Fara í innihald

Þunglyndislyf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eitt fyrsta þunglyndislyfið sem kom á markaðinn var flúoxetín.

Þunglyndislyf (eða í víðara samhengi geðdeyfðarlyf) eru lyf sem notuð eru við þunglyndi. Þau eru einnig notuð gegn kvíða, áráttu-þráhyggjuröskun, átröskun, krónískum verkjum, athyglisbresti, svefnröskun og vímuefnavanda.

Tilgangur þunglyndislyfja er að draga úr einkennum ofangreindra sjúkdóma til þess og auðvelda sjúklingum að eiga í samskiptum við aðra. Þunglyndislyf geta valdið ýmsum aukaverkunum svo sem mildum óþægindum, minnkaðri kynhvöt, stinningarvandamálum hjá körlum og leggangaþurrki hjá konum. Í alvarlegum tilvikum þarf að hætta notkun þunglyndislyfja.[1]

Notkun þunglyndislyfja er mismikil eftir löndum. Íslendingar nota mest allra OECD-þjóða af þunglyndislyfjum og er notkun þeirra tvisvar til þrisvar sinnum meiri en á hinum Norðurlöndunum. Notkunin hefur aukist um 40% síðastliðin tíu ár og hafa 3% unglinga undir 15 ára aldri fengið þunglyndislyf. Ekkert bendir þó til þess að tíðni þunglyndissjúkdóma sé meiri á Íslandi en í öðrum OECD-löndum.[2]

Lyfjafræðileg flokkun

[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er vitað með fullri vissu hvernig þunglyndislyf virka, en viðurkenndasta skýringin er sú að þau virki með því að hafa áhrif á styrk mónóamín-taugaboðefna (serótóníns, noradrenalíns og dópamíns) í heilanum.[3]

Helstu flokkar þunglyndislyfja eru:[4]

Lyf sem hemja upptöku amína

[breyta | breyta frumkóða]

(Taugaboðefni líkamans eru mörg hver amín, svo sem adrenalín, dópamín, noradrenalín, serótónín og histamín.)

  • Lyf sem hemja upptöku serótóníns úr taugafrumubili (SSRI lyf)
    • Dæmi eru flúoxetín, sertralín og paroxetín.
  • Lyf sem hemja bæði upptöku serótóníns og noradrenalíns úr taugafrumubili (SNRI lyf)
    • Dæmi er venlafaxín.
  • Lyf sem hemja upptöku noradrenalíns úr taugafrumubili (NRI eða NERI lyf)

Lyf sem hemja amín-viðtakann svo amínið (taugaboðefnið) binst ekki viðtakanum

[breyta | breyta frumkóða]
  • Dæmi er mirtazapine sem binst við α2-noradrenalín viðtakann. Það leiðir af sér aukna virkni serótóníns í vissum hlutum heilans.

Lyf sem hemja niðurbrot amína

[breyta | breyta frumkóða]
  • Lyfin eru hemlar á ensímin sem brjóta niður amín (e. mónóamín oxídasa-hemlar, MAOI). Ýmist eru lyfin:
    • ósértækir mónóamín-endurupptökuhemlar t.d. phenelzine og tranylcypromine.
    • sértækir mónóamín-endurupptökuhemlar á ensímið, t.d. moclobemíð.

Ýmis þunglyndislyf

[breyta | breyta frumkóða]

(sérheitið er með stórum staf og virka efnið með litlum)

  • Prozac (fluoxetín)
  • fluvoxamine
  • Seroxat og Paroxat (paroxetín)
  • Cipramil og Oropram (citalopram)
  • Cipralex (escitalopram)
  • vilazodone
  • Zoloft (sertraline)
  • amitriptyline
  • desipramine
  • imipramine
  • nortriptyline
  • venlafaxine
  • duloxetine

Antagonistar fyrir mónóamín viðtaka

[breyta | breyta frumkóða]
  • mirtazapine
  • trazodone
  • mianserin
  • phenelzine
  • tranylcypromine
  • isocarboxazid
  • moclobemide
  1. Svar við „Hvaða áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?“ á Vísindavefnum. Sótt 26. janúar 2018.
  2. „Notkun þunglyndislyfja á Íslandi“. Sótt 26. janúar 2018.
  3. Brunton LL, Chabner B, Knollmann BC, ritstjórar (2011). Goodman and Gilman's The Pharmacological Basis of Therapeutics (12th. útgáfa). New York: McGraw-Hill Professional. ISBN 978-0-07-162442-8.[þarfnast uppfærslu]
  4. Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.