Fara í innihald

Otto Liebe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Otto Liebe
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
30. mars 1920 – 5. apríl 1920
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. maí 1850
Kaupmannahöfn, Danmörku
Látinn5. apríl 1929 (78 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
StarfLögfræðingur
Undirskrift

Carl Julius Otto Liebe (24. maí 18505. apríl 1929) var danskur lögfræðingur sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur í tæpa viku árið 1920.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Carl Liebe fæddist í Kaupmannahöfn. Faðir hans var Carl Christian Vilhelm Liebe, íhaldssamur stjórnmálamaður og þingmaður. Hann lauk prófi í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og varð einn virtasti lögmaður Danmerkur.

Árið 1920 setti Kristján 10. konungur dönsk stjórnmál í uppnám þegar hann setti af ríkisstjórn Carl Theodor Zahle vegna óánægju með hvernig hún hefði staðið að málum varðandi mögulega innlimun Suður-Jótlands. Í hans stað skipaði konungur nýja ríkisstjórn und forsæti Liebe, sem stjórna skyldi landinu fram að næstu kosningum. Liebe og aðrir ráðherrar hinna nýju stjórna voru ekki virkir þátttakendur í stjórnmálum, þótt þeir væru flestir taldir hægrisinnaðir í skoðunum.

Ákvörðun konungs mæltist illa fyrir og var talað um valdarán hans. Hörð viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar og fleiri afla olli því að konungur skipaði þegar nýja utanþingsstjórn undir forsæti Michael Pedersen Friis. Liebe gegndi því forsætisráðherrastarfinu ekki nema í fimm daga, sem er met í danskri stjórnmálasögu. Afskiptum hans af dönskum stjórnmálum lauk með þessu. Hann lést árið 1929.


Fyrirrennari:
Carl Theodor Zahle
Forsætisráðherra Danmerkur
(30. mars 19205. apríl 1920)
Eftirmaður:
Michael Pedersen Friis