Fara í innihald

Barentsráðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barentssvæðið

Barentsráðið (enska: The Barents Euro-Arctic Council eða BEAC) var stofnað 1993 með Kirkenes-yfirlýsingunni sem undirrituð var af fulltrúum Norðurlandanna, Rússlands og framkvæmdastjórnar ESB. Auk aðildarríkjanna eru níu áheyrnarríki[óvirkur tengill] innan ráðsins. Ráðið er dæmi um nánari samvinnu Norrænu ráðherranefndarinnar og annarra norrænna stofnana við Eystrasaltsríkin og svæði í Norðvestur-Rússlandi í kjölfar loka Kalda stríðsins.

Barentsráðið er vettvangur aukinnar samvinnu og samstarfs þeirra svæða sem liggja að Barentshafinu, þ.e. norðurhluta Skandinavíu og Norðvestur-Rússlands.

Skrifstofa ráðsins opnaði 2008 í Kirkenes í Norður-Noregi.

Þann 18. september 2023 gaf Rússneska ríkið út yfirlýsingu um úrsögn sína úr ráðinu.[1]

  1. www.mid.ru https://www.mid.ru/ru/foreign_policy/news/1904899/?lang=en. Sótt 18. september 2023. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)