Tenor felur í sér snjallforrit Tenor, vefsvæði Tenor sem má finna á http://tenor.com, viðbætur Tenor og forritaskil Tenor. Forritaskil Tenor er hægt að samþætta við tæki og þjónustur þriðju aðila en öll þjónusta sem tengist Tenor er í boði Google.
Til að geta notað Tenor þarftu að samþykkja (1) þjónustuskilmála Google og (2) þessa viðbótarþjónustuskilmála Tenor („viðbótarskilmálar Tenor“).
Lestu öll þessi skjöl vandlega. Þessi skjöl nefnast í sameiningu „skilmálar“. Í skilmálunum kemur fram hvers þú getur vænst af okkur þegar þú notar þjónustur okkar og til hvers við ætlumst af þér.
Ef þessir viðbótarskilmálar Tenor stangast á við þjónustuskilmála Google gilda þessir viðbótarskilmálar hvað Tenor varðar.
Við hvetjum þig til að lesa persónuverndarstefnuna okkar þótt hún sé ekki hluti þessara skilmála, til að átta þig betur á hvernig þú getur uppfært, stjórnað, flutt út og eytt upplýsingunum þínum.
1. Efnið þitt.
Tenor gerir þér kleift að senda inn, geyma, senda, móttaka eða deila efninu þínu. Google er leyfishafi efnisins þíns eins og fram kemur í þjónustuskilmálum Google. Það þýðir að ef þú hleður efni upp á Tenor kunnum við að birta notendum þetta efni og deila efninu samkvæmt beiðni. Að sama skapi geta þessir notendur (þ.m.t. notendur sem opna efni í gegnum forritaskil Tenor) skoðað, deilt og breytt umræddu efni.
2. Bannað efni.
2.1 Þú mátt ekki nota Tenor í viðskiptatilgangi eða til framdráttar þriðja aðila.
2.2 Eins og fram kemur í þjónustuskilmálum Google viljum við halda úti sómasamlegu umhverfi fyrir alla. Þegar þú notar Tenor þarftu að fylgja notkunarreglum okkar sem og þeim almennu siðareglum sem fram koma í þjónustuskilmálum Google. Einkum máttu ekki gera eftirfarandi þegar þú notar Tenor:
a. senda inn, geyma, senda eða deila nokkru efni sem:
i. brýtur gegn eða hvetur til atferlis sem myndi brjóta gegn gildandi lögum eða öðrum réttindum, þ.m.t. efni sem brýtur gegn eða misnotar hugverkarétt annarra eða rétt til umfjöllunar eða persónuverndar;
ii. inniheldur persónu- eða samskiptaupplýsingar um annan einstakling án þess að viðkomandi hafi veitt heimild fyrir því;
iii. hvetur til ólöglegs eða skaðlegt athæfis eða efna;
iv. er sviksamlegt, villandi eða blekkjandi;
v. inniheldur rangar eða ærumeiðandi upplýsingar;
vi. er gróft eða klámfengið;
vii. hampar eða felur í sér mismunun, ofstæki, kynþáttafordóma, hatur, áreitni eða skaða sem beinist að einstaklingi eða hópi;
viii. er ofbeldisfullt eða ógnandi eða hvetur til ofbeldis eða aðgerða sem eru ógnandi fyrir einstakling, hóp eða stofnun/fyrirtæki; eða
b. senda nokkuð óumbeðið efni á borð við auglýsingar, kynningarefni eða samskipti, þ.m.t. tölvupóst, ruslpóst, keðjubréf eða aðrar beiðnir.
2.3 Allt efni sem metið er óviðeigandi, ólöglegt eða ósamhæft kann að vera takmarkað eða fjarlægt. Við notum samsetningu kerfa til að greina og meta efni sem búið er til af þjónustum okkar eða hlaðið upp í þeim og brýtur gegn reglum okkar, s.s. þessum skilmálum, þjónustuskilmálum Google eða almennum lögum. En við vitum að stundum gerum við mistök. Ef þú telur að efni þitt brjóti ekki gegn þessum skilmálum eða hafi verið fjarlægt fyrir mistök geturðu áfrýjað.
Notkun þín á þjónustu okkar kann að vera takmörkuð eða reikningi þínum lokað tímabundið eða varanlega ef:
Nánari upplýsingar um það hvers vegna við lokum reikningum og hvað gerist í kjölfarið má finna á þessari síðu í hjálparmiðstöðinni. Ef þú telur að Google-reikningnum þínum hafi verið lokað, tímabundið eða varanlega, fyrir mistök geturðu áfrýjað þeirri ákvörðun.