Alan Dale
Alan Dale | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Alan Hugh Dale 6. maí 1947 |
Ár virkur | 1979 - |
Helstu hlutverk | |
Jim Robinson í Nágrönnum Caleb Nichol í The O.C. Bradford Meade í Ugly Betty Charles Widmore í Lost |
Alan Dale (fæddur Alan Hugh Dale, 6. maí 1947) er nýsjálenskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Nágrönnum, The O.C., Ugly Betty og Lost.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Dale fæddist í Dunedin, á Nýja-Sjálandi.[1][2] Dale fann ástríðu í leiklist og lék í skólaleikriti þegar hann var þrettán ára þar sem hann lék grínistann Shelley Berman. Foreldrar hans ráku áhugamannaleikhús í Auckland sem kallaðist The Little Dolphin Theatre. Dale sá oft um sviðstækin baksviðs.[3] Árið 1968 þá giftist Dale kærustu sinni Claire og saman áttu þau tvö börn en þau skildu árið 1979.[4][5][6] Árið 1990 giftist Dale fyrrum ungfrú Ástralíu, Tracey Pearson, og saman eiga þau tvö börn.[3][3].
Fyrri störf
[breyta | breyta frumkóða]Lítið var um leiklistarstörf á Nýja-Sjálandi, þannig að Dale vann hin ýmsu störf þar á meðal sem karlfyrirsæta, bílasölumaður og fasteignasali. Þegar Dale var að vinna sem mjólkurmaður þá heyrði hann í útvarpinu að þulurinn sagði upp og fór hann því á útvarpsstöðina og sagðist geta gert vinnuna betur. Fékk hann tímabundna reynslu og var síðan boðið starf sem stjórnandi síðdegisþáttarins sem leiddi til þess að hann fékk fyrsta hlutverk sitt í sjónvarpi,[7]. Dale ákvað að gerast atvinnuleikari þegar hann var aðeins 27 ára gamall.[3]
Sjónvarpsferill
[breyta | breyta frumkóða]Nýja-Sjáland
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Dales sem leikari var sem indíáni í leikritinu The Royal Hunt of the Sun í Grafton Theatre í Aucklandi en fyrsta hlutverk hann á skjánum var í nýjsjálenska dramaþættinum Radio Waves.[1].
Ástralía
[breyta | breyta frumkóða]Á seinni hluta áttunda áratugarins fluttist Dale til Ástralíu þar sem lítið var um leikaravinnu á Nýja-Sjálandi. Sótti hann um nám við National Institut of Dramatic Art í Sydney en komst ekki inn þar sem hann var miklu eldri en aðrir í hópnum.[1]. Fljótlega þá fékk Dale hlutverk sem Dr. John Forrest í áströlsku sápuóperunni The Young Doctors sem hann lék frá 1979-1983[1]. Árið 1985 var Dale boðið hlutverk í annarri þekktri sápuóperu sem kallaðist Nágrannar þar sem hann lék Jim Robinson. Það hlutverk setti Dale á kortið og varð mjög þekktur víðsvegar. Var hann hluti af Nágrönnum í átta ár þangað til persóna hans var látin deyja.[7] Eftir Nágranna átti Dale mjög erfitt að fá hlutverk í Ástralíu því honum var alltaf líkt við persónu hans í Nágrönnum. Aðalvinna hans voru talsetningar og útgáfa tímarita um Nágranna.
Bandaríkin
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1999 var Dale boðið hlutverk í bandarískri sjónvarpsmynd sem var tekin upp í Ástralíu. Eftir að hafa uppgvötað að hann gæti leikið vel með bandarískum hreim, þá fluttist Dale með fjölskylduna sína til Bandaríkjanna árið 2000.[7][3] Fyrsta hlutverk Dales í Bandaríkjunum var sjónvarpsserían Sign of Life sem fjallaði um rokkhljómsveit sem ekkert varð úr á endanum. Dale fékk aðeins nokkrar prufur á fyrsta árinu sínu en fékk síðan hlutverk sem hinn suður-afríski Al Patterson í fjögurra þátta söguþráði í ER. Síðan þá hefur Dale fengið hvert hlutverkið á eftir öðru í sjónvarpsþáttum á borð við: JAG, The West Wing, Torchwood, NCIS, The X-Files, 24 og The Practice. Árið 2003 var Dale boðið hlutverk í unglingadramanu The O.C. þar sem hann lék Caleb Nichol til ársins 2010. Árið 2006 fékk hann hlutverk í Ugly Betty sem Bradford Meade eftir að annar leikari hafði verið rekinn. Var persóna Dales drepin í byrjun annarrar þáttaraðar.[8]. Dale var síðan boðið stórt gestahlutverk í vísindaseríunni Lost þar sem hann lék Charles Widmore og var hluti af seríunni frá 2006-2010. Dale fannst hlutverkið mjög spennandi en honum fannst erfitt að vita hvar persóna hans stæði í söguþræðinum.[9]
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2008 kom Dale í staðinn fyrir Peter Davison í aðalhlutverkinu sem King Arthur við London West End framleiðsluna af Monty Python-leikritinu Spamelot við Palace-leikhúsið.[10] Dale þáði boðið því hann var mikill aðdáendi Monty Pythons hópsins og taldi að „lífið væri of stutt“ fyrir hann að afþakka hlutverk hjá West End-leikhúsi.[7] Þó að Dale hafði séð allar sýningar og kvikmyndir hópsins þá hafði hann ekki séð Monty Python and the Holy Grail sem Spamelot er gert eftir og keypti Dale því eintak til þess að undirbúa sig fyrir hlutverkið.[1]
Kvikmyndaferill
[breyta | breyta frumkóða]Dale byrjaði kvikmyndaferil sinn árið 1982 í The Applicant sem var áströlsk kvikmynd. Næsta mynd sem hann lék í var árið 2002 þegar Dale fékk hlutverk í Star Trek: Nemesis sem Praetor Hiren eftir að upprunalega leikari varð veikur[11] Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við: Hollywood Homicide, After the Sunset, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, Happy New Year og Priest.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1982 | The Applicant | ónefnt hlutverk | |
2002 | Star Trek: Nemesis | Praetor Hiren | |
2003 | The Extreme Team | Richard Knowles | |
2003 | Hollywood Homicide | Sjóliðsforinginn Preston | |
2004 | Straight Eye: The Movie | Faðir Kellys | |
2004 | After the Sunset | Yfirmaður öryggismála | |
2008 | Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull | General Ross | |
2010 | Don't Be Afraid of the Dark | Jacoby | |
2011 | Happy New Year | Bill | |
2011 | A Little Bit of Heaven | Dr. Sanders | |
2011 | Priest | Mosignor Chamberlain | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1979-1983 | The Young Doctors | John Forrest | 10 þættir |
1988 | The Far Country | Dave Marshall | Sjónvarpsmynd |
1985-1993 | Neighbours | Jim Robinson | 805 þættir |
1994 | Janus | Richard Issacs | Þáttur: Malice Aforethought |
1994 | Time Trax | Mr. Bergdorf | Þáttur: The Crash |
1995 | Space: Above and Beyond | Colonial Ríksstjórinn Borman | Þáttur: Pilot |
1997 | Frontline | Dave | Þáttur: Dick on the Line |
1997 | Blue Heelers | Rod Wright | Þáttur: Off the Air |
1997-1998 | State Coroner | Saksóknarinn Dudley Mills | 8 þættir |
1999 | Alien Cargo | Eichorn, Explorer Dolphin | Sjónvarpsmynd |
1999 | First Daughter | Daly | Sjónvarpsmynd |
2000 | The Lost World | Phelan | Þáttur: Thw Chosen One |
2001 | Sign of Life | Clive | Þáttur: Pilot |
2000-2001 | ER | Al Patterson | 3 þættir |
