Fara í innihald

Laddi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laddi
FæddurÞórhallur Sigurðsson
20. janúar 1947 (1947-01-20) (77 ára)
Fáni Íslands Hafnarfjörður, Ísland
Önnur nöfnLaddi
Ár virkur1970 - nú
BörnMarteinn
Ívar
Arnþór
Þórhallur
Helstu hlutverk
Doktor Saxi í Heilsubælið (1986); Salómon í Stella í orlofi (1986) og Stella í framboði (2002); Theódór Ólafsson í Magnús (1989)

Þórhallur Sigurðsson (f. 20. janúar 1947), best þekktur sem Laddi, er íslenskur leikari, söngvari, lagahöfundur og skemmtikraftur. Hann hefur gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt í miklum fjölda skemmtiþátta sem handritshöfundur og leikari, t.d Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni. Einnig hefur hann leikið í mörgum Áramótaskaupum og tekið þátt í að semja þau. Hann hefur skapað fjöldann allan af persónum fyrir dagskrárgerð í Sjónvarpinu og á Stöð 2, eins og Þórð húsvörð (Stundin okkar), Eirík Fjalar (Áramótaskaup 1980), Saxa lækni (Heilsubælið), Skúla rafvirkja (Allt í ganni), Magnús bónda (Spaugstofan), Ho Si Mattana, Elsu Lund (Á tali hjá Hemma Gunn), Martein Mosdal, og svo framvegis. Kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru meðal annars Stella í orlofi, Stella í framboði, Magnús, Regína, Íslenski draumurinn, Jóhannes, Ófeigur gengur aftur og fleiri. Hann hefur líka starfað mikið í leikhúsi, en frægustu hlutverk hans á þeim vettvangi eru líklega Fagin í Óliver Twist og tannlæknirinn í Litlu hryllingsbúðinni.

Laddi var í tvíeykinu Halla og Ladda ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Þeir bræður nutu gríðarlegra vinsælda á áttunda áratug tuttugustu aldar, þóttu ómissandi í skemmtiþáttum í sjónvarpi og gáfu út nokkrar hljómplötur með tónlist og gamanmálum. Þekktasta plata þeirra er líklega Látum sem ekkert C, sem þeir gerðu ásamt Gísla Rúnari Jónssyni árið 1976.

Laddi hóf tónlistarferil sinn sem trommari í hljómsveitinni Föxum. Hann hefur samið fjölda laga og mörg þeirra hafa náð miklum vinsældum, til dæmis „Sandalar“, „Austurstræti“ og „Búkolla“, en útgefin lög hans og textar skipta tugum. Hann starfaði um tíma með hljómsveitunum Brunaliðinu og HLH-flokknum, en mest af tónlistarefni hans hefur komið út á sólóplötum eins og Einn voða vitlaus og Deió, auk þess sem það er að finna á fjölmörgum safnplötum.

Á níunda áratugnum stofnuðu Halli og Laddi HLH-flokkinn ásamt Björgvini Halldórssyni. Hljómsveitin stældi útlit og tónlistarstíl rokktímans á 6. áratugnum og átti nokkra sívinsæla smelli eins og „Riddari götunnar“, „Seðill“ og „Í útvarpinu heyrði lag“.

Laddi tók þátt í stofnun Spaugstofunnar 1985 og starfaði með þeim hóp fyrstu árin. Hann skaut líka upp kollinum í seinni þáttum Spaugstofunnar, oftast sem gestaleikari, en veturinn 2013-14 tók hann þátt í heilli þáttaröð á Stöð 2. Hann hefur talsett mikinn fjölda teiknimynda og kvikmynda og má þar nefna Aladdín, Konung ljónanna, Múlan, Rústaðu þessu Ralph, Frosinn, Brakúla og margar fleiri. Þó var það ef til vill eftirtektarverðast þegar hann talsetti alla teiknimyndaþættina um Strumpana einn síns liðs frá 1985.

Árið 2007 setti Laddi upp sýninguna Laddi 6-tugur í Borgarleikhúsinu til að fagna sextugsafmæli sínu. Í byrjun áttu bara að vera 4 sýningar en vegna mikillar aðsóknar varð sýningin ein vinsælasta grínsýning sem sett hefur verið upp á Íslandi. Sex árum var sýningin Laddi lengir lífið sett upp í Hörpu. Þar sló Laddi enn á nýja strengi, afhjúpaði sjálfan sig og fortíð sína og leyfði áhorfendum að skyggnast inn í sálarlíf mannsins sem hafði skemmt þeim svo vel í öll þessi ár.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Laddi á fjóra syni: Martein Böðvar, Ívar Örn, Arnþór Ara og Þórhall, sem vann keppnina Fyndnasti maður Íslands árið 2007.[1][2]

Hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Hljómplata Hljómsveit Útgefandi
1976 Látum sem ekkert C Halli og Laddi Ýmir
1976 Jólastjörnur Gunnar Þórðarson Ýmir
1977 Fyrr má nú aldeilis fyrrvera Halli og Laddi Hljómplötuútgáfan
1978 Hlúnkur er þetta Halli og Laddi Hljómplötuútgáfan
1978 Úr öskunni í eldinn Brunaliðið Hljómplötuútgáfan
1978 Með eld í hjarta Brunaliðið Hljómplötuútgáfan
1979 Burt með reykinn Brunaliðið Hljómplötuútgáfan og Tóbaksvarnarráð
1979 Í góðu lagi HLH flokkurinn Skífan
1979 Glámur og Skrámur í sjöunda himni Hljómplötuútgáfan
1980 Umhverfis jörðina á 45 mínútum Halli og Laddi Hljómplötuútgáfan
1981 Deió Steinar
1981 Laddi - Stór pönkarinn Steinar
1982 Hurðaskellir og Stúfur staðnir að verki Steinar
1983 Á túr (eða þannig séð) Skífan
1983 Allt í lagi með það Steinar
1984 Jól í góðu lagi HLH flokkurinn Steinar
1984 Í rokkbuxum og strigaskóm HLH flokkurinn Steinar
1985 Einn voða vitlaus Steinar
1987 Ertu búin að vera svona lengi? Steinar
1989 Heima er best HLH flokkurinn Skífan
1989 Einu sinni voru Halli & Laddi Halli og Laddi Skífan
1990 Of feit fyrir mig Skífan
1990 Bestu vinir aðal Steinar
1991 Jólaball með Dengsa og félögum Skífan
1995 Halli og Laddi í Strumpalandi Halli og Laddi Skífan
2002 Royi Roggers Halli og Laddi Íslenskir tónar
2005 Brot af því besta: Halli og Laddi Halli og Laddi Íslenskir tónar
2006 Hver er sinnar kæfu smiður Íslenskir tónar
2007 Jóla hvað? Íslenskir tónar
2010 Bland í poka Sena
2022 Það er aldeilis Alda Music
2023 Snjókorn falla Alda Music

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1976 Áramótaskaup 1976 Ýmsir
1977 Undir sama þaki Sjónvarpsþættir
1980 Veiðiferðin
Áramótaskaup 1980
1981 Jón Oddur og Jón Bjarni
1982 Þættir úr félagsheimili Nýlistamaður Sjónvarpsþættir
Áramótaskaup 1982 Ýmsir
1983 Hver er... Sveinn Sjónvarpsmynd
1984 Gullsandur Hljómsveitarstjóri
Bíódagar
Áramótaskaup 1984 Ýmsir
1985 Hvítir mávar Karl
Löggulíf Hilmar vatnsveitumaður
Áramótaskaup 1985 Ýmsir
1986 Stella í orlofi Salomon
Heilsubælið Ýmsir Sjónvarpsþættir
Áramótaskaup 1986 Ýmsir
1987 Spaug til einhvers Ýmsir Sjónvarpsþættir
1989 Kristnihald undir jökli Jódínus Álfberg
Magnús Thedór Ólafsson
1991 Áramótaskaup 1991
1992 Ingaló Landsambandsmaður 2
Ævintýri á Norðurslóðum Hestakaupandi
Karlakórinn Hekla Jón
1994 Bíódagar Valdi
1995 Áramótaskaup 1995
Einkalíf Sigurður aðstoðarvarðstjóri
1996 Áramótaskaup 1996
1997 Fornbókabúðin Sjónvarpsþættir
1998 Áramótaskaup 1998
1999 Áramótaskaup 1999
2000 Íslenski draumurinn Búðareigandi
Ikíngut Þjónn sýslumanns
2001 Regína Jordan
2002 Litla lirfan ljóta Maríuhænan Stuttmynd
Stella í framboði Salomon
2003 Áramótaskaup 2003
2004 Áramótaskaup 2004
2005 Kallakaffi Sjónvarpsþættir
Áramótaskaup 2005
2006 Áramótaskaup 2006
2007 Áramótaskaup 2007
2008 Stóra planið
Svartir englar Geir Sjónvarpsþættir
Einu sinni var... Herra Frímax Stuttmynd
2009 Jóhannes Jóhannes
Bjarnfreðarson Skólastjóri
2010 Steindinn okkar
Hæ Gosi Reynir Sjónvarpsþættir
2011 Rokland Keli
Okkar eigin Osló Havel
L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra Kiddi
Algjör Sveppi og töfraskápurinn
Áramótaskaup 2011
2012 Svartur á leik Búðareigandi
2013 Ófeigur gengur aftur Ófeigur
The Secret Life of Walter Mitty Togaraskipstjóri
Fólkið í blokkinni Sjónvarpsþættir
Áramótaskaup 2013
2013-

