Lola Glaudini (fædd 24. nóvember 1971) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, NYPD Blue, Persons Unknow og The Handler.

Lola Glaudini
Lola Glaudini
Lola Glaudini
Upplýsingar
FæddLola Glaudini
24. nóvember 1971 (1971-11-24) (52 ára)
Ár virk1996 -
Helstu hlutverk
Dolores Mayo í NYPD Blue
Heather í The Handler
Elle Greenway í Criminal Minds
Kat Damatto í Persons Unknown

Einkalíf

breyta

Glaudini er fædd og uppalinn í New York-borg. Hún er gift Stuart England, sem er skartgripahönnuður, og á með honum tvö börn.[1]

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Glaudini hefur bæði komið fram á Broadway og í leikhúsum í Los Angeles. Hún kom fram í The Poison Tree sem faðir hennar Robert Glaudini skrifaði. Einnig hefur hún komið fram í leikritum á borð við Demonology, Barrow, Teenage Wedding og Blue Danube.[2]

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Glaudini var árið 1997 í The Visitor. Árið 1996 þá var henni boðið hlutverk í NYPD Blue sem Dolores Mayo, sem hún lék til ársins 1999. Hefur hún komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Secret Agent Man, The King of Queens, Monk og Crossing Jordan. Árið 2005 var henni boðið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Elle Greenaway, sem hún lék til ársins 2006. Glaudini lék í Persons Unknown sem Kat Damatto árið 2010.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Glaudini var árið 1996 í Without a Map. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Down to You, Blow, Consequence, The Diviner og Certain Prey.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1996 Without a Map Anna
1998 Your Friends & Neighbors Nemi Jerrys óskráður á lista
2000 Down to You Fyrrverandi fangi
2000 Groove Leyla
2000 Dave´s Blind Date Eiginkona
2001 Blow Rada
2003 7 Songs Aðstoðarmaður Josie-Micahs
2003 Consequence Eva Cruz
2006 Invincible Sharon Papale
2007 Drive Thru Rannsóknarfulltrúinn Brenda Chase
2007 The Diviner Konan
2010 Jack Goes Boating Ítölsk kona
2011 Certain Prey Carmel
2011 Fall Randy Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 The Visitor Ung Constance MacArthur 2 þættir
1996-1999 NYPD Blue Dolores Mayo 22 þættir
2000 G vs E Charlotte Devane Þáttur: Underworld
1999-2000 The Magnificent Seven Maria 2 þættir
2000 Secret Agent Man ónefnt hlutverk Þáttur: The Breach
2001 H.M.O. ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2001 Special Unit 2 Isabelle Þáttur: The Years
2002 The Random Years Margot Þáttur: Men Behaving Sadly
2002 The King of Queens Margy Coletti Þáttur: Flame Resistant
2003 Andy Richter Controls the Universe Irina Þáttur: The Maid Man
2003 Boomtown Dominatrix Þáttur: Home Invasion
2003 Monk Ariana Dakkar Þáttur: Mr. Monk Goes to the Circus
2003-2004 The Handler Heather 16 þættir
2004 Las Vegas A.J. Laveau Þáttur: New Orleans
2001-2004 The Sopranos Alríkisfulltrúinn Deborah Ciccerone 8 þættir
2004 Taste Giselle Sjónvarpsmynd
2005 Crossing Jordan Pamela Bragman Þáttur: A Stranger Among Us
2005 Medical Investigation Meredith Beck Þáttur: Survivor
2005 ER Kapteinn Jen Whitley Þáttur: Here and There
2005-2006 Criminal Minds Elle Greenaway 28 þættir
2007 Law & Order: Criminal Intent Leanne Baker Þáttur: Lonelyville
2010 The Good Guys Vitnaalríkisfulltúinn (US Marshall) Justine Moreno Þáttur: Don´t Tase Me, Bro
2010 Persons Unknown 13 þættir
2011 Blue Bloods Anna Þáttur: Family Ties

Leikhús

breyta


Tilvísanir

breyta
  1. Ævisaga Lola Glaudini á IMDB síðunni
  2. „Ferill Glaudini á heimasíðu hennar“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 16. desember 2011. Sótt 12. nóvember 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta