Fara í innihald

Latnesk orðatiltæki

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Eftirfarandi er listi með latneskum orðtökum og málsháttum.


A B C D E F G H I eða J L M N O P Q R S T U eða V

  • „Vinurinn er annað sjálf“
  • Latína: Alter ipse amicus
Upprunalega úr Siðfræði Níkómakkosar 1166a31 eftir gríska heimspekinginn Aristóteles
  • „Föðurlandsástin er okkar lög“
  • Latína: Amor patriae nostra lex.
  • „Lærðu eða farðu!“
  • Latína: Aut disce aut discede
  • „Stríð allra gegn öllum“
  • Latína: Bellum omnium contra omnes
  • „gríptu augnablikið“
  • Latína: Carpe diem
Horatius, Carmina I.11
  • „Varastu hundinn“
  • Latína: Cave canem
  • „Ég hugsa, þess vegna er ég.“
  • Latína: Cogito ergo sum
René Descartes í Orðræðu um aðferð
  • „Deildu og drottnaðu!“
  • Latína: Divide et impera!
  • „Við lærum með því að kenna“
  • Latína: Docendo discimus.
Seneca yngri
  • „Að vera er að vera skynjaður“
  • Latína: Esse est percipi
George Berkeley
  • „Ekkert verður til úr engu.“
  • Latína: Ex nihilo nihil fit.
Lucretius
  • „Flýttu þér hægt!“
  • Latína: Festina lente!
  • „Verði ljós!“
  • Latína: Fiat lux!
Úr Vúlgötunni, latneskri þýðingu Biblíunnar, 1. Mósebók
  • „Lukkan er blind“
  • Latína: Fortuna est caeca
Cicero
  • „Grikkland hernumið hernam villtan sigurvegarann“
  • Latína: Graecia capta ferum victorem cepit
Hóratíus
  • „Bækur eiga sín örlög“
  • Latína: Habent sua fata libelli.
  • „Ég er maður, ég tel mér ekkert mannlegt óviðkomandi“
  • Latína: Homo sum, humani nihil a me alienum puto.
Terentius

Athugið: I og J eru sami stafurinn í latínu.

  • „Vanþekking á lögum er ekki afsökun“
  • Latína: Ignorantia legis non excusat
  • „Í víni er sannleikur“
  • Latína: In vino veritas.
  • „Maður er manni vargur.“
  • Latína: Lupus est homo homini.
  • „Heilbrigð sál í hraustum líkama“
  • Latína: Mens sana in corpore sano
  • „Enginn dansar allsgáður, nema hann sé ef til vill brjálaður“
  • Latína: Nemo saltat sobrius nisi fortasse insanit.
Cicero
  • „Enginn er lastalaus maður“
  • Latína: Nemo sine vitio est.
Seneca eldri
  • „Þekktu sjálfan þig!“
  • Latína: Nosce te ipsum!
Latnesk útgáfa einkunnarorða véfréttarinnar í Delfí
  • „Nú skal drukkið“
  • Latína: Nunc est bibendum
Hóratíus, Carmina I.37.1
  • „Hvílíkir tímar! Hvílíkir siðir!“
  • Latína: O tempora, o mores
Cicero, Gegn Catilinu I
  • „Þeir mega hata svo lengi sem þeir óttast“
  • Latína: Oderint dum metuant
  • „Ástin sigrar allt“
  • Latína: Omnia vincit amor
Virgill, Eclogae 10.69
  • „Brauð og leikar“
  • Latína: Panem et circenses
Juvenalis
  • „Sá vinnur sem þorir“
  • Latína: Qui audet vincit.
  • „Róm var ekki byggð á einum degi“
  • Latína: Roma die uno non aedificata est
  • „Það er ekkert nýtt undir sólinni“
  • Latína: Sub sole nihil novi est
  • „Ég óttast Grikki, einnig þegar þeir færa gjafir“
  • Latína: Timeo Danaos et dona ferentes
Virgill, Eneasarkviða II.49

Athugið: U og V er sami stafurinn í latínu.

  • „Þar sem er reykur, þar er eldur“
  • Latína: Vbi fumus, ibi ignis
  • „Ég kom, ég sá, ég sigraði“
  • Latína: Veni Vidi vici.
  • „Sannleikurinn sigrar allt“
  • Latína: Vincit omnia veritas.