Vatnshjól
Útlit
Vatnshjól er vél sem breytir vatnsafli, orkunni úr fljótandi eða fallandi vatni, í nýtilega orku. Eins og nafnið gefur til kynna er vatnshjólið í reynd hjól sem er komið fyrir lóðrétt á láréttum öxli, þannig að það kemst í snertingu við fljótandi eða fallandi vatn. Út af hjólinu standa blöð eða eins konar fötur eða ílát sem vatnsstraumurinn knýr svo áfram þannig að hjólið snýst og orka verður til.
Vatnshjól voru algeng í Evrópu og Norður-Ameríku á tímabili Iðnbyltingarinnar, sér í lagi frá byrjun 19. aldar. Tilraunir breska verkfræðingsins Johns Smeaton (1724-1792) juku mjög á skilvirkni vatnshjóla.
Vatnshjól voru mikið notuð til að knýja myllur og voru því oft kölluð mylluhjól.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vatnshjólum.