Fara í innihald

Flugan (stjörnumerki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnukort af Flugunni.

Flugan (latína: Musca) er lítið stjörnumerki á suðurhimni. Hún er eitt af 12 stjörnumerkjum sem Petrus Plancius skilgreindi eftir athuganir Pieter Dirkszoon Keyser og Frederick de Houtman og kom fyrst út á stjörnukorti árið 1597.

Björtustu stjörnur stjörnumerkisins eru hlutar af Sco-Cen-stjörnufélaginu sem er það stjörnufélag sem er næst sólu. Þetta er hópur bláhvítra stjarna sem virðast eiga sér sama uppruna og eru á sömu ferð um Vetrarbrautina. Bjartasta stjarnan er Alfa Muscae í miðju stjörnumerkinu í um 315 ljósára fjarlægð frá jörð.