eru líklegri til að nota getnaðarvarnir geti þær farið til foreldra sinna og rætt við þau. Að sama skapi eru þeir unglingar sem fá minni stuðning og fræðslu heima fyrir minna líklegir til að nota getnaðarvarnir. Þetta 26 sýnir mikilvægi þess að foreldrar taki virkan þátt í fræðslu um kynlíf, getnaðarvarnir og almennri kynfræðslu (Sóley S. Bender og Kosunen, 2005). Viðhorf foreldra gagnvart því að ræða um þessi mál við unglinga sína skiptir máli. Líklegt er að foreldrar hafi mismunandi skoðun á því hvað beri að ræða um og hversu ítarlegt það skuli vera. Bandarískur sálfræðingur gerði samanburðarrannsókn á viðhorfi bandarískra og hollenskra foreldra til kynhegðunar unglinga sinna og hvaða hlutverki þeir töldu sig gegna í kynfræðslu þeirra. Viðhorf þessara tveggja hópa var töluvert ólíkt. Þá fannst bandarískum foreldrum þeirra hlutverk vera að hafa taumhald á óæskilegri hegðun unglinga á kynferðissviðinu í von um að henni myndi ljúka sem fyrst. Hollensku foreldrarnir höfðu annað sjónarmið. Þeim fannst mikilvægt að fræða unglingana um mikilvægi ástarinnar og ræða um kynlíf við þau á raunhæfan hátt. Munur á árangri þessara tveggja aðferða er greinilegur. Unglingar í Bandaríkjunum og Hollandi byrja að stunda kynlíf á svipuðum aldri, hins vegar eru stelpur í Bandaríkjunum níu sinnum líklegri til að verða þungaðar (Dagbjört Ásbjörnsdóttir, 2002). Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að foreldrar taki þátt í því að fræða börn sín um heilbrigt og öruggt kynlíf. 5. Kynfræðsla í skólum Mikilvægt er að börn og unglingar byrji að fá kynfræðslu snemma. Rétt og góð fræðsla gerir það að verkum að þau verða ábyrgari og tilbúnari að stunda kynlíf þegar þar að kemur. Hér gegna foreldar stóru hlutverki eins og áður sagði en skólayfirvöld gegna ekki síður stóru hlutverki. Niðurstöður rannsókna hafa bent á kosti þess að börn og unglingar fái kynfræðslu áður en þau verða kynferðislega virk. Kostirnir eru meðal annars þeir að kynfræðslan dregur úr áhættuhegðun í kynlífi til dæmis hvað varðar getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og jafnvel kynferðislega misnotkun. Einnig verður fræðsla til þess að börn og unglingar fresta því að byrja að stunda kynlíf þangað til þau eru orðin eldri (Mueller, Gavin og Kulkarni, 2007). Í grunnskóla hafa kennarar greiðan aðgang að nemendum og eru því í góðri aðstöðu til að stuðla að kynheilbrigði barna og unglinga með því að kenna kynfræðslu markvisst og gera hana skemmtilega. Þegar unglingar fara í 27 framhaldskóla eykst þörfin fyrir kynfræðslu og þarf hún að vera skemmtileg, áhugaverð og lifandi (Selwyn og Powell, 2007). 5.1. Grunnskólinn Í Lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir (25/1975) er tekið fram að fræðsluyfirvöld eigi að veita börnum og unglingum fræðslu um kynheilbrigði. Þegar löggjöfin er skoðuð mætti því ætla að kynfræðsla ætti að vera skýrt skilgreind í námskrá skóla. Innan aðalnámskrár grunnskólans er hins vegar hvergi tekið fram að kynfræðsla sé skylda, heldur er það í kennarans höndum að ákveða hversu mikil áhersla er lögð á slíka fræðslu. Tvær námsgreinar koma að kynfræðslu innan grunnskólans. Það eru náttúrufræði og lífsleikni (Heilbrigðisráðuneytið, 2000). Í lífsleikni áætlun frá árinu 2007 má sjá að eitt af markmiðum kennslunnar er að nemandinn þekki sjálfan sig og styrkleika sína. Að hann geti tekið ákvarðanir á grunni sjálfsþekkingar. Einnig á nemandinn að læra um margbreytileika tilfinninga og hvaða áhrif þær geti haft. Í lokamarkmiði lífsleikni fyrir tíunda bekk er sérstaklega tekið fram að nemendur eigi að geta gert sér grein fyrir hugtökum á borð við kyn og kynhneigð. Kynímynd og kynhlutverk (Menntamálaráðuneytið, 2007‐a). Í náttúrufræði er fjallað meira um líffræðilegan þátt einstaklingsins. Þar á nemandi að læra að þekkja inn á líkamann og virkni hans. Þá á nemandinn að geta tekið skynsamlega afstöðu í kynferðismálum og skilið hvaða breytingar eiga sér stað við kynþroskaaldurinn (Menntamálaráðuneytið, 2007‐b). Eins og sjá má er hvergi komið beint inn á kynfræðslu í námskrá grunnskóla og hvað slík fræðsla skuli innihalda. Það er því undir hverjum og einum skóla og kennara komið hversu mikið er gert í þessum málum (Löngu tímabært að kynfræðsla sé skilgreind í aðalnámskrá, 2008) Árið 1997 skoðaði menntamálaráðuneytið hvernig kennslu ógreinabundins náms væri háttað í skólum, en undir ógreinabundið nám fellur meðal annars kynfræðsla. Í niðurstöðum kom í ljós að 97% skóla sem tóku þátt í könnuninni 28 kenndu kynfræðslu að einhverju leyti. 88 % þeirrar kynfræðslu var hluti af námsefni annarrar námsgreinar en í aðeins 15% tilvika veitti hjúkrunarfræðingur kynfræðslu. Þá kom í ljós að mest var um að kynfræðsla væri kennd í 9. bekk eða um 18 klukkustundir af námsárinu. Í 10. bekk var kynfræðsla að meðaltali 16 klukkustundir af námsárinu (Jóhann Ásmundsson, 1997). 