haust
Útlit
Íslenska
Nafnorð
haust (hvorugkyn); sterk beyging
- [1] ein af árstíðunum fjórum. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir september, október og nóvember almennt taldir til hausts, en á suðurhveli eru mánuðirnir mars, apríl og maí haustmánuðir.
- Andheiti
- Yfirheiti
- [1] árstíð
- Afleiddar merkingar
- [1] haustfiðrildi, haustkvöld, haustlag, haustlamb, haustlangur, haustnótt, haustnætur, haustselur, haustull, haustútsala, haustveður
- [1] sumarhaust, vetrarhaust
- Sjá einnig, samanber
- Dæmi
- [1] Veðurstofa Íslands telur haust vera október og nóvember. Á haustin styttir dag mjög hratt og í kjölfarið kólnar og gróður sölnar.
Þýðingar
[breyta]
þýðingar
- Tilvísun
„Haust“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „haust “