Fara í innihald

Deildaskipan herja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Deildaskipan herja tilgreinir þau heiti sem mismunandi stærðir herafla hljóta. Hvert stig stendur saman af tveimur eða fleiri einingum af næsta stigi fyrir neðan. Þannig eru að minnsta kosti tvær stórdeildir í einum her, og oftast fleiri.

Eftirfarandi er listi yfir heitin sem notuð eru, í lækkandi röð (stærst efst), og stöðluð NATO tákn fyrir hernaðareinguna koma á eftir:

Til hægðarauka er líka rétt að benda á að í hvert sinn sem farið er stigi ofar bætast við ýmsar stoðdeildir í hverja einingu þannig að heildarfjöldi hermanna er hærri heldur en einföld samlagning undirsveita gefur til kynna eftir því sem farið er ofar í deildarskipanina.

Her og uppbygging herja

[breyta | breyta frumkóða]

Uppbygging herja

[breyta | breyta frumkóða]

Á íslensku má alltaf finna orð en skiljanlega þá er íslenska ekki rík þegar kemur að uppbyggingu herja. Framtak Almenna Bókafélagsins við útgáfu Time-Life bóka um heimstyrjöldina undir ritstjórn Örnólfs Thorlaciusar vann mikið verk við þessa skilgreiningu. En samantekt þeirra var hvorki tæmandi né alveg eins og best verður á kosið. Hér er listi yfir heiti á hersveitum ásamt lýsingu á hverri einingu og stöðuheiti yfirmanns yfir hverri einingu. Til hægðarauka eru ensk nöfn höfð til samanburðar.

Í Time-Life ritröðinni notuðust höfundar oft við orð sem virðast hafa verið sett inn í flýti og án fulls skilnings á viðfangsefninu. Þannig var herdeild kölluð deild hjá þeim en það samrýmist ekki Íslenskri orðabók þar sem herdeild er notað og er mun betra hugtak yfir viðfangsefnið. Þá þvældust inn orð eins og lautnant sem er gömul danska en liðsforingi er hið rétta íslenska orð.

Algengt er að herir byggi á þrískiptu kerfi og á það sérstaklega við um minni einingar, þannig að þrjár flokksdeildir myndi undirfylki og þrjú undirfylki myndi eina hersveit. Þetta er þó breytilegt og stærri einingar, stórdeildir og upp úr eru myndaðar til að leysa verkefni hvers tíma og eru afar breytilegar. Vegna gífurlegs mannfalls í seinni heimstyrjöldinni þá var oft fækkað í undirhópum þannig að oft voru það aðeins tvær einingar sem mynduðu aðra stærri. Sovétmenn kusu byggja upp deildarskipan sína þegar leið á seinni heimstyrjöldina að hafa undirhópa veika þannig að jafnaði má skoða hvert stig hjá þeim sem einu stigi lægra hjá öðrum herjum. Sovésk skriðdreka stórdeild var þannig álíka fjölmenn og útbúinn og skriðdreka herdeild annara herja. Þetta gerðu þeir vísvitandi þar sem því stærri sem skipulagseining er því fleirri stoðdeildir hefur hún og Sovétmenn héldu inn sínum stoðdeildum þrátt fyrir að vera með mannfærri megin einingar.

Vígstöðvar (Region, Theater)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: XXXXXX

  • Vígstöðvar, heildarstjórn, sambærileg við allan herafla bandamanna á vesturvígstöðvunum eftir Normandý eða Kyrrahafsheri Bandaríkjamanna.
  • Fjöldi hermanna á bilinu 1.000.000–10.000.000 ATH! Að tölur um fjölda hermanna í öllum einingum skal skoða sem viðmiðunarstærð, frávik þekkjast með bæði hærri og lægri tölum.
  • Samanstendur af 4+ Hersöfnuðum
  • Stjórnað af: Marskálki, Hershöfðingja, fimm-stjörnu hershöfðingja (marshall, field-marshal, general, five-star general)

Hersafnaður (Army Group, Front)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: XXXXX

