16. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
16. nóvember er 320. dagur ársins (321. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1414 - Kirkjuþingið í Konstanz var sett af Sigmundi keisara (stóð til 1418).
- 1532 - Francisco Pizarro og menn hans unnu sigur á her Atahualpa í orrustunni við Cajamarca, tóku heiðursvörð hans af lífi og hann sjálfan til fanga.
- 1610 - Karl 9. undirritaði vopnahléssamning við Rússa í Ivangorod.
- 1621 - Páfi gaf út tilskipun um að 1. janúar skyldi vera fyrsti dagur ársins en fram að því hafði það verið 25. mars.
- 1624 - Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal, 230 ára gömul bygging, fauk af grunni og gjöreyðilagðist í aftaka norðanveðri.
- 1632 - Þrjátíu ára stríðið: Svíar unnu sigur á keisarahernum í orrustunni við Lützen en Svíakonungur, Gústaf 2. Adolf, féll.
- 1677 - Frakkar lögðu Freiburg undir sig.
- 1907 - Stytta af Jónasi Hallgrímssyni eftir Einar Jónsson myndhöggvara var afhjúpuð við Amtmannsstíg í Reykjavík í tilefni af því að öld var liðin frá fæðingu skáldsins. Styttan var sú fyrsta sem upp var sett í Reykjavík eftir annan Íslending en Thorvaldsen. Hún var síðar flutt í Hljómskálagarðinn.
- 1917 - Reykjavíkurhöfn var formlega tekin í notkun og afhentu danskir verktakar bæjaryfirvöldum í Reykjavík höfnina.
- 1930 - Austurbæjarskóli tók til starfa.
- 1930 - Lúðrasveitin Svanur var stofnuð á Íslandi.
- 1938 - Minnisvarði var afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði á leiði óþekkta sjómannsins. Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði myndina.
- 1946 - Jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímssonar voru jarðsettar í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, en upphaflega var hann grafinn í Kaupmannahöfn.
- 1957 - Nonnahús á Akureyri var opnað sem minjasafn þegar öld var liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar rithöfundar (Nonna).
- 1969 - Nokkrir meðlimir Æskulýðsfylkingarinnar réðust inn í myndver Keflavíkursjónvarpsins og unnu þar spjöll.
- 1970 - Flugvélin Lockheed L-1011 TriStar flaug í fyrsta skipti.
- 1971 - Fyrsta fórnarlamb Stafrófsmorðingjans hvarf í New York-fylki.
- 1972 - Heimsminjaskrá UNESCO var sett á stofn.
- 1973 - NASA sendi mannaða geimfarið Skylab 4 af stað.
- 1973 - Richard Nixon heimilaði lagningu Alaskaolíuleiðslunnar.
- 1988 - Söngvabyltingin: Eistneska Sovétið lýsti því yfir að lög þess væru æðri lögum Sovétríkjanna.
- 1988 - Benazir Bhutto var kjörin forsætisráðherra Pakistans.
- 1989 - Flauelsbyltingin í Tékkóslóvakíu hófst með mótmælum í Bratislava.
- 1990 - Bandaríska kvikmyndin Aleinn heima var frumsýnd.
- 1990 - Bandaríska teiknimyndin Benni og Birta í Ástralíu var frumsýnd.
- 1991 - Fyrsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu hófst í Kína.
- 1992 - Hoxnesjóðurinn uppgötvaðist í Suffolk í Bretlandi.
- 1993 - Gvæjana var 60. ríkið sem undirritaði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar með voru öll skilyrði fyrir staðfestingu hans uppfyllt.
- 1995 - Stríðsglæpadómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna kærði Radovan Karadžić og Ratko Mladić fyrir þjóðarmorð.
- 1996 - Auður Laxness, eiginkona Halldórs Laxness, gaf handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar bréfasafn manns síns.
- 1996 - Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
- 1996 - Móður Teresu var veittur heiðursborgararéttur í Bandaríkjunum.
- 1999 - 16 fórust og 69 björguðust þegar norska skíðaferjan Sleipner strandaði við Ryvarden-vita.
- 2000 - Bill Clinton heimsótti Víetnam fyrstur Bandaríkjaforseta frá lokum Víetnamstríðsins.
- 2002 - Einkavæðing bankanna 2002: Íslenska ríkið seldi 45,8% hlut sinn í Búnaðarbankanum til S-hópsins.
- 2004 - Hljóðfráa þotan NASA X-43 setti hraðamet, 10.617 km/klst eða Mach 9,6.
- 2006 - Tívolíið í Kaupmannahöfn kynnti áform um niðurrif H.C. Andersen-hallarinnar og byggingu lúxushótels í staðinn. Síðar var höllin friðuð og Tívolí neyddist til að hætta við áformin.
- 2006 - Franski tölvuleikurinn Red Steel kom út.
- 2007 - Þúsundir létust og milljónir misstu heimili sín í gífurlegum fellibyl sem gekk yfir Bangladess.
- 2007 - Íslenska eignarhaldsfélagið Stím var stofnað.
- 2016 - Nýtt gagnasafn um íslensku, Málið.is, var opnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 42 f.Kr. - Tíberíus keisari (d. 37).
- 1717 - Jean le Rond d'Alembert, franskur heimspekingur (d. 1783).
- 1807 - Jónas Hallgrímsson, íslenskur náttúrufræðingur, skáld og einn Fjölnismanna, (d. 1845).
- 1842 - Hannibal Sehested, forsætisráðherra Danmerkur (d. 1924).
- 1855 - Tommaso Tittoni, forsætisráðherra Ítalíu (d. 1931).
- 1857 - Jón Sveinsson (Nonni), íslenskur rithöfundur og kaþólskur prestur, (d. 1944).
- 1899 - Warren McCulloch, bandarískur stýrifræðingur (d. 1969).
- 1901 - Ernest Nagel, tékkneskur heimspekingur (d. 1985).
- 1904 - Nnamdi Azikiwe, fyrsti forseti Nígeríu (d. 1996).
- 1906 - Einar Sveinsson, íslenskur arkitekt (d. 1973).
- 1911 - Oddgeir Kristjánsson, íslenskur lagahöfundur (d. 1966).
- 1922 - José Saramago, portúgalskur rithöfundur (d. 2010).
- 1938 - Robert Nozick, bandarískur heimspekingur (d. 2002).
- 1955 - Guillermo Lasso, ekvadorskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Marg Helgenberger, bandarísk leikkona.
- 1962 - Ásbjörn Óttarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1972 - Michael Irby, bandarískur leikari.
- 1982 - Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1985 - Sanna Marin, finnsk stjórnmálakona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1272 - Hinrik 3. Englandskonungur (f. 1207).
- 1603 - Pierre Charron, franskur heimspekingur (f. 1541).
- 1632 - Gústaf 2. Adolf konungur Svíþjóðar féll í orrustunni við Lützen (f. 1594).
- 1781 - Jón Teitsson, Hólabiskup (f. 1716).
- 1797 - Friðrik Vilhjálmur 2., konungur Prússlands (f. 1744).
- 1934 - Carl von Linde, þýskur verkfræðingur (f. 1842).
- 1945 - Sigurður Eggerz, forsætisráðherra Íslands (f. 1875).
- 1954 - Benedikt Sveinsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1877).
- 1960 - Clark Gable, bandarískur leikari (f. 1901).
- 1995 - Elly Vilhjálms, íslensk söngkona (f. 1935).
- 2006 - Milton Friedman, bandarískur hagfræðingur (f. 1912).