1667
ár
Árið 1667 (MDCLXVII í rómverskum tölum) var 67. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breyta- 20. janúar - Stríðinu um Úkraínu lauk með Andrusovo-friðarsamningnum þar sem Pólland lét frá sér Kíev, Smolensk og austurhluta Úkraínu til Rússlands.
- Febrúar - Ballhúsinu í Stokkhólmi var breytt í leikhús, það fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum.
- 24. maí - Valddreifingarstríðið hófst með innrás Frakka í Flandur og Franche-Comté.
- 15. júní - Franski læknirinn Jean-Baptiste Denys framkvæmdi fyrstu blóðgjöfina.
- 20. júní - Giulio Rospigliosi varð Klemens 9. páfi.
- 25. júní - Kristján 5. Danakonungur kvæntist Charlotte Amalie af Hessen-Kassel.
- 31. júlí - Öðru stríði Englands og Hollands lauk með Breda-sáttmálanum.
- 19. september - Austur-Indíafarið Het Wapen van Amsterdam (seinna þekkt sem gullskipið) strandaði á Skeiðarársandi.
Ódagsett
- Robert Hooke sýndi fram á að umbreyting blóðs í lungunum væri nauðsynleg önduninni.
Fædd
breyta- 29. apríl (skírður) - John Arbuthnot, enskur rithöfundur (d. 1735).
- 27. júlí - Johann Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (d. 1748).
- 30. nóvember - Jonathan Swift, írskur rithöfundur (d. 1745).
Ódagsett
- Páll Vídalín lögmaður (d. 1727).
Dáin
breyta- 14. maí - Georges de Scudéry, franskur rithöfundur (f. 1601).
- 22. maí - Alexander 7. páfi (f. 1599).
- 3. ágúst - Francesco Borromini, svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. 1599).
- 18. október - Fasilídes, Eþíópíukeisari (f. 1603).
- 24. október - Gabriel Metsu, hollenskur listmálari (f. 1629).
- 12. nóvember - Hans Nansen, danskur stjórnmálamaður (f. 1598).
Ódagsett
- Jón Pétursson fálkafangari (f. 1584).
Opinberar aftökur
- Galdramál: Þórarinn Einarsson á Birnustöðum, 42 ára, var brenndur á Þingvöllum fyrir að hafa drepið sóknarprestinn í Ögri með göldrum, og stúlku sem ekki virðist nafngreind í annálum. Þetta var ekki fyrsta galdrabrenna á Íslandi, en sú fyrsta á Alþingi.