5.2. Framhaldskólinn Þegar unglingar fara í framhaldskóla tekur lífið oft miklum breytingum. Nýir vinir bætast í hópinn og ný verkefni bíða. Það er oft á þessum árum, það er að segja við 16 til 20 ára aldur, sem unglingar byrja að prófa sig áfram í kynlífi (Heilbrigðisráðuneytið, 2000). Í aðalnámskrá framhaldskóla er hvergi talað um nauðsyn kynfræðslu. Aftur á móti er talað um að markmið framhaldskólanáms sé að þroska einstaklinginn og búa hann undir það að takast á við lífið (Menntamálaráðuneytið, 2004). Lífsleikniáfangar í framhaldskólum væri góður vettvangur til að ræða ástina, kynlíf og sambönd, þó er ekkert sem bendir til þess að það sé skylda þegar skoðuð er námskrá lífsleikni. Það veltur því á kennurum hvort þeir vilji taka þessi mál fyrir. Ein málsgrein í námskrá lífsleikni vekur sérstaklega athygli. ,,Einstaklingur taki ábyrgð á eigin lífi, sem m.a felur í sér að taka ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja sem notuð eru til lækninga” (Menntamálaráðuneytið, 1999). Vissulega er nauðsynlegt að nemendur læri um þessa hluti, spyrja má hvort ekki sé jafn nauðsynlegt að leggja áherslu á að unglingar og ungt fólk læri að taka ábyrga afstöðu til kynlífs. Lýðheilsustöð, Heilbrigðis ‐og menntamálaráðuneytið ásamt samtökum framhaldskólanema undirrituðu árið 2007 þriggja ára samning um forvarnar‐ og heilsueflingarstarf í framhaldskólum. Í samningi þessum er lögð áhersla á að stuðla eigi að betri líðan skólanema og efla forvarnir gegn vímuefnum. Einnig kemur þar fram að efla eigi ráðgjöf við nemendur á sviðum er snerta velferð og að lokum að hvetja nemendur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og stuðla að heilbrigðum lífsháttum (Lýðheilsustöð, 2007). Það er vonandi að þetta átak hafi orðið til þess að opna umræðu um mikilvægi þess að taka ábyrgða afstöðu þegar kemur að kynlífi. 29 Einnig er mikilvægt að gleyma því ekki eins og áður kom fram að á þessum árum eru unglingar að prófa sig áfram hvað varðar kynlíf og því er nauðsynlegt að þeir hafi aðgang að góðri fræðslu og ráðgjöf (Heilbrigðisráðuneytið, 2000). 6. Fræðsla á vegum samtaka og stofnana Það eru nokkur félög á Íslandi sem sjá um kynfræðslu fyrir unglinga. Sú kynfræðsla er bæði í formi netráðgjafar og á vegum aðila sem leggja mikið upp úr því að gefa út efni um kynfræðslu til dæmis landlæknir, Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB) og Ástráður félag læknanema. 6.1. Ástráður Ástráður er félag íslenskra læknanema sem einbeitir sér að kynfræðslu og forvarnarstarfi. Starfið hófst þegar læknanemar á íslandi tóku þátt í alþjóðastarfi læknanema um ýmis málefni þar á meðal kyn‐ og forvarnarfræðslu. Fyrirmynd íslensku nemanna voru samtök læknanema á Norðurlöndunum. Árið 1998 byrjaði síðan undirbúningsvinna að íslenska starfinu (Ástráður, e.d‐a). Ástráður leggur mikið upp úr því að ná til 16 ára unglinga. Ástæða þess er að samkvæmt tölfræði er algengast að unglingar á aldrinum 16 til 25 ára smitist af kynsjúkdómum og fari í fóstureyðingu. Því telst það áhrifaríkast að ná til unglinga áður en á þennan aldur en komið (Ástráður, e.d‐a). Forvarnarstarfið byggist á því að læknanemar, flestir á 2. ári í námi, fara í skólaheimsóknir og halda fyrirlestra um ástina, sambönd og samskipti kynjanna. Þá er talað bæði um kosti og galla kynlífs, einnig er fjallað um kynferðislegt ofbeldi og nauðganir. Mestur tími fer þó í að spjalla um kynsjúkdóma, smitleiðir þeirra og hvernig hægt er að verja sig gegn þeim (Ástráður, e.d‐b). Ástráður gerir mun meira en að fara í heimsóknir í skóla. Það heldur úti heimasíðu þar sem mikið er af upplýsingum, þar eru fræðslugreinar um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir, kynlífið, þunganir og margt fleira. Heimasíðan er ástráður.is og fær hún um 300 heimsóknir á dag (Ástráður, e.d‐b). Samhliða síðunni ástráður.is er haldið úti svarþjónustu þar sem ungt fólk getur nafnlaust 30 sent inn fyrirspurnir um öll heimsins mál en um 500‐600 fyrrispurnir koma á hverju ári. Ástráður hefur einnig verið með símaþjónustu tvö kvöld í viku (Ástráður, e.d‐b). 6.2. FKB Árið 1992 tóku áhugasamir aðilar sig saman og stofnuðu félag sem vinnur að því að stuðla að betra kynheilbrigði ungs fólks. Samtökin hafa unnið að því að gera aðgengi að kynfræðslu og getnaðarvörnum sífellt auðveldari. Þá hefur félagið sett það sérstaklega í markmið sitt að styrkja og bæta kynfræðslu í skólum og félagsmiðstöðvum. Einnig vilja samtökin að sett sé á fót sérstök móttaka fyrir unglinga á heilsugæslustöðvum þar sem þau geta rætt um mál tengd kynlífi og samskiptum kynjanna. Þá er það einnig markmið samtakanna að draga úr kynsjúkdómasmiti og að allar konur geti fengið fóstureyðingu, óski þær eftir því, ásamt því að auka fræðslu til þeirra kvenna sem fara í fóstureyðingu og stuðla að því að tíðni þeirra minnki (FKB, e.d‐a). Fræðslusamtökin hafa lagt töluverða áherslu á að bæta aðgengi að upplýsingum um kynheilbrigði og hafa gefið út efni á borð við bæklingana Kynlíf og unglingar og Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Einnig eru fræðslusamtökin með fulltrúa hjá Tótalráðgjöf sem tekur að sér vissa málaflokka þar (FKB, e.d‐b). 6.3. Netráðgjöf Það eru aðallega 3 vefsíður sem standa fyrir netráðgjöf um kynlíf fyrir ungt fólk. Það eru Tótalráðgjöf, Doktor.is og vefsíða Landlæknis. Tótalráðgjöf er alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hjá ráðgjöfinni vinnur faglegt teymi ráðgjafa sem hver og einn hefur sitt sérsvið. Þar má meðal annars nefna kynlíf, þunglyndi, fíkn og ástarsambönd. Ráðgjafarnir búa að menntun á borð við félagsráðgjöf, hjúkrunarfræði, mannfræði og stjórnmálafræði (Tótalráðgjöf, e.d‐a). Ráðgjöfin fer að miklu fram í gegnum netþjónustu. Þar getur ungt fólk sent inn fyrirspurnir sem ráðgjafar svara. Svarið er síðan birt á heimasíðum Tótalráðgjafar þar sem fleiri geta nálgast það. Ásamt því að geta sent inn fyrirspurn inn á vefsíðu tótalráðgjafar geta ráðgjafar þjónustunnar 31 boðið upp á að svara erindum í einkapósti, boðið einstaklingum að koma í ráðgjöf á staðnum og ef þörf er á þá vísa ráðgjafar Tótalráðgjafar einstaklingum í frekara ferli þar sem þeir geta fengið sérhæfða aðstoð (Tótalráðgjöf, e.d‐a). Ef upp koma vandamál eða fyrirspurnir varðandi lækna og neyðargetnaðarvörn er málinu vísað til fulltrúa FKB (fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir) sem