Fara í innihald

Húðgötun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geirvörtugatanir og eyrnagatanir

Húðgötun eða líkamsgötun á við það að stinga gat á líkamshluta sem setja má skartgrip í. Hún flokkast til líkamsbreytinga. Húðgötun hefur verið stunduð í ýmsum menningum í gegnum tíðina. Helstu tegundir húðgatanna eru eyrnagötun og nefgötun en þær hefur verið víða að finna í sögulegum heimildum og uppgröftum. Elstu múmíurnar voru uppgötvaðar með eyrnalokkum, sem sýnir að húðgötun hafði verið stunduð fyrir að minnsta kosti 5.000 árum. Fyrstu merki um nefgötun eru frá 1.500 f.Kr.

Þó að mörg merki um eyrna- og nefgötun séu til um allan heim er lítið um vara- og tungugötun fyrir utan afrískar og norður-amerískar ættarmenningar. Geirvörtugötun og kynfæragötun hafa líka verið löngu stundaðar, fyrstu merki um geirvörtugötun eru frá Rómaveldinu og heimildir um kynfæragötun lýsa þessu fyrirbæri á Indlandi um 320–500 f.Kr. Uppruni naflagötunnar er ekki svo skýr. Í Vesturlöndum hafa vinsældir húðgötunnar sveiflast í gegnum tíma, en hafa farið vaxandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, þannig að í dag er hún orðin hluti af meginstraumsmenningu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.