Grískt stafróf
Gríska stafrófið (gríska: Ελληνικό αλφάβητο) er stafróf sem hefur verið notað við ritun gríska tungumálsins frá því á 9. öld f.Kr. Það er elsta stafrófið sem enn þá er notað. Bókstafir hafa einnig verið notaðir til að tákna gríska tölustafi síðan á 2. öld f.Kr. Í stafrófinu eru 24 bókstafir auk sjö eldri stafa sem duttu snemma úr notkun.