Guðmundur Árni Stefánsson
Guðmundur Árni Stefánsson | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Félagsmálaráðherra | |||||||||||||||||
Í embætti 23. júní 1994 – 11. nóvember 1994 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Davíð Oddsson | ||||||||||||||||
Forveri | Jóhanna Sigurðardóttir | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Rannveig Guðmundsdóttir | ||||||||||||||||
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra | |||||||||||||||||
Í embætti 14. júní 1993 – 23. júní 1994 | |||||||||||||||||
Forsætisráðherra | Davíð Oddsson | ||||||||||||||||
Forveri | Sighvatur Björgvinsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Sighvatur Björgvinsson | ||||||||||||||||
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar | |||||||||||||||||
Í embætti 1986–1993 | |||||||||||||||||
Forveri | Einar Ingi Halldórsson | ||||||||||||||||
Eftirmaður | Ingvar Viktorsson | ||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 31. október 1955 Hafnarfirði, Íslandi | ||||||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Samfylkingin (2000–) Alþýðuflokkurinn (fyrir 2000) | ||||||||||||||||
Maki | Jóna Dóra Karlsdóttir (g. 1977) | ||||||||||||||||
Börn | 6 | ||||||||||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðmundur Árni Stefánsson (f. 31. október 1955 í Hafnarfirði) er íslenskur sendiherra, stjórnmálamaður og fyrrverandi ráðherra. Hann var Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 1993 til 1994 og félagsmálaráðherra árið 1994. Hann var þingmaður frá 1993–2005 fyrir Alþýðuflokkinn, Samfylkinguna. Hann var sendiherra Íslands í Washington D.C.og er núverandi varaformaður Samfylkingarinnar.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Guðmundur er sonur Stefáns Gunnlaugssonar alþingismanns og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur. Tveir bræður hans, Finnur Torfi Stefánsson og Gunnlaugur Stefánsson, hafa einnig verið alþingismenn.
Guðmundur starfaði við blaðamennsku og þáttagerð í útvarpi þar til hann varð bæjarstjóri í Hafnarfirði fyrir Alþýðuflokkinn 1986. Því starfi gegndi hann þar til hann settist á þing árið 1993 og í júní sama ár varð hann heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.[1] Ári síðar varð hann félagsmálaráðherra en gegndi embættinu aðeins í nokkra mánuði.[2]
Hann var í hópi yngstu leiðtoga Alþýðuflokksins og oft rætt um hann sem arftaka Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra og leiðtoga flokksins. Guðmundur Árni varð hins vegar fyrir gagnrýni vegna embættisfærslna sinna, einkum fyrir að hygla vinum og frændum þegar kom að embættisveitingum og ýmsum sporslum. Mest gekk á út af starfslokum Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis árið 1993. Varð þetta til þess að Guðmundur sagði af sér ráðherraembætti 11. nóvember 1994.
Hann sat áfram á Alþingi þar til hann var skipaður sendiherra Íslands í Svíþjóð árið 2005. Þann 17. janúar 2012, afhenti hann Barack Obama Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Washington D.C.
Guðmundur bauð sig á ný fram til bæjarstjórnar í Hafnarfirði í kosningunum 2022. Á landsfundi Samfylkingarinnar í október sama ár bauð hann sig fram til varaformanns flokksins og var sjálfkjörinn án mótframboðs.[3] Guðmundur tilkynnti um að hann sæktist eftir forystusæti á lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2024 en féll svo frá því af heilsufarsástæðum og lýsti yfir stuðningi við Ölmu Möller í efsta sæti listans.[4]
Fjölskylduhagir
[breyta | breyta frumkóða]Guðmundur Árni og kona hans, Jóna Dóra Karlsdóttir, misstu tvo elstu syni sína í eldsvoða árið 1985. Þau eiga fjögur önnur börn.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Breytingar á ríkisstjórn staðfestar á ríkisráðsfundi“, Morgunblaðið 15. júní 1993 (skoðað 9. ágúst 2019)
- ↑ Alþingi, Æviágrip - Guðmundur Árni Stefánsson (skoðað 8. ágúst 2019)
- ↑ Árni Sæberg (28. október 2022). „Guðmundur Árni sjálfkjörinn varaformaður“. Vísir. Sótt 28. október 2022.
- ↑ Alma Ómarsdóttir (19. október 2024). „Guðmundur Árni víkur vegna veikinda og Alma sækist eftir fyrsta sæti“. RÚV. Sótt 19. október 2024.
- Kjörnir Alþingismenn 1991-2000
- Kjörnir Alþingismenn 2001-2010
- Fólk fætt árið 1955
- Þingmenn Alþýðuflokksins
- Heilbrigðisráðherrar Íslands
- Félagsmálaráðherrar Íslands
- Sendiherrar Íslands í Bandaríkjunum
- Varaformenn Alþýðuflokksins
- Varaformenn Samfylkingarinnar
- Þingmenn Samfylkingarinnar
- Bæjarstjórar Hafnarfjarðar