Battle royale
Battle royale er tegund af tölvuleik sem einkennist af því að vera fjölnotendanetleikur þar sem spilað til síðasta manns og leikjaframvindan gengur út á að lifa af, kanna leikheiminn og finna bjargráð. Í Battle royale leikjum eru tugir eða hundruð spilara í einu sem allir byrja með lágmark útbúnað og markmið þeirra er að útrýma öllum andstæðingum og reyna að forðast að vera króaðir af utan öruggra svæða sem minnka þegar líður á leikinn. Sigurvegari er seinasti spilari eða lið sem er á lífi. Tölvuleikurinn Fortnite er dæmi um Battle royale leik.
Hugtakið Battle royale um tölvuleiki sprettur upp úr japanskri kvikmynd frá 2000 með þessum titli,Battle Royale. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu þar sem þemað er að berjast til síðasta manns í leikvangi sem dregst saman.