er í ráðgjafateyminu. (Tótalráðgjöf, e.d‐b). Doktor.is er vefsíða þar sem fólk getur sent inn fyrirspurn um hin ýmsu mál er varðar heilsufar, sjúkdóma eða annað sem tengist heilbrigðismálum. Sérstakt fyrirtæki sér um að halda úti heimasíðunni en hún er í samstarfi við fjölmarga sérfræðinga sem svara fyrirspurnum almennings. Mikið er lagt upp úr faglegum svörum og ráðgjöf (Doktor.is, e.d‐a). Á síðunni er sérstök undirsíða þar sem birtar eru fyrirspurnir og svör við þeim. Þar eru flokkar á borð við getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, frjósemi og getnað. Þar geta unglingar og ungt fólk sent inn spurningar og er svarað á vefnum. Einnig eru birt þar eldri svör og geta þau reynst unglingum fróðleg (Doktor.is, e.d‐b). Á vef Landlæknis má finna margar greinagóðar upplýsingar er varða kynheilbrigði og kynlíf ungs fólks. Á síðunni má finna greinar og efni sem landlæknir hefur komið að útgáfu á, til dæmis um kynlíf, kynsjúkdóma og fleira. Einnig eru á þessari síðu tenglar inn á fyrirspurnir þar sem spurningum um kynsjúkdóma er svarað ásamt spurningum um smokkinn, notkun hans og fleira. Vefurinn getur verið mjög gagnlegur þeim unglingum sem eru að leita að góðum og traustum upplýsingum um ákveðna hluti (Landlæknisembættið, e.d‐c). 7. Kynheilbrigðisþjónusta fyrir unglinga á Íslandi Kynheilbrigðisþjónusta á Íslandi sem ætluð er unglingum er ekki mikil. Aðeins ein unglingamóttaka er starfrækt á landinu um þessar mundir og er hún á Akureyri (Lúðvík Ólafsson munnleg heimild, 2. júlí 2009). Á tímabili var starfrækt unglingamóttaka við heilsugæslustöðina við Sólvang í Hafnarfirði. Þjónustan þar gekk vel og margir unglingar leituðu þangað. Ýmis umfjöllunarefni komu upp á unglingamóttökunni í Hafnarfirði, til dæmis mál tengd getnaðarvörnum og neyðargetnaðarvörninni. Þá var einnig veitt ráðgjöf vegna kynsjúkdóma og vegna 32 ótímabærra þungana (Sigurlaug Hauksdóttir, 2006). Unglingamóttakan í Hafnarfirði neyddist þó til að hætta starfsemi árið 2007 þrátt fyrir góðan árangur. Ástæðan var sú að ekki náðist að semja um greiðslur og launakjör við lækna sem sinntu þessu starfi (Lúðvík Ólafsson munnleg heimild, 2. Júlí 2009). Unglingamóttakan á Akureyri er sú eina sem starfrækt er á landinu um þessar mundir en hún var stofnuð árið 1999. Opnunartími móttökunnar á Akureyri er einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram og því er þjónustan mjög aðgengileg fyrir unglinga. Starfsfólk unglingamóttökunnar hefur lagt mikið upp úr því að mæta þörfum ungs fólks og gera þjónustuna sem aðgengilegasta. Unglingamóttakan hefur sett skýr markmið með þjónustunni en þau eru meðal annars að draga úr ótímabærum þungunum, veita fræðslu um kynlíf og getnaðarvarnir og draga úr áhættuhegðun varðandi vímuefni og fleira. Einnig geta unglingar leitað til þeirra með sálfélagslegan vanda. Þannig stuðlar starfsemin að bættri líðan unglinga á öllum sviðum (Akureyri, e.d). Það er algengt að unglingar leiti til lækna með mál tengd kynheilbrigði. Í samtali við Lúðvík Ólafsson lækningarforstjóra hjá heilsugæslunni ræðir hann um 17 ára feril sinn í almennum heimilislækningum. Hans upplifun var sú að unglingum fyndist ekki erfitt að koma og ræða um mál tengd kynheilbrigði við lækni. Mikið væri um að unglingar kæmu til að ræða um getnaðarvarnir eftir fyrstu samfarir, sérstaklega stelpur, oft fyrir tilstilli móður þeirra. Einnig koma unglingar til lækna til að ræða um kynsjúkdóma og annað er tengist kynlífi (Lúðvík Ólafsson munnleg heimild, 2. júlí 2009). 8. Óskir unglinga varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu Með breyttum tíðaranda breytist gjarnan það sem unglingar vilja leggja áherslu á í kynfræðslu. Íslensk rannsókn sem nefnist Viðhorf og þekking 16 ára unglinga á kynlífstengdu efni tók sérstaklega fyrir hvað það var sem unglingar vildu og hvernig sú þróun hefði breyst frá árinu 2001 til 2005. Niðurstöðurnar sýndu að á árinu 2005 fannst unglingum orðið mikilvægara að ræða um fóstureyðingar, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir, sam‐og tvíkynhneigð, klám og hvað teldist eðlilegt í 33 kynlífi. Það sem þótti minna mikilvægt að ræða var það sem tengdist líffræðilega þætti kynfræðslu (Kolbrún Gunnarsdóttir o.fl., 2008). Veruleg aukning er á því að unglingar vilji ræða klám og efni tengt því. Ein ástæða þess er sú að klám er orðið mun algengara og aðgengilegra. Margir unglingar skoða klám reglulega og getur það valdið ranghugmyndum og vakið upp ýmsar spurningar um hvað er eðlilegt kynlíf. Þetta gæti verið ein ástæða þess að unglingar eru farnir að spyrja meira um klám í kynfræðslu (Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining, 2006). Samtökin Planned Parenthood gerðu viðamikla og ítarlega rannsókn á því hvað kanadískir unglingar vilja í kynfræðslu. Niðurstöðurnar sýndu svipaða niðurstöðu og í íslensku rannsókninni Viðhorf og þekking 16 ára unglinga á kynlífstengdu efni. Kanadískir unglingar voru sammála um að of mikið væri lagt upp úr líffræðilega þættinum og ekki væri nóg fræðsla um það sem þau virkilega vildu vita. Einnig voru þau á einu máli um að sú kynfræðsla sem í boði væri gæfi of fá tækifæri til að spyrja spurninga og mynda umræðu. Það sem unglingarnir settu einnig út á var að ekki væri tekið nóg og mikið tillit til þeirra sem væru samkynhneigðir. Þegar skoðað var hvað það er sem unglingar í Kanada vildu virkilega vita í kynfræðslu komu upp efni á borð við heilbrigð sambönd, kynferðisleg misnotkun, kynhneigð og hvað það er sem veitir kynferðislega ánægju. Einnig kom upp að þau vildu vita meira um getnaðarvarnir notkun þeirra og kynsjúkdóma (Flicker o.fl., 2009). Í rannsókn Selwyn og Powell (2007) um kynfræðslu í breskum skólum var notast við rýnihópa til að skoða hvað unglingum fyndist um þá kynfræðslu sem þeir fengu í skólum og hvað mætti bæta. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í nokkrum samhljómi við niðurstöður rannsóknar Planned Parenthood. En kynfræðslan var gagnrýnd fyrir að einblína of mikið á líffræðilega þáttinn og fannst unglingum þau ekki vera að læra það sem þau þurftu að vita. Þá fannst þeim kennslan of einhliða, það er að segja að nemendur fengu skrifleg verkefni og/eða þurftu að horfa á myndbönd en fengu lítil tækifæri til að spyrja spurninga um það sem þeim fannst skipta máli (Selwyn og Powell, 2007). Ekki er víst að hægt sé að færa þessar niðurstöður yfir á íslenska kynfræðslu í skólum, en með þessum upplýsingum hafa 34 kennarar ákveðið tækifæri til að bæta fræðsluna og gera hana lifandi og spennandi. Það virðist vera sem áhersla í kynfræðslu sé að breytast. Í dag vilja unglingar vita meira um framkvæmd kynlífs, kynferðislega ánægju og hvernig heilbrigð sambönd eru. Unglingar virðast einnig vera sammála um að kynfræðslan sem þau fá leggi of mikið upp úr líffræðilegum þáttum og sé of stöðluð (Flicker o.fl., 2009) Eins og hefur verið komið inn á eru margir aðilar sem hafa áhrif á kynfræðslu til unglinga, til dæmis foreldrar, vinir, fjölmiðlar og fleiri. Skólinn er þó sá staður þar sem yfirleitt er hægt að ganga að því vísu að unglingar fái kynfræðslu í einhverju formi. Þegar skoðað er hvaðan unglingarnir sjálfir vilja fá fræðslu kemur í ljós að flestir vilja í raun fá fræðslu og ráðgjöf frá fagaðilum til dæmis hjúkrunarfræðingum og læknum en flestir leita þó til vina sinna og jafningja. Ein ástæða þess að unglingar leituðu ekki í sama mæli til fagfólks og þeir vildu var að margir upplifðu ótta við að vera dæmd fyrir að koma með svona mál til fagfólks. Með aldrinum breytist viðhorf unglinga til þess hvert þau leita eftir upplýsingum um kynlíf. Þegar unglingar eldast sækjast þeir meira eftir upplýsingum um kynlíf úr fjölmiðlum en síður frá foreldrum. Því er nauðsynlegt að kynfræðsla hefjist snemma svo hægt sé að stuðla að því að unglingar hafi góðar upplýsingar um flest er viðkemur kynlífi þegar þau eldast (Flicker o.fl., 2009). Aðferð sem hefur verið notuð að einhverju leyti hér á landi er jafningjafræðsla. Hugmyndafræðin á bak við fræðsluna er að ungur fræðir ungan. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar eru móttækilegri fyrir því sem ungt fólk og jafningjar þeirra hafa að segja og finnst auðveldara að koma með spurningar og mynda umræðu en þegar fullorðnir eru við kennslu (Jafningjafræðslan, e.d‐a). Jafningafræðslan á íslandi hefur komið inn á ýmis málefni, til dæmis forvarnir vegna vímuefna, átröskunar, kynferðisofbeldis og margt fleira. Enn sem komið er hefur jafningafræðslan ekki tekið sérstaklega fyrir málefni kynfræðslu en það væri þó mjög jákvætt skref (Jafningjafræðslan, e.d‐b). Rannsókn sem gerð var á því hvaða áhrif kynfræðslumiðuð jafningjafræðsla hefði sýndi fram á að nemendur voru almennt ánægðari með fræðsluna frá jafningjum en frá kennurum. Nemendur 35 tóku betur eftir og þeim fannst auðveldara að spyrja spurninga og hefja umræður um kynlíf og málefni tengd því. Þetta leiddi til þess að þekking unglinga á til dæmis getnaðarvörnum í jafningjafræðslunni varð meiri en í hefðbundinni kynfræðslu. Hins vegar sýndu rannsóknir fram á að ekki væri munur á langtímaáhrifum jafningjafræðslu og hefðbundinni kynfræðslu (Stephenson o.fl., 2004). Kynheilbrigðisþjónusta á Íslandi fyrir unglinga virðist ekki vera næg. Sóley S. Bender (1999) gerði rannsókn á því hvað unglingum fyndist um þá kynheilbrigðisþjónustu sem í boði er og hvað það væri sem þau myndu vilja í slíkri þjónustu. Niðurstöður sýndu að hátt hlutfall af unglingum fannst sú þjónusta sem í boði er vera næg. Mörgum fannst vanta að unglingar hefðu aðgang að þjónustu sem sérstaklega væri ætluð ungu fólki. Nokkrir þættir þóttu mikilvægir í slíkri þjónustu, meðal annars að þjónustan stæði unglingum til boða þeim að kostnaðarlausu og að ekki þyrfti að panta tíma fyrirfram heldur væri hægt að labba inn af götunni, en slík þjónusta er nú í boði á Akureyri eins og áður kom fram. Unglingar sem voru þátttakendur í könnuninni lögðu mikið upp úr því að kynheilbrigðisþjónusta fyrir unglinga þyrfti að vera með 100% nafnleynd og að starfsfólk gæfi sér nægan tíma til að hlusta og spjalla. Mikilvægt væri í slíkri þjónustu að unglingar gætu rætt um mál tengd kynsjúkdómum og fengið upplýsingar um getnaðarvarnir. Einnig kom fram að nauðsynlegt þótti að hægt væri að fara í kynsjúkdómapróf á staðnum (Sóley S. Bender, 1999). Gott kynheilbrigði á meðal unglinga, færri ótímabærar þunganir og minni tíðni kynsjúkdóma hafa verið eitt aðal markmið unglingamóttöku. Önnur markmið eru til dæmis að hjálpa unglingum að byggja upp sjálfstraust og sjálfsþekkingu þannig að þau séu betur undir það búin að takast á við lífið (Sigurlaug Hauksdóttir, 2006). 