  • Hersafnaður, sambærilegt við hersafnaði Þjóðverja á Austurvígstöðvunum (Army Group). Líka sambærilegt við það sem að Sovétmenn kölluðu vígstöðvar (Front) en eins og þið munuð sjá notuðu Sovétmenn oft einu stigi hærra til að skilgreina það sem aðrir herir skilgreina stigi lægra.
  • Fjöldi hermanna á bilinu: 400.000–1.000.000 en getur verið hærra
  • Samanstendur af: 2+ Herjum
  • Stjórnað af: Marskálki, Hershöfðingja, fimm-stjörnu hershöfðingja (marshall, field-marshal, general, five-star general)

Tákn: XXXX

  • Her, þetta er stjórnunareining sem nær yfir margar herdeildir eða stórdeildir og berst saman án þess þó að vera sjálfbær eining. Þetta er eins og 6. her Paulusar sem var umkringdur við Stalingrad, Eyðimerkurher Rommels eða 8. her Montgomerys.
  • Fjöldi hermanna: 80.000–400.000
  • Samanstendur af: 2–4 Stórdeildum
  • Stjórnað af: Marskálki, Hershöfðingja, fimm-stjörnu hershöfðingja (marshall, field-marshal, general, five-star general)

Stórdeild (Corps)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: XXX

  • Stórdeild. Aðeins minni stjórnunareining en her og eru sóknir oft byggðar á henni. Skriðdrekar og véladeildum var oft safnað saman í stórdeild til að mynda sterka færanlega einingu. Rauði herinn skipulagði sig oft í þessari einingu og hún var sambærileg því sem aðrir herir hefðu kallað Herdeild hvað varðar mannafla. Þetta var gert af ásettu ráði, Rauði herinn setti saman stórdeildir úr 2-3 veikum herdeildum sem þeir reyndu ekki að ná að fullum styrk en héldu öllum stoðdeildum þannig að skotstyrkur þeirra var hár þó að mannafli væri minni en stórdeilda annara herja. Þetta atriði flækir oft fyrir þeim sem eru að reyna að kynna sér stríði á Austurvígstöðvunum vegna þess að sama hugtak á við um mismunandi stærðir á þeim vígstöðvum eftir því við hvaða her er átt.
  • Fjöldi hermanna: 20.000–45.000
  • Samanstendur af: 2+ herdeildum
  • Stjórnað af: Undirhershöfðingja, Stórdeildarhershöfðingja, þriggja-stjörnu hershöfðingja (lieutenant general, corps general or three-star general)

Herdeild (Division)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: XX

  • Herdeild. Þetta er fyrsta sjálfbæra einingaskipan í her (nema sjá Rauða herinn að ofan). Herdeild hefur allar stoðdeildir sem sveitin þarf, sér um aðfluttninga og hefur skiptingu í skriðdreka, fótgögnulið og stórskotalið eftir því sem við á. Meir að segja innan herja er oft munur þó að skipulagsritið sé sambærilegt, til dæmis við innrásina í Sovétríkin þá hafði 12. Panzer herdeildin (þýsk skriðdrekaherdeild) 293 skriðdreka en 1. Panzer herdeildin aðeins 145 skriðdreka. Þýsk fótgögnuliðsherdeild taldi um 17.000 menn í upphafi 1941 en Sovésk um 12.000. Þegar á leið á stríðið þá breyttust þessar tölur verulega og þýsk deild þótti góð með um 6.000 til 7.000 hermenn en Sovéskar fóru alveg niður í um 3.000 menn.
  • Fjöldi hermanna: 3.000–17.000
  • Samanstendur af: 2–4 Stórfylkjum/Hersveitum
  • Stjórnað af: Majór-hershöfðingja, hershöfðingja (major-general, divisional general or two-star general)

Stórfylki (Brigade)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: X

  • Stórfylki er svipað og hersveit en oftast aðeins stærri eða svipar til styrktar hersveitar. Mismunandi mikið notað í herjum og sumir herir sleppa þessari einingu alveg. Þjóðverjar notuðu hana þó um sjálfstæðar skriðdreka eða bryndeildir sem eru þó minni en hersveitir. Á meðan Sovétmenn notuðu stórfylki fyrir sjálfstæðar sveitir eins og landgönguliða (Marines) sem starfa oft í minni hópum en herdeild en hafa stundum eigin stoðsveitir eins og stórskotalið.
  • Fjöldi hermanna: 2.000–5.000
  • Samanstendur af: 2+ hersveitum, eða 3–6 herfylkjum
  • Stjórnað af: Fylkishershöfðingi, Stórfylkishershöfðingi, einnar-stjörnu hershöfðingi, stundum ofursta (Brigadier General, one-star general, colonel)

