Varsjárgettóið
Útlit
Varsjárgettóið (pólska: Getto Warszawskie) var stærsta gettóið í Evrópu á tímum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Því var komið á fót í höfuðborg Póllands í október og nóvember 1940 en þar bjuggu 400.000 gyðingar á svæði sem var 3,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Úr gettóinu voru um það bil 254.000 íbúar sendir til fangabúða sumarið 1942. Í janúar næsta ár byrjaði uppreisnin í Varsjárgettóinu þar sem 50.000 gyðingar til viðbótar voru drepnir. Uppreisninni lauk í maí og hafði þá gettóið verið lagt nær algerlega í rúst. Samtals dóu í það minnsta 300.000 pólskir gyðingar í gettóinu eða voru fluttir þaðan í útrýmingarbúðir.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Varsjárgettóinu.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Warsaw Ghetto“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. maí 2012.