9. Umræða um starf félagsráðgjafa Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 kemur skýrt fram að félagsráðgjafar skulu eiga skýran þátt í að veita kynfræðslu og ráðgjöf. Einnig kemur fram að landlæknir eigi að sjá um uppbyggingu og hafa yfirumsjón með 36 ráðgjafarþjónustu á sviði kynlífs og barneigna og að innan slíkrar þjónustu eigi félagsráðgjafar, ásamt öðrum fagstéttum, að starfa (lög um um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975). Ekki eru til aðgengilegar heimildir um hversu vel ákvæði þessarra laga skila sér í raunveruleikanum. Félagsráðgjafar hafa lengi tekið virkan þátt í forvarnarstarfi á sviði kynfræðslu. Meðal verkefna sem þeir hafa sinnt má nefna fræðslustarf um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Þá hafa félagsráðgjafar á kvennasviði tekið að sér að fara með kynfræðslu, fræðslu um kynlíf og kynsjúkdómavarnir til unglinga í skóla en einnig til fullorðinna. Félagsráðgjafar gegna mikilvægu hlutverki í þessum málaflokki. Þó er mikilvægt að starf félagsráðgjafans á þessu sviði haldi áfram að þróast, til dæmis með auknu rannsóknarstarfi og nýsköpun í vinnuaðferðum (Svava Stefánsdóttir og Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, 2006). Félagráðgjafar hafa breiðan þekkingargrunn og þjálfun í tengslamyndun, teymisvinnu og með áherslu á kerfisnálgun leggja félagsráðgjafar mikið af mörkum til að auka gæði kynfræðslu. Það er ýmislegt sem félagráðgjafar geta gert til að þróa kynfræðslu, eins og að nýta þekkingu úr fræðilegum rannsóknum til að stofna sérstaka starfshópa um kynfræðslu til mismunandi hópa unglinga, ásamt því að vera með beina fræðslu til unglinga, foreldra og fagaðila um kynlíf og málefni tengd því. Vegna þeirrar heildarsýnar sem félagsráðgjafinn hefur er hann í góðri stöðu til að vinna með öðrum fagstéttum í leit að nýjum úrræðum og leiðum til að gera góða fræðslu betri (Sigurlaug Hauksdóttir, 2006). Í 2. grein laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir kemur fram að meðal annars skuli veita aðstoð á sviði kynlífsfræðslu og ráðgjöf og fræðslu um ábyrgð foreldrahlutverksins (lögu um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975). Félagsráðgjafar eru vel í stakk búnir til að sinna slíkri fræðslu. Á vegum félagsráðgjafa hefur verið útbúinn sérstakur bæklingur til fræðslu fyrir foreldra um samskipti þeirra við unglinga sína um kynlíf. Einnig hafa þær Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir félagsráðgjafi og Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi staðið fyrir fræðslu fyrir 37 foreldra og unglinga sem heitir Tölum saman‐ samskipti foreldra og barna um kynlíf (Landlæknisembættið, 2006). Félagsráðgjafi gæti stofnað sérstakan foreldrahóp. Þar væri hægt að kynna fyrir foreldrum mikilvægi þess að eiga opin samskipti við börn sín um málefni daglegs líf. Þannig yrði auðveldara fyrir þau í framtíðinni að tala við börn sín um málefni tengd kynlífi og myndi það auka líkur á því að unglingarnir kæmu til þeirra með þessi mál. Félagsráðgjafi gæti komið á fræðsluhópum fyrir ungt fólk um mikilvægi þess að ræða um kynlíf og getnaðarvarnir. Félagsráðgjafi gæti unnið að því að kynna mikilvægi kynfræðslu í nútíma þjóðfélagi fyrir fólki og stuðlað þannig að betra kynheilbrigði á meðal unglinga (Sigurlaug Hauksdóttir, 2006). Félagsráðgjafar læra bæði í námi og í starfi að þarfir fólks eru mismunandi og þar eru unglingar ekkert undanskildir. Vegna þess að félagsráðgjafi veit af þessu getur hann stuðlað að því að allir unglingar fái kynfræðslu við sitt hæfi. Kynfræðsla hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nóg og raunveruleikamiðuð, það er að segja að unglingum finnst þeir ekki fá nægar upplýsingar um það sem brennur helst á þeim. Félagsráðgjafar hafa sérþjálfun í viðtalstækni. Félagsráðgjafi gæti því tekið viðtöl við unglinga, til að auka þekkingu um kynhegðun unglinga og stöðu dagsins í dag. Með því að auka við þá þekkingu væri þannig hægt að þróa kynfræðslu enn frekar og gera hana skilvirkari og áhugaverðari fyrir unglinga. Félagsráðgjafar eru í góðri aðstöðu til að mæta eftirspurn unglinga um fræðslu um sambönd, samskipti og siðfræði. Félagsráðgjafar hafa til dæmis þekkingu á fjölskyldugerðum og mismunandi aðstæðum fjölskyldna. Börn og unglingar sem eru alin upp á brotnum heimilum og verða jafnvel vitni að ofbeldi, líkamlegu og/eða andlegu, gera sér kannski ekki grein fyrir hvernig heilbrigð sambönd eru og vantar fræðslu og stuðning á þessu sviði og geta félagsráðgjafar orðið mikill stuðningur þar. Á þessum sviðum og fleirum geta félagsráðgjafar stöðugt bætt almenna kynfræðslu. Vegna þess breiða þekkingargrunns sem félagsráðgjafinn býr að getur hann, og gerir nú þegar, unnið með margvísleg sjónarhorn þegar kemur að kynfræðslu til unglinga (Sigurlaug Hauksdóttir, 2006). Félagsráðgjafar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að ráðgjöf varðandi fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerð en þar eru þeir sú fagstétt ásamt læknum sem 38 aðilar þurfa að ræða við þegar sóst er eftir slíkum aðgerðum. Mikið er lagt upp úr því að veita skjólstæðingum sem standa frammi fyrir mögulegri fóstureyðingu góða félagslega ráðgjöf og tilfinningalegan stuðning í formi viðtala (Svava Stefánsdóttir og Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, 2006) Ekki eru til heimildir sem gefa skýra mynd af því hversu margir eða hversu mikið félagsráðgjafar koma að kynfræðslu. Félagsráðgjafar starfa á kvennasviði Landspítalans og sinna þeir símaþjónustu á hverjum degi (Umboðsmaður barna, e.d.). Einnig vinna félagsráðgjafar á vegum FKB, fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir og sjá þeir um fræðslu til fullorðinna sem og unglinga (Svava Stefánsdóttir og Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, 2006). Sigurlaug Hauksdóttir starfar sem yfirfélagsráðgjafi hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins og sinnir hún meðal annars forvarnarvinnu í sambandi við alnæmi og kynsjúkdóma en veitir einnig ráðgjöf og fræðslu (Alnæmissamtökin á Íslandi, 2008). Lokaorð Í þessari ritgerð hefur markmið mitt verið að ræða um flest það sem skiptir máli í umræðunni