Fara í innihald

San Salvador

Hnit: 13°41′56″N 89°11′29″V / 13.69889°N 89.19139°V / 13.69889; -89.19139
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
San Salvador
Svipmyndir frá San Salvador
Svipmyndir frá San Salvador
Fáni San Salvador
Skjaldarmerki San Salvador
Staðsetning San Salvador
Staðsetning innan El Salvador.
Hnit: 13°41′56″N 89°11′29″V / 13.69889°N 89.19139°V / 13.69889; -89.19139
LandEl Salvador
SýslaSan Salvador-sýsla
Stofnun1. apríl 1525
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriMario Durán
Flatarmál
 • Samtals72,25 km2
Hæð yfir sjávarmáli
658 m
Mannfjöldi
 (2018)
 • Samtals2.406.709
 • Þéttleiki72,25/km2
Póstnúmer
503
TímabeltiUTC−06:00
Vefsíðasansalvador.gob.sv

San Salvador er höfuðborg og stærsta borg El Salvador og samnefndrar sýslu innan landsins.[1] Borgin er stjórnsetur og menningar-, mennta- og efnahagsmiðstöð landsins.[2] Alls búa 2.404.097 manns á stórborgarsvæði San Salvador, sem nær yfir borgina sjálfa og 13 af sveitarfélögum hennar. Á þéttbýlissvæðinu búa 1.600.000 manns.[3]

San Salvador er mikilvæg fjármálamiðstöð Mið-Ameríku. Borgin hýsir ríkisstjórn El Salvador, löggjafarþing El Salvador, hæstarétt El Salvador og fleiri ríkisstofnanir auk híbýla forseta El Salvador. San Salvador er staðsett á salvadorska hálendinu og er umkringd eldfjöllum þar sem jarðskjálftar eru tíðir. Kaþólska erkibiskupdæmið í El Salvador er staðsett í San Salvador ásamt miðstöðvum fleiri kristinna kirkjudeilda, þar á meðal höfuðstöðvum evangelista, mormóna, baptista og hvítasunnukirkjunnar. Í San Salvador er næststærsti söfnuður Gyðinga í Mið-Ameríku og lítill söfnuður múslima.

Ýmsir alþjóðlegir íþrótta-, stjórnmála- og samfélagsviðburðir hafa verið haldnir í San Salvador. Árin 1935 og 2002 voru Miðameríku- og Karíbahafsleikarnir haldnir þar, Mið-Ameríkuleikarnir árin 1977 og 1994 og fegurðarsamkeppnin Ungfrú Alheimur árið 1975. Árið 2008 hélt borgin 18. leiðtogafund spænsku- og portúgölskumælandi ríkja, mikilvægasta þjóðfélagspólitíska viðburð þessara menningarsvæða.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Biggest Cities El Salvador“. Geonames.org. Sótt 24. febrúar 2012.
  2. [1] Geymt 27 mars 2009 í Wayback Machine
  3. Demographia World Urban Areas 17th Annual Edition: 202106
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.