Fara í innihald

Abu Daoud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Abu Daoud (öðru nafni Mohammed Oudeh) var einn af skipuleggjendum blóðbaðsins í München árið 1972 þar sem 17 manns lágu í valnum, þ.á m. 11 ísraelskir íþróttamenn. Hann var búsettur í Jórdaníu undir lok ævi sinnar. Hann lýsti yfir vilja sínum til að snúa aftur til palestínsku sjálfsstjórnarsvæðanna en vegna handtökuskipunar sem þýsk stjórnvöld gáfu út á hendur honum átti hann ekki afturkvæmt þangað.

Daoud lést í Damaskus í Sýrlandi árið 2010.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Höfuðpaur árásarinnar í München látinn“. mbl.is. 3. júlí 2010. Sótt 16. maí 2024.