Ella konungur
Útlit
Ella (d. 21. mars 867) var konungur Norðymbralands. Hans er getið í fornaldarsögum vegna deilna sinna við Ragnar loðbrók og syni hans. Ella á að hafa drepið Ragnar með því að varpa honum í ormagryfju. Synir Ragnars hefndu sín og drápu Ella með því að rista á hann blóðörn. Í enskum annálum er Ella sagður hafa dáið í bardaga við víkinga.