um kynfræðslu unglinga, með það fyrir augum að auka þekkingu á mikilvægi kynfræðslu. Ljóst er af niðurstöðum þessarar ritgerðar að unglingar fá upplýsingar um kynlíf víða frá, til dæmis koma upplýsingar frá vinahópnum, fjölmiðlum, foreldrum og úr skipulagðri kynfræðslu. Sumar upplýsingar geta verið villandi fyrir ungt fólk og geta valdið töluverðu óöryggi meðal unglinga. Framboð á klámefni verður sífellt meira og vinsæl sjónvarpsdagskrá ætluð unglingum vísar sífellt meira í kynlíf og kynferði. Unglingar sem horfa á slíkt efni verða fyrir áhrifum og sumir telja þetta vera leið til að læra um kynlíf. Innan vinahópsins ganga upplýsingar um kynlíf sem verða oft frekar til þess að unglingar prófi að hafa kynmök áður en þau eru tilbúin vegna félagslegs þrýstings. Kynfræðsla og upplýsingar um kynlíf sem unglingar fá frá foreldrum og úr skipulagðri kynfræðslu í skóla er því mjög mikilvæg, því þar er hægt að ganga að því vísu að upplýsingarnar séu heilnæmar og stuðli að góðu kynheilbrigði. 39 Vegna þess hve stóran sess foreldrar skipa og skipta máli í lífi barna sinna er nauðsynlegt að þau viti mikilvægi þess að eiga gott samband við barnið sitt og ræða við það um kynlíf og samskipti kynjanna. Það getur reynst mörgum foreldrum erfitt að tala um kynferðismál við börn sín og þau upplifa ákveðinn vanmátt við þær aðstæður. Það er því nauðsynlegt að styðja foreldra í þessu hlutverki. Það mætti gera til dæmis með fræðsluhópum og fyrirlestrum. Þar nýtist þekking og starf félagsráðgjafa mjög vel. Mikilvægt er að kynfræðsla í skólum taki töluverðum stakkaskiptum og verði betur skilgreind. Það er áríðandi að börn og unglingar fái fræðslu um kynlíf áður en þau verða kynferðislega virk. Tel ég að með því að auka fræðslu á grunnskólastigi væri verið að sinna mikilvægu forvarnarstarfi. Aukin fræðsla í framhaldskóla leiðir til þess að þeir sem eru orðnir kynferðislega virkir verða varkárari og ábyrgari þegar kemur að kynlífi. Skipulögð kynfræðsla á vegum skóla virðist vera of stöðluð, það er að segja að kynfræðslan sé of mikið í ,,skólabókaformi”. Þegar óskir unglinga varðandi kynfræðslu eru hins vegar skoðaðar kemur í ljós að þau hafa orðið meiri áhuga á að vita um kynhneigð, framkvæmd kynlífs, kynferðislega ánægju og kynsjúkdóma en minna um líffræði og kynþroska. Það er nauðsynlegt að nýta þessa þekkingu og þróa kynfræðslu meira í takt við óskir og væntingar unglinga. Nokkrir þættir benda til þess hvaða fræðsla er góð kynfræðsla. Í fyrsta lagi dregur góð kynfræðsla úr áhættuhegðun unglinga í kynlífi, þá stuðlar hún að því að þau fresti því frekar að byrja að stunda kynmök og eru ábyrgari varðandi getnaðarvarnarnotkun. Góð kynfræðsla er sú fræðsla sem hefur bæði áhrif á verndandi og áhættuþætti í lífi unglings. Það er að segja að hún dregur úr áhættuþáttum, svo sem að eiga marga kynlífsfélaga eða lítilli notkun á getnaðarvörnum, en ýtir undir verndandi þætti svo sem að unglingar fresti því að byrja að stunda kynlíf og noti frekar getnaðarvarnir. Annað sem einkennir góða kynfræðslu er að hún kennir unglingum að eiga samskipti um kynlíf. Þannig eflist hæfileiki ungs fólks til að taka ábyrgar ákvarðanir varðandi kynlíf, það á auðveldara með að segja frá hver þeirra vilji á kynferðissviði sé og einnig að segja nei við kynlífi 40 sem sem þau vilja ekki. Kynfræðsla sem er góð tekur einnig mið af persónuleika einstaklinga, aldri þeirra og þroska. Þjónusta sem ætluð er íslenskum unglingum sérstaklega er ekki mikil. Aðeins ein unglingamóttaka er starfrækt á landinu. Það virðist þó ekki stoppa unglingar í að sækja fræðslu, heldur leita þau þá til almennra heimilislækna. Hins vegar er óhætt að ætla að auðveldara sé fyrir unglinga að koma á stað sem sérstaklega er ætlaður þeim til að ræða um mál er varða kynheilbrigði. Stofnanir á borð við FBK, Ástráð félag læknanema og landlækni leggja mikið upp úr aukinni fræðslu fyrir þennan hóp og væri kynfræðsla á Íslandi í dag mun minni ef ekki væri fyrir framtak þessara einstaklinga. Hlutverk félagsráðgjafar í málefnum kynfræðslu og ráðgjafar er mikilvægt. Félagsráðgjafar hafa mikla og víða yfirsýn yfir málefni á borð við samskipti og siðfræði, ásamt því að hafa breiðan þekkingargrunn sem getur nýst vel í málefnum kynfræðslu. Félagsráðgjafar starfa við kynfræðslu og ráðgjöf til dæmis á kvennasviði Landspítalans og á vegum stofnana á borð við Fbk. Aðrir félagsráðgjafar fara með fræðslu í skóla, til foreldra og semja fræðsluefni til að auka vitund fólks um málefnið. Þannig efla félagsráðgjafar forvarnarstarf á þessu sviði. Einnig gegna félagsráðgjafar mikilvægu hlutverki í ráðgjöf og stuðningi við þá er huga að fóstureyðingu. Félagsráðgjafar hafa gott tækifæri til að auka gæði kynfræðslu enn frekar og stuðla þannig að sífellt betri fræðslu sem nær til sem flestra. 41 Heimildaskrá Advocates for youth. (2001). Sex Education Programs: Definitions & Point‐by‐Point Comparison [rafræn útgáfa]. Transitions, 12, 4. Akureyri. (e.d). Heilsugæslustöðin á Akureyri: Unglingamóttaka. Sótt 20. júlí 2009 af http://www.akureyri.is/hak/unglingamottaka/ Alnæmissamtökin á Íslandi. (2008). Viðtalstímar félagsráðgjafa. Sótt 14. september 2009 af http://hiv‐ island.is/index.php?option=com_content&task=view&id=82&Itemid=89 Alnæmissamtökin á Íslandi. (e.d). Um samtökin almennt. Sótt 3. júlí 2009 af http://www.aids.is/um_samtokin.html Alþjóðaheilbrigðisstofnun. (e.d). Reproductive health. Sótt 27. júní 2009 af http://www.wpro.who.int/health_topics/reproductive_health/general_inf o.htm Anda, D, D. (2006). Baby Think It Over: Evaluation of an Infant Simulation Intervention for Adolescent Pregnancy Prevention [rafræn útgáfa]. Health & Social Work, 31, 26‐35. Avert. (e.d). Sex education that works. Sótt 12. ágúst af http://www.avert.org/sex‐ education.htm Ástráður. (e.d‐a). Ástráður: forvarnarstarf læknanema. Sótt 7. júlí 2009 af http://www.astradur.is/upplysingar/upplysingar_index.htm Ástráður. (e.d‐b). Ársskýrsla Ástráðs 2006‐2007. Sótt 7. júlí 2009 af http://www.astradur.is/links/arsskyrsla_2006‐2007.pdf Barnaverndarstofa og Rannsóknir og Greining. (2006). Grunnniðurstöður rannsóknar: kynhegðun ungs fólks á Íslandi og kynferðisleg misnotkun á börnum. Sótt 29. júní 2009 af http://www.bvs.is/files/file425.pdf Bleakley, A., Hennessy, M., Fishbein, M. og Jordan, A. (2009). How Sources of Sexual Information Relate to Adolescents' Beliefs About Sex [rafræn útgáfa]. American Jornal of Health Behavior, 33, 37‐49. Boyd, D. og Bee, H. (2005). Lifespan of development. (4. útgáfa). Boston: Pearson/Allyn and Bacon. Collins. C., Alagiri. P. og Summers. T. (2002, mars). Abstinence Only vs.Comprehensive Sex Education: What are the arguments?What is the evidence?. Sótt 15. ágúst af http://ari.ucsf.edu/science/reports/abstinence.pdf Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir. (2009). Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Sótt 10. júlí 2009 af http://www.lydheilsustod.is/media/lydheilsa/Foreldrabaeklingur_kynlif_ve ftexti.pdf Dagbjört Ásbjörnsdóttir. (2002). Spegill spegill herm þú mér. "ríkjandi umræða og kynlífsreynsla íslenskra unglinga. Sótt 3. júlí 2009 af http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/acrobat‐skjol/dagbjort‐ asbjornsdottir.pdf Doktor.is. (e.d‐a). Markmið Doktor.is. Sótt 10. júlí 2009 af http://doktor.is/index.php?option=content&task=view&id=7&Itemid=43. 42 Dokor.is. (e.d‐b). Fyrirspurnir. Sótt 10. júlí 2009 af http://doktor.is/index.php?option=com_d‐greinar&Itemid=39 Epstein, M og Ward, M.L. (2008). ,,Always use protection”: Communication boys receive about sex from parents, peers and the media [rafræn útgáfa]. Journal of Youth and Adolescence, 37, 113‐12. Ég var að brjálast á þessu barni. (2007, 1. mars). Morgunblaðið. Sótt 15. ágúst 2009 af http://www.obradgjof.is/pdf/morgunbladid.pdf FKB (Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir). (e.d‐a). Markmiðsáætlun FKB: Stuðningsáætlun og framkvæmdaráætlun. Sótt 9. júlí 2009 af http://fkb.is/pages.php?idpage=97 FKB (Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir). (e.d‐b). Verkefni FKB. Sótt 9. júlí 2009 af http://fkb.is/pages.php?idpage=101 Flicker. S., Flynn. S., Larkin. J., Travers. R., Guta. A., Pole. J. og Layne. C. (2009). Sexpress: Teens want more sex ed: Survey The Toronto Teen Survey Report. Sótt 17. ágúst 2009 af http://www.ppt.on.ca/pdf/reports/TTSreportfinal.pdf Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir. (2006). Pornography and sex among adolescents in Iceland. Í Unge, køn og pornografi i Norden. Kvantitative studier. Sótt 28. Júní af http://www.norden.org/da/publikationer/publikationer/2006‐ 546/at_download/publicationfile Gonzales. J. (2009). Which type of sex education is right for your teen? Sótt 17. ágúst 2009 af http://missourifamilies.org/features/adolescentsarticles/adolesfeature14.h tm Hauser. D. (e.d). Five Years of Abstinence‐Only‐Until‐Marriage Education: Assessing the Impact. Sótt 13 ágúst 2009 af http://www.advocatesforyouth.org/index.php?option=com_content&task= view&Id=623&Itemid=336 Heilbrigðisráðuneytið. (2000, febrúar). Skýrsla um fóstureyðingar og aðgengi að getnaðarvörnum. Sótt 2. júlí 2009 af http://www.heilbrigdisraduneyti.is/media/Skyrslur/skyrsla.um.fostureyd..p df Heilbrigðis‐ og tryggingarmálaráðuneytið. (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010: langtímamarkmið í heilbrigðismálum. Sótt 8. júlí 2009 af http://www.heilbrigdisraduneyti.is/media/Skyrslur/htr2010.pdf Íslensk Orðabók (4. útgáfa). (2007). Í Mörður Árnason (ritstjóri). Reykjavík: Edda. Jafningjafræðslan. (e.d‐a). Hugmyndafræði og saga. Sótt 20. ágúst 2009 af http://www.totalradgjof.is/jafningjafraedslan/index.php?option=com_c ontent&view=article&id=10&Itemid=21 Jafningjafræðslan. (e.d‐b). Almenn markmið jafningjafræðslunnar. Sótt 20. ágúst 2009 af http://www.totalradgjof.is/jafningjafraedslan/index.php?option=com_c ontent&view=article&id=94&Itemid=19. Jóhann Ásmundsson. (1997, júní). Aðrir námsþættir: Niðurstöður úr könnun um ógreinabundið nám í grunnskólum skólaárið 1996‐1997. Sótt 5. júlí 2009 af http://www.ismennt.is/vefir/namskra/konnun/fraedsla.pdf 43 Kaestle, C. E. (2009). Sexual Insistence and Disliked Sexual Activities In Young Adulthood: Differences by Gender And Relationship Characteristics [rafræn útgáfa]. Perspectives on Sexual and Reproductive Health, 41, 33‐9. Kirby. D. (2007). Emerging Answers 2007: Research Findings on Programs to Reduce Teen Pregnancy and Sexually Transmitted Diseases. Sótt 10 ágúst 2009 af http://www.thenationalcampaign.org/EA2007/EA2007_sum.pdf Kolbrún Gunnarsdóttir, Reynir Tómas Geirsson, Eyjólfur Þorkelsson, Jón Þorkell Einarsson, Ragnar Freyr Ingvarsson og Sigurbjörg Bragadóttir. (2008). Viðhorf og þekking 16 ára unglinga á kynlífstengdu efni [rafræn útgáfa]. Læknablaðið, 94, 453‐60. Landlæknisembættið. (e.d‐a). Ótímabærar þunganir. Sótt 12. júlí 2009 af http://www.landlaeknir.is/Pages/730 Landlæknisembættið. (e.d‐b). Nýjar tölur um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir fyrir 2008. Sótt 28. ágúst 2009 af http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=1997 Landlæknisembættið. (e.d‐c). Kynfræðsla. Sótt 15. júlí 2009 af http://www.landlaeknir.is/Pages/1028 Landlæknisembættið. (2006). Fræðsla fyrir foreldra og unglinga um kynlíf. Sótt 14. september 2009 af http://influensa.is/?PageID=1055&NewsID=1538 Landlæknisembættið. (2009, mars). Klamydía og lekandi 2008 [rafræn útgáfa]. Farsóttarfréttir, 5, 1‐2. Lewin, B. (1984). Sex and family planning : how to teach the young. Belgía: Alþjóðaheilbrigðisstofnun Evrópudeild. Lýðheilsustöð. (2007). Samningur um heilsueflingu og forvarnir í framhaldsskólum. Sótt 14. júlí 2009 af http://www.