1612
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1612 (MDCXII í rómverskum tölum) var tólfta ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða á miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 6. janúar - Axel Oxenstierna varð ríkiskanslari í Svíþjóð.
- 20. janúar - 4. nóvember - Uppreisn gegn pólskum hersveitum í Moskvu.
- 2. mars - Þriðji Falsdímítrí var hylltur sem Rússakeisari af kósökkum.
- 20. ágúst - Nornafárið í Pendle: Átta konur og tveir karlmenn voru hengd fyrir galdur í Lancaster-kastala.
- 30. nóvember - Sigur Breska Austur-Indíafélagsins yfir Portúgölum í orrustunni við Suvali við strendur Indlands markaði upphafið að endalokum einokunar Portúgala á verslum í Austur-Indíum.
- 28. desember - Galileo Galilei, varð fyrstur til að taka eftir plánetunni Neptúnusi, en taldi hana ranglega vera fastastjörnu.
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- John Rolfe hóf útflutning á tóbaki frá Virginíu.
- Jón lærði Guðmundsson samdi Snjáfjallavísur hinar síðari og Umbót eður friðarhuggun, gegn draugi á bænum Stað á Snæfjöllum.
- Rit Arngríms lærða, Anatomia Blefkeniana, var prentað á Hólum.
- Eldgos varð í Eyjafjallajökli.
- Fyrsta prentaða ljóðabókin á Íslandi, Vísnabók Guðbrands, kom út á Hólum. Hún inniheldur meðal annars fyrstu prentuðu útgáfu Lilju eftir Eystein munk.
- Þingeyingar sendu konungi bænaskjal þar sem þeir báðu um að aftur yrði farið að sigla kaupförum til Húsavíkur. Það gekk eftir árið 1614.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. febrúar - Antoine Arnauld, franskur guðfræðingur (d. 1694).
- 16. júní - Múrað 4., Tyrkjasoldán (d. 1640).
- 23. júní - André Tacquet, belgískur stærðfræðingur (d. 1660).
- 4. desember - Samuel Butler, enskur rithöfundur (d. 1680).
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Eggert Björnsson, sýslumaður á Skarði á Skarðsströnd (d. 1681).
- Katrín Erlendsdóttir á Stórólfshvoli (d. 1693).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 20. janúar - Rúdolf 2. keisari (f. 1552).
- 12. febrúar - Christopher Clavius, þýskur stjörnufræðingur (f. 1538).
- 8. júní - Hans Leo Hassler, þýskt tónskáld (f. um 1564).
- 12. ágúst - Giovanni Gabrieli, ítalskt tónskáld (f. um 1554/1557).
- 12. september - Vasilíj 4. Rússakeisari (f. 1552).
- 7. október - Giovanni Battista Guarini, ítalskt skáld (f. 1538).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Úlfhildi Jörundsdóttur drekkt í Ísafjarðarsýslu vegna blóðskammar, en hún hafði sængað með bræðrunum Gissuri og Katli Illugasonum.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.