Hæfileika þinna er þörf til að gera betra internet
Mozilla er sjálfseignarstofnun sem vinnur að því að tryggja að internetið sé opið og bjóði alla velkomnam. Og við þurfum á hjálp þinni að halda. Með því að ganga í samfélag okkar geturðu hjálpað til við að knýja nýsköpun, auka ábyrgð og traust og gera internetið að betri stað fyrir alla.
Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum…
Þýða efni
Netið er aðeins alþjóðlegt ef það skilst alls staðar. Hjálpaðu okkur að þýða Mozilla hugbúnað og vefsvæði yfir á tungumálið þitt.
Leggja af mörkum í kóðagrunn Mozilla
Taktu þátt í að bæta Mozilla hugbúnað á virkan hátt með því að leggja þitt af mörkum til margvíslegra þróunarmöguleika.
Einstaklingar og skipulag viðburða
Hjálpaðu til við að gera Mozilla hugbúnað auðveldan í notkun. Svaraðu hjálparbeiðnum fólks sem hluti af spjallborðum Mozilla aðstoðarsamfélagsins.
Gakktu í hópinn
Viltu taka meiri þátt í Mozilla samfélaginu? Skoðaðu öll tækifæri fyrir sjálfboðaliða í samfélagsgáttinni okkar.
Markmið okkar
Okkar takmark er að stuðla að því að internetið sé opið, opinbert og fyrir alla. Að internetið sé þar sem fólkið er í forgangi, þar sem einstaklingar geta mótað sína eigin upplifun og hafa völd til þess að vera öruggir og sjálfstæðir.
Búið til af ástríðufullu fólki eins og þér
Þegar þú leggur þitt af mörkum til Mozilla verðurðu hluti af alheimssamfélagi sem samanstendur af fólki alls staðar að úr heiminum sem trúir því að við höfum öll hlutverk við að tryggja að internetið verði áfram afl til góðs.
Við teljum að samfélagsleg samvinna sé mikilvæg til að skapa internet sem sé fjölbreytt, nýstárