Fara í innihald

Kansas (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kansas árið 2016.

Kansas er bandarísk rokkhljómsveit sem reis til frægðar á 8. áratug 20. aldar og hefur selt átta gullplötur (yfir 500.000 eintök seld). Meðal frægustu laga þeirra eru Carry On Wayward Son and Dust in the Wind. Þau samdi Kerry Livgren sem var í sígildu liðskipan sveitarinnar.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1969 í Topeka, Kansas sem The Reasons Why en breyttu því í núverandi nafn ári síðar. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 1974. Áhrifavaldar Kansas koma úr ýmsum áttum: Framsækið rokk, djass, klassísk tónlist og þjóðlagatónlist. Sveitin er þekkt fyrir miklar taktbreytingar í lögum sínum. Árið 2014 hætt upprunalegi söngvarinn Steve Walsh í sveitinni. Kansas ætlaði að spila í Hörpu 4. júní, 2017 en hljómsveitin hætti við Evróputúr sinn vegna hugsanlegrar hryðjuverkaógnar.

Núverandi meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Rich Williams - gítar (1973–1984, 1985–)
  • Phil Ehart - drums, percussion (1973–1984, 1985–)
  • Billy Greer - bassi, kassagítar og bakraddir (1985-)
  • David Ragsdale - fiðla, gítar og bakraddir (1991–1997, 2006–)
  • Ronnie Platt - söngur og hljómborð (2014–)
  • David Manion - hljómborð og bakraddir (2014–)
  • Zak Rizvi - gítar og bakraddir (2016–)

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kerry Livgren - Gítar (1974-1984)
  • Steve Walsh - Söngur og hljómborð (1974–81, 1985–2014)
  • John Elefante – Söngur og hljómborð (1981–84)
  • Robby Steinhardt – fiðla (1974–82, 1997–2006)
  • Dave Hope – bassi (1974–84)
  • Steve Morse – gítar (1985–89)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kansas (1974)
  • Song for America (1975)
  • Masque (1975)
  • Leftoverture (1976)
  • Point of Know Return (1977)
  • Monolith (1979)
  • Audio-Visions (1980)
  • Vinyl Confessions (1982)
  • Drastic Measures (1983)
  • Power (1986)
  • In the Spirit of Things (1988)
  • Freaks of Nature (1995)
  • Always Never the Same (1998)
  • Somewhere to Elsewhere (2000)
  • The Prelude Implicit (2016)
  • The Absence of Presence (2020)