2001 | The Lone Gunmen | Michael Wilhelm | Þáttur: Eine Kleine Frohike |
2001 | Philly | Bruce Frohman | Þáttur: Loving Sons |
2002 | The X-Files | Toothpick Man | 3 þættir |
2002 | American Dreams | Kapteinn Andrews | Þáttur: Soldier Boy |
2002 | The Practice | Dómarinn Robert Brenford | 2 þættir |
2003 | JAG | Tom Morrow | 2 þættir |
2002-2003 | The West Wing | Secretary of Commerce Mitch Bryce | 2 þættir |
2003 | CSI: Miami | Seniráðsfulltrúi fyrir Kanada General Dubay | Þáttur: Blood Brothers |
2002 | Friends | Katie | Þáttur. The One With the Cooking Class |
2003 | Rent Control | George | Sjónvarpsmynd |
2004 | Crossing Jordan | Carl Logan | Þáttur: Slam Dunk |
2003-2004 | 24 | Varaforsetinn Jim Prescott | 8 þættir |
2005 | Bow | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2003-2005 | The O.C. | Caleb Nichol | 35 þættir |
2003-2005 | NCIS | Tom Morrow | 7 þættir |
2005 | E-Ring | Raymond Metcalf | 3 þættir |
2006-2007 | Ugly Betty | Bradford Meade | 33 þættir |
2008 | Torchwood | Copley | Þáttur: Reset |
2008 | Midnight Man | Donald Hagan | 2 þættir |
2008 | Sea Patrol | Ray Walsman | 6 þættir |
2009 | The Flight of the Conchords | Sendiherra Ástralíu | Þáttur: Tough Brets |
2009 | Law & Order: Special Victims Unit | Dómarinn Joshua Koehler | Þáttur: Liberties |
2010 | Important Things with Demetri Martin | Mafíuforingi | Þáttur: Attention |
2006-2010 | Lost | Charles Widmore | 17 þættir |
2010 | Burn Notice | Ken Bocklage | Þáttur: Entry Point |
2008-2010 | Entourage | John Ellis | 4 þættir |
2010 | Undercovers | James Kelvin | 3 þættir |
2011 | Californication | Lloyd Alan Philips Jr. | Þáttur: The Recused |
2011 | The Killing | Þingmaðurinn Eaton | 2 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films
- 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Lost
Screen Actors Guild Awards
- 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ugly Betty
- 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur í grínseríu fyrir Ugly Betty
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Roger Foss (10. mars 2008). „20 Questions With ... Alan Dale“. What's on Stage. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. maí 2011. Sótt 24. apríl 2008.
- ↑ „Celebrity birthdays“. The Hamilton Spectator. 6. maí 2008. bls. G02.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Dale, Alan (1. júní 2008). „In My Own Words“. The Sunday Telegraph Magazine. bls. 013.
- ↑ „Alan Dale: Biography“. TV Guide. Sótt 12. júní 2008.
- ↑ „Alan Dale“. Hollywood.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2013. Sótt 12. júní 2008.
- ↑ „Alan Dale Biography (1947–)“. Film Reference. Sótt 12. júní 2008.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 Bruce Dessau (8. mars 2008). „Alan Dale: the journey from Neighbours to king of Spamalot“. The Times. UK. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2010. Sótt 17. maí 2008.
- ↑ Tanner Stransky (13. nóvember 2007). „Ugly Betty: Dead Meade“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. maí 2008. Sótt 21. júní 2008.
- ↑ Ruby, Jamie (5. maí 2010). „Alan Dale on 'Lost'“. MediaBlvd Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. maí 2010. Sótt 6. janúar 2011.
- ↑ „Ugly Betty Star Alan Dale Headed for London Spamalot“. Broadway.com. 28. janúar 2008. Sótt 27. júní 2008.
- ↑ „Long trek from Ramsay Street“. The Daily Telegraph. Michael Bodey. 6. febrúar 2003. bls. T06.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Alan Dale“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. ágúst 2011.
- Alan Dale á IMDb
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Alan Dale á IMDb
- http://memory-alpha.org/wiki/Alan_Dale Alan Dale á Memory Alpha Star Trek-heimasíðunni