Fara í innihald

Tepoki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ýmislegir tepokar

Tepoki er lítill, gljúpur poki sem inniheldur telauf og stundum aðrar jurtir. Tepokar eru yfirleitt gerðir úr pappír, silki eða plasti. Pokinn heldur telaufunum inni í sér meðan á verið er að laga teið, sem auðveldar það að fjarlægja þau. Sumir tepokar eru með strengi með miða á öðrum endanum sem auðveldar það að fjarlægja pokann og bendir á tetegundina.

Elstu tepokarnir voru gerðir úr silki en var fyrst sótt um einkaleyfi á þeim árið 1903. Byrjað var að selja þá fyrir árið 1904 í verslun í New York en þeir voru fluttir svo út um allan heim. Ætlað var að kaupendur fjarlægðu lausu telaufin úr pokunum en þeim fannst þægilegra að laga te með telaufin í.

Í dag eru flestir tepokar gerðir úr pappírstrefjum. Þess konar tepoki, sem límdur er saman með hita, var fundinn upp af William Hermanson Bandaríkjamanni. Rétthyrndur tepoki var ekki fundinn upp fyrir 1944 en fyrr líktust flestir tepokar litlum sekkjum.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.