Líkamsgerð
Útlit
Hinar þrjár líkamsgerðir riðvaxinn, kraftvaxinn og rengluvaxinn eru sýndarvísindaleg flokkun á líkamsgerð dýra þróuð um 1940 af bandaríska sálfræðingnum William Sheldon sem vildi setja fram tengsl á milli líkamslags og skapgerðar manna. Flokkunin er mjög einföld og ekki viðurkennd í lífeðlisfræði en er þó oft notuð enn þann dag í dag til að lýsa gróflega líkamslagi fólks.
- Rengluvaxnir einstaklingar einkennast af löngum hand- og fótleggjum, stuttum bol, háu enni, grannar axlir. Þeir eru með langa og mjóa vöðva og lítið af líkamsfitu og eru oft kallaðir grannvaxnir.
- Kraftvaxnir einstaklingar eru með hlutfallslega meiri vöðvamassa en riðvaxnir, stærri bein og vel skilgreindan búk auk þess að vera með lítið af líkamsfitu. Þeir eru með breiðar axlir og grannt mitti.
- Riðvaxnir einstaklingar einkennast af aukinni fitusöfnun á líkamanum og eru ýmist epla- eða perulaga eftir því hvar hún safnast fyrir. Þeir eru þar að auku með stærra meltingarkerfi, breytt mitti og eru stórbeinóttir.