Borís Spasskíj
Útlit
Boris Spasskíj | |
---|---|
Fæddur | 30. janúar 1937 |
Þekktur fyrir | Skák |
Titill | Stórmeistari |
Borís Vasíljevítsj Spasskíj (rússneska: Бори́с Васи́льевич Спа́сский) (fæddur 30. janúar 1937) er sovésk-franskur stórmeistari í skák. Hann var tíundi heimsmeistarinn í skák og hélt titlinum frá 1969 til 1972. Hann fluttist frá Sovétríkjunum til Frakklands 1976 og varð franskur ríkisborgari 1978 en sneri aftur til Rússlands árið 2012.