Fara í innihald

Loftbyssa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 13. september 2015 kl. 13:12 eftir Snævar (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. september 2015 kl. 13:12 eftir Snævar (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Loftbyssa

Loftbyssa er handskotvopn, sem notar samþjappað loft til að skjóta byssukúlum, yfirleitt 4,5 eða 5,5 mm. Oft er notast við handafl til þjappa loftinu þannig að skjóta má einu skoti í senn, en sumar loftbyssur nota kolsýruhylki og má þá skjóta hálfsjálfvirkt mörgun skotum í röð.

Loftriffill eru öflugasta gerð af loftbyssu, en með honum er unnt að skjóta byssukúlu yfir hljóðhraða (um 340 m/s). Loftbyssur voru þekktar á 16. öld og notaðar í hernaði allt fram á seinni hluta 18. aldar og voru að flestu leyti betri vopn en framhlaðingar þess tíma. Riffillinn varð smám saman fullkomnari og kom í stað framhlaðninga og loftbyssa á miðri 19. öld sem aðal fótgönguliðsvopnið. Algengustu loftbyssur nú til dags eru tiltölulega kraftlitlar og eru einkum notuð til að æfa skotfimi. Sérstakar loftbyssur eru notaðar í litbolta. Helstu kostir loftbyssa umfram önnur skotvopn eru að þær eru mun hættuminni (geta þó valdið varanlegu tjóni á augum og heyrn), hljóðlátari og nota mun ódýrari og meðfærilegri skotfæri.