Fara í innihald

Árni Gautur Arason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árni Gautur Arasson
Upplýsingar
Fæðingardagur 7. maí 1975 (1975-05-07) (49 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 1,87 m
Leikstaða Markvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Lierse SK
Númer 19
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1994-1996 ÍA 5
1997 Stjarnan 18
1998-2003 Rosenborg 81
2003-2004 Manchester City 0
2004-2007 Vålerenga 90
2008 Thanda Royal Zulu 6
2008-2010 Odds BK 62
2011 Lierse SK 2
Landsliðsferill2
1990-1991
1992
1995-1997
1998-2010
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
10
3
11
71

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 30. apríl 2011.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
22. júní 2011.

Árni Gautur Arason (fæddur 7. maí 1975) er íslenskur fyrrverandi markmaður í knattspyrnu Árni Gautur var aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í mörg ár. Árni Gautur nam lögfræði við Háskóla Íslands og er lögfræðingur að mennt.[1]

Árni Gautur hefur spilað með Stjörnunni, ÍA, Manchester City í Manchester, Rosenborg í Þrándheimi, Vålerenga í Osló, Thanda Royal Zulu í Richards Bay, Odd Grenland í Skien og Lierse í Lier. Hann hefur orðið alls 5 sinnum meistari úrvalsdeildarinnar norsku, fjórum sinnum með Rosenborg og einu sinni með Vålerenga. Árni Gautur var kosinn markvörður ársins í norsku úrvalsdeildinni tímabilið 2005 af öðrum leikmönnum deildarinnar.

Eftir að hafa skilið við Rosenberg spilaði hann sem varamarkmaður Manchester City vorið 2004. Hann spilaði tvo enska deildabikars leiki með liðinu. Í þeim fyrsta, gegn Tottenham var liðið með 3-0 tap í hálfleik. Eftir að Sylvain Distin skallaði í markið var munur liðanna kominn niður í 3-1. Christian Ziege skaut að marki en Árni varði við þverslánna. Gus Poyet gerði sig líklegan til að skalla boltann í tómt markið en Árni varði þá tilraun einnig.

Veturinn 2008 ákvað hann að fara til Suður-Afríku til að leika með Thanda Royal Zulu fram á sumar. Í lok ágúst sama ár var svo kynnt að hann væri á förum frá liðinu til Odd Grenland í Noregi.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lögfræðingur og markmaður á heimsmælikvarða“, Dagblaðið - Vísir, 10. febrúar 2004 (skoðað 3. febrúar 2021)
  2. „Árni Gautur til Odd Grenland“. Vísir.is. 28. ágúst 2008.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.