Hersveit (Regiment)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: III

  • Hersveit er orðin bardagaeining og sérhæfð. Hún samanstendur af einni tegund hersveita, aðeins fótgöngulið, aðeins skriðdrekar eða aðeins stórskotalið o.s.frv. Bretar hafa samt alveg sérstakt fyrirkomulag. Það sem þeir kalla hersveit er stjórnunarleg eining sem byggist á heimastöð. Hver hersveit í breska hernum á sér oft langa sögu og hefur oft aðeins tvö herfylki, annað sem er í þjálfun en hitt sem er í aðgerð. Hersveit vísar í báða hópa þannig að það gefur villandi hugmynd um styrk. Í raun má skoða breska hersveit sem herfylki.
  • Fjöldi hermanna: 1.000–5.000
  • Samanstendur af: 2+ herfylkjum
  • Stjórnað af: Ofursta (Colonel)

Herfylki (Battalion)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: II

  • Herfylki er minni stjórnunareining innan hersveitar eða stórfylkis
  • Fjöldi hermanna: 300–1.300
  • Samanstendur af: 2–6 undirfylkjum
  • Stjórnað af: Undirofursta (lieutenant colonel)

Undirfylki (Company)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: I

  • Undirfylki er minnsta orrystueining innan hers í venjulegum hernaði, að sérsveitum frátöldum. Þeir sem hafa séð þáttaröðina Band of Brothers, geta áttaði sig á því að Easy Company er E-undirfylkið.
  • Fjöldi hermanna: 80–225
  • Samanstendur af: 2–8 flokksdeildum
  • Stjórnað af: Majór, höfuðsmanni (chief warrant officer, captain or major)

Flokksdeild (Platoon)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: •••

  • Flokksdeild er minnsta skipulagasdeild undir stjórn skipaðs foringja í þessu tilviki liðsforingja, stundum nefndur lautinant. Liðsforingi er lægsta tign herforingja sem hefur undirgengist herforingja þjálfun. Þetta er líka minnsta stjórnunareining í spilinu Flames of War þó svo að innan flokksdeildar séu hópar með sérhæfingu. Aðeins sérsveitir starfa í minni starfseiningum.
  • Fjöldi hermanna: 20–55
  • Samanstendur af: 2+ flokkskvíslum
  • Stjórnað af: Liðsforingja (warrant officer, first or second lieutenant)

Flokkskvísl (section/patrol)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: ••

  • Flokkskvísl, er undirflokkun innan Flokksdeildar. Er bardagastaða. Hluti af skjóta og færa, yfirleitt tvær flokkskvíslar skjóta á andstæðing á meðan ein færir sig úr stað. En yfirleitt berst flokksdeild sem heild.
  • Fjöldi hermanna: 8–13
  • Samanstendur af: 2+ sveitum
  • Stjórnað af: liðþjálfa*, korpáli* (sergeant, corporal)

Sveit (squad)

[breyta | breyta frumkóða]

Tákn: •

  • Sveit eða áhöfn, stakur skriðdreki (fer reyndar eftir stærð, stakur Tígur gæti talist sem Flokksdeild). Vinnueining frekar en stjórnunareining. Er mögulegt að skipta niður í teymi eða skotsveit en í seinni heimstyrjöldinni þá er þetta oftast minnsta einingin.
  • Fjöldi hermanna: 3–5
  • Samanstendur af: mögulega 2+ teymum en er oftast minnsta einingin
  • Stjórnað af: korpáli* eða óbreyttum hermanni (corporal, private)

*Korpáll og liðþjálfi eru það sem kallast NCO í erlendum herjum eða non commissioned officer en það eru yfirmenn sem eru ekki foringjar heldur vinna sig upp úr stöðu óbreytts og geta að jafnaði ekki orðið hærra settir en liðþjálfi því til að verða hærra settur þá þarf viðkomandi að undirgangast lisforingjanám. Það þýðir líka að oft eru reynslumestu mennirnir í hverri sveit eru korpálar eða liðþjálfar þar sem liðsforingjar eru oft mjög ungir og óreyndir. Í flestum herjum er oft litið til liðþjálfa sem límingarnar í hernum.