2014

Spaugstofan Ýmis hlutverk
2014 Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst Símon
Áramótaskaup 2014
2015 Áramótaskaup 2015
2016 Borgarstjórinn Gunnar endurskoðandi Sjónvarpsþættir
Spaugstofan Ýmis hlutverk Þátturinn "Andspyrnuhreyfingin"
2018 Fullir vasar
2019 Monsurnar Sindri Sjónvarpsþættir
Agnes Joy Gestur 1
Áramótaskaup 2019
2020 Jarðarförin mín Benedikt Sjónvarpsþættir
Amma Hófí Pétur
Áramótaskaup 2020
2022 Brúðkaupið mitt Benedikt Sjónvarpsþættir
Vitjanir Logi
Gary Grayman Skuggalega veran Stuttmynd
2023 Arfurinn minn Benedikt
Áramótaskaup 2023 Hann sjálfur

Talsetning teiknimynda

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemdir
1940 Dúmbó Lest og aðrar raddir 2001 talsetningu
1955 Hefðarfrúin og umrenningurinn Bjór 1997 talsetningu
1970 Hefðarkettirnir Valdi og Svali 2000 talsetningu
1986 Valhöll Loki
1990 Fuglastríðið í Lumbruskógi Skaði 2
1991 Rokna-Túli Chanticleer
1992 Aladdín Andi
Tommi og Jenni mála bæinn rauðan Fjármundur
1993 Skógardýrið Húgó ???
1994 Þumalína Jakamó / Rottur prestur
Konungur ljónanna Tímon
1995 Jafar snýr aftur Andi
1997 Herkúles Pínir og Hermes
Aladdín og konungur þjófanna Andi
1998 The Swan Princess: Escape from Castle Mountain Hrói Lávörður
Konungur ljónanna 2: Stolt Simba Tímon
Pöddulíf Kornelíus
Múlan Múshú
Óliver og félagar Fagin
1999 Svanaprinsessan og töfrar konungsríkisins Rogers
Leikfangasaga 2 Zurgur
2000 Hjálp! Ég er fiskur Professor F.O. McKrill
102 dalmatíuhundar Roger
2001 Shrek Asni
Atlantis: Týnda borgin Fengur
Mjallhvít og dvergarnir sjö Glámur
2002 Lilo og Stitch Blikkdal
Gullplánetan B.E.N.
2003 Leitin að Nemo Goggi
Sinbað Rotta
Kötturinn með höttinn
2004 Björn bróðir Rutti
Shrek 2 Asni
Múlan 2 Múshjú
Hákarlasaga Bernie
Konungur ljónanna 3: Hakuna Matata Tímon
Gauragangur í sveitinni Lukku-Skanki
2005 Lilo og Stitch 2: Stitch fær skammhlaup Pilikdal
Valíant Lofty
Vélmenni Fender
Madagaskar Julien konungur
2006 Skógarstríð Herra Weenie
Leroy og Stitch Blikkdal
Björn bróðir 2 Rutti
Bílar Krókur
Maurahrellirinn Fly
2007 Shrek 3 Asni
Öskubuska 3: Hvað ef skórinn passar ekki? Prestur
Bee Movie Elk
Shrek-um Hús Asni
Brettin upp Mikey Abromowitz
2008 Horton Hvervar bæjarstjóri
Madagaskar 2 Julien konungur
Skógarstríð 2 Herra Weenie
2009 Prinsessan og froskurinn Ray
Merry Madagaskar Julien konungur
2010 Skógarstríð 3 Herra Weenie
Shrek: Sæll alla daga Asni
Leikfangasaga 3 Rosi
2011 Bílar 2 Krókur
Stígvélaði kötturinn Auka rödd
2012 Madagaskar 3 Julien konungur
Rústaðu þessu Ralph Nammikóngur
2013 Frosinn Hertoginn af Mararbæ
2016 Vaiana Eyjabúi #3
Tröll Ögn og Bubbli
Zootropolis Hertogi af Weaselton
Ísöld: Ævintýrið mikla Teddi
2017 Coco Tío Óscar / Tío Felipe
Bílar 3 Krókur
2018 Ralph breaks the internet Nammikóngur
Hin ótrúlegu 2 Auka rödd
2019 Frosinn 2 Hertoginn af Mararbæ
2022 Stígvélaði Kötturinn 2: Hinsta Óskin Krikket

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Þórhallur Sigurðsson - Laddi“. Dagblaðið Vísir (15): 62. 1997.
  2. „Þórhallur fyndnastur“. Morgunblaðið (96): 47. 2007.