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/2272 Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975. Löngu tímabært að kynfræðsla sé skilgreind í aðalnámskrá. (2008, 26. febrúar). Morgunblaðið. Sótt 4. júlí 2009 af http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/26/longu_timabaert_ad_k ynfraedsla_se_skilgreind_i_adal/?rss= McKeon. B. (2006). Effective Sex Education. Sótt 15. ágúst 2009 af http://www.advocatesforyouth.org/storage/advfy/documents/fssexcur.pdf Menntamálaráðuneytið. (1999). Aðalnámskrá framhalsskóla: lífsleikni. Sótt 12. júlí 2009 af http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/AFlifsleikni.pdf Menntamálaráðuneytið. (2004). Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti. Sótt 12. júlí 2009 af http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/Mmal.pdf Menntamálaráðuneytið. (2007‐a). Aðalnámskrá grunnskóla: Lífsleikni. Sótt 12. júlí 2009 af http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_lifsleikni.pdf Menntamálaráðuneytið. (2007‐b). Aðalnámskrá grunnskóla: Náttúrufræði og umhverfismennt. Sótt 12. júlí 2009 af http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_natturufraedi‐ umhverfismennt.pdf 44 Mueller, E., Gavin, L. E. og Kulkarni, A. (2007). The association between sex education and youth’s engagement in sexual intercourse, age at first intercourse, and birth control use at first sex [rafræn útgáfa]. Journal of Adolescent Health, 42, 89–96. Reykjavíkurborg. (2008). Forvarnir. Sótt 13. ágúst 2009 af http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid‐3247/5243_read‐12376/ Ryan, S., Franzetta, K., Manlove, J. og Holcombe, E. (2007). Adolescents' Discussions About Contraception Or STDs with Partners Before First Sex [rafræn útgáfa]. Perspectives on Sexual and Reproductive Health, 39, 149‐ 57. Selwyn, N. og Powell, E. (2007). Sex and relationships education in schools: the views and experiences of young people [rafræn útgáfa]. Health Education, 107, 219‐231. SIECUS ‐ Bandarísku kynfræðslusamtökin. (e.d). Kynfræðsla. Sótt 28. júní 2009 af http://www.siecus.org/index.cfm?fuseaction=page.viewpage&pageid=521 &grandparentID=477&parentID=514#Q1 Sigurlaug Hauksdóttir. (2006). Forvarnarstarf um kynheilbrigði: Unglingamóttaka og félagsráðgjöf. Í Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson (ritstjórar). Heilbrigði og Heildarsýn (bls. 94‐110). Reykjavík: Háskóli Íslands. Sóley S. Bender. (1999). Attitudes of Icelandic Young People Toward Sexual and Reproductive Health Services [rafræn útgáfa]. Family Planning Perspectives, 31, 294‐301. Sóley S. Bender. (2000). Hefur ungt fólk greiðan aðgang að getnaðarvörnum. Vera, 19, 58‐61. Sóley S. Bender. (2001). Kynheilbrigði unglinga: forvarnarpistill. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 77, 345. Sóley S. Bender og Kosunen, E. (2005). Teenage contraceptive use in Iceland: a gender perspective [rafræn útgáfa]. Public Health Nurs, 22, 17‐26. Sóley S. Bender. Reynir T. Geirsson og Elise Kosunen. (2003). Trends in teenage fertility, abortion, and pregnancy rates in Iceland compared with other Nordic countries, 1976‐99 [Rafræn útgáfa]. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica, 82, 38‐47. Stephenson, J. M., Strange, V., Forrest, S., Oakley, A., Copas, A., Allen, E., Babiker, A., Black, S., Ali, M., Monteiro, H og Johnson, A . M. (2004). Pupil‐led sex education in England (RIPPLE study): cluster‐randomised intervention trial [rafræn útgáfa]. Lancet, 364, 338‐346. Strasburger, V. C. (2006). Risky Business: What Primary Care Practitioners Need to Know About the Influence of the Media on Adolescents. Sótt 28. júní 2009 af http://www.cmellc.com/psychcongress/images/08pdf/15‐ 3%20Strasburger.pdf Sumar ákvarðanir endast ævina alla. (e.d). Félags ‐og forvarnarverkefnið ,,hugsað um barn”. Sótt 15. ágúst af http://www.obradgjof.is/pdf/skolavardan.pdf Svava Stefánsdóttir og Guðbjörg Edda Hermannsdóttir. (2006). Félagsráðgjöf á kvennasviði. Í Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig. Guðmundsson (ritstjórar). Heilbrigði og Heildarsýn (bls. 199‐209). Reykjavík: Háskóli Íslands. 45 Tótalráðgjöf. (e.d‐a). Ráðgjafateymið. Sótt 8. júlí 2009 af http://www.totalradgjof.is/new/index.php?option=com_content&view=art icle&id=5&Itemid=2 Tótalráðgjöf. (e.d‐b). Svör við spurningum. Sótt 8. júlí 2009 af http://www.totalradgjof.is/new/index.php?option=com_wrapper&view=w rapper&Itemid=4 Umboðsmaður barna. (e.d). Kynlíf. Sótt 14. september 2009 af http://www.barn.is/adalsida/malaflokkar/kynlif/ Vitundarvakning um notkun smokka. (2008, 27. febrúar). Morgunblaðið. Sótt 15. júlí 2009 af http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/27/vitundarvakning_um_n otkun_smokka/ Þóroddur Bjarnason, Stefán Hrafn Jónsson, Kjartan Ólafsson, Andrea Hjálmsdóttir og Aðalsteinn Ólafsson. (2006, maí). Heilsa og lífskjör skólanema 2006: landshlutaskýrsla. Sótt 1. júlí 2009 af http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skjol/hverfi/grafarvogur/ Heilsa_og_l_fskjoer_sk_lanema___6.,_8._og_10._bekk_veturinn_2005‐ 2006.pdf 46