Fimm mikilvægar ábendingar

Fimm mikilvægar ábendingar til að aðstoða þig við að stjórna friðhelgi þinni á netinu.

 

1. Ekki örvænta

 

Atferlisauglýsingar á netinu eru öruggar og gagnsæjar. Auglýsendur vita ekki hver þú ert vegna þess að ekki er hægt að nota upplýsingarnar sem safnað er til að auðkenna þig, þær eru byggðar á netvafri þínu til að koma auglýsingum sem endurspegla þau áhugasvið til skila. Taktu þér tíma til að kynna þér meira um atferlisauglýsingar.

 

2. Leitaðu að tákninu á þeim vefsíðum sem þú heimsækir

 

Margar auglýsingar á vefsíðum sem þú heimsækir munu innihalda tákn eða auðkenni (sjá dæmið hér að neðan). Með því að smella á táknið geturðu fengið frekari upplýsingar um þau gögn sem safnað er og notkun þeirra, ásamt leiðum til að stjórna eða hafa eftirlit með þeim.

 

3. Þú getur valið hvort þú viljir atferlisauglýsingar eða ekki

 

Fyrirtæki sem bjóða upp á atferlisauglýsingar munu einnig veita þér frekari upplýsingar um hvernig á að afþakka atferlisauglýsingar. Atferlisauglýsingar afþakkaðar.

 

4. Kynntu þér betur friðhelgisstillingarnar á tölvunni þinni

 

Þær má finna í valmyndinni „valkostir (options)“ á vafranum þínum. Þegar velja skal valkosti sem tengjast kökum er gott að hafa í huga að þær gera vefsíður oft notendavænni (t.d. muna óskir á síðum og tungumálastillingar).

 

Dæmið hér að neðan sýnir hvernig hægt er að stjórna friðhelgisstillingum í Internet Explorer

 

privacy at medium

Advanced privacy settings

 

5. Reyndu að sníða friðhelgisstillingarnar að þörfum heimilisins.

 

Allir nota netið á mismunandi vegu og í mismunandi tilgangi. Á heimilum þar sem fleiri en einn notar sömu tölvu, mælum við með að hver notandi hafi sinn eigin „notendareikning (user account)“. Þannig er hægt að sníða friðhelgisstillingar (t.d. smákökustillingar eða afþökkun) að þörfum og kröfum hvers notanda.

 

user accounts