William Byrd
Útlit
William Byrd (1540 - 4. júlí 1623) var enskt endurreisnartónskáld. Ævi hans teygir sig í raun inn á Barokk tímabilið, en þrátt fyrir að hljómborðstónlist hans hafi í raun markað upphaf Barokkstílsins í orgel- og harpsíkordtónlist, samdi hann ekki í hinum nýja stíl. Hann er meðal annars merkilegur fyrir tengsl sín við rómversk-kaþólsku þrátt fyrir að hafa unnið við hirð mótmælandans Elísabetar I. Hann samdi tónlist fyrir hefðbundin kaþólsk tilefni, þar á meðal þrjár messur. Þar að auki samdi hann þó mikið af veraldlegri tónlist og var hann talinn meistari madrígala.