W3C-tilmæli
Útlit
W3C-tilmæli er lokastig staðfestingarferlis Alþjóðasamtaka um veraldarvefinn (W3C) fyrir nýjar viðmiðunarreglur eða staðla sem samtökin gefa út. Drög að reglum verða að tilmælum eftir ítarlegt umsagnarferli þar sem tekið er tillit til athugasemda bæði frá aðildarfélögum W3C og almenningi. W3C-tilmæli eru í reynd alþjóðlegir staðlar fyrir Veraldarvefinn.