Fara í innihald

Vitellius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 9. mars 2013 kl. 02:57 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2013 kl. 02:57 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 56 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1417)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Vitellius
Rómverskur keisari
Valdatími Apríl – desember 69

Fæddur:

24. september 15

Dáinn:

22. desember 69
Dánarstaður Róm
Forveri Otho
Eftirmaður Vespasianus
Maki/makar Petronia,
Galeria Fundana
Faðir Lucius Vitellius
Móðir Sextilia
Fæðingarnafn Aulus Vitellius
Keisaranafn Aulus Vitellius Germanicus Augustus
Tímabil Ár keisaranna fjögurra

Aulus Vitiellius Germanicus (24. september 1522. desember 69) var keisari Rómaveldis frá 16. apríl til 22. desember árið 69. Vitellius var þriðji keisarinn á ári keisaranna fjögurra.

Vitellius var skipaður landsstjóri í Germaniu Inferior, í desember 68, af Galba sem þá var keisari. Galba var óvinsæll á meðal hermanna í Germaníu vegna þess að hann neitaði að borga þeim fyrir hollustu þeirra. Herdeildirnar í Germaniu gerðu þvi uppreisn gegn Galba þann 1. janúar 69, og hylltu í kjölfarið Vitellius sem keisara. Innan nokkurra daga var Galba tekinn af lífi í Róm, en þó ekki af neinum hliðhollum Vitelliusi heldur af stuðningsmanni Otho. Otho var í kjölfarið viðurkenndur sem keisari af öldungaráðinu. Herdeildir Vitelliusar og Othos mættust í bardaga á Norður-Ítalíu í mars árið 69, þar sem Vitellius hafði mun stærri her og vann afgerandi sigur.

Vitellius kom til Rómar um sumarið 69 og var hylltur sem keisari. Síðar um sumarið bárust þó fréttir af því að hersveitir í austurhluta Rómaveldis höfðu lýst hershöfðingjann Vespasíanus keisara. Vespasíanus hlaut fljótlega stuðning hermanna víða í heimsveldinu og herir þeirra Vitelliusar mættust svo á Norður-Ítalíu um haustið 69. Að þessu sinni beið Vitellius afgerandi ósigur. Í desember, þegar staðan var orðin vonlaus fyrir Vitellius, reyndi hann að segja af sér en hann var að lokum drepinn af hermönnum Vespasíanusar. Með dauða Vitelliusar lauk borgarastríðinu sem hófst við dauða Nerós og með Vespasíanusi hófst valdatími flavísku ættarinnar.


Fyrirrennari:
Otho
Rómarkeisari
(69 – 69)
Eftirmaður:
Vespasíanus