Svarti páfinn
Útlit
Svarti páfinn, Praepositus Generalis eða „æðsta höfuð samfélags Jesú“ er æðsti yfirmaður Jesúítareglunar. Ekkert eiginlegt titilnafn er til á íslensku yfir stöðu „Svarta páfans“, en hann hefur hlotið þetta gælunefni víðsvegar um heiminn vegna stöðu sinnar sem yfirmaður stærstu kaþólsku karlareglu heims, og vegna þess að hann er ávallt svartklæddur andstætt páfanum sjálfum sem er hvítklæddur. Varast ber að rugla þessum óformlega titli yfirmanns Jesúítareglunar við gælunafnið sem Anton Lavey stofnandi kirkju Satans hlaut á 7. áratugnum.