1212
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1212 (MCCXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Kálfur Guttormsson lét drepa Hall Kleppjárnsson á Hrafnagili.
- Þorsteinn Tumason varð ábóti í Saurbæjarklaustri.
Fædd
Dáin
- 14. júlí - Jón Sigmundsson, goðorðsmaður á Valþjófsstað og í Svínafelli.
- Guðmundur dýri Þorvaldsson dó í Þingeyraklaustri.
- Eyjólfur ofláti Hallsson, ábóti í Saurbæjarklaustri.
- Ormur Skeggjason, ábóti í Munkaþverárklaustri.
- Karl Jónsson, rithöfundur og áður ábóti í Þingeyraklaustri (dó þetta ár eða 1213).
Erlendis
breyta- 10. júlí - Stórbruni í London, yfir 3000 manns fórust.
- 17. júlí - Orrustan við Navas de Tolosa. Kristnu konungsríkin á Spáni unnu öruggan sigur á Almóhödum.
- Barnakrossferðin undir forystu hins 12 ára gamla Stefáns frá Cloyes lagði af stað frá Frakklandi.
Fædd
Dáin
- 26. mars - Sancho 1. Portúgalskonungur (f. 1154).
- Dagmar af Bæheimi, drottning Danmerkur, kona Valdimars sigursæla (ekki víst hvort hún dó þetta ár eða 1213).