Fara í innihald

Söluviðurkenning fyrir tónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 21. september 2023 kl. 05:03 eftir Fyxi (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. september 2023 kl. 05:03 eftir Fyxi (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Söluviðurkenning fyrir tónlist er kerfi til að votta það að tiltekin hljómplata hafi selst í svo og svo mörgum eintökum. Í flestum löndum heims er stuðst við sama kerfi og í Bandaríkjunum; gullplötur, platínuplötur og demantsplötur (í sumum löndum eru líka til silfurplötur). Sölutalan á bak við hverja viðurkenningu er hins vegar mjög mismunandi eftir löndum.

Fyrsta gullplatan var veitt Glenn Miller í febrúar árið 1942 fyrir 1.200.000. selda eintakið af smáskífunni Chattanooga Choo Choo. Núna er demantsplata veitt fyrir milljón eintök í Bandaríkjunum, platína fyrir 100.000 eintök og gull fyrir 50.000 eintök.

Á Íslandi er gullplata veitt fyrir 5.000 seld eintök og platínuplata fyrir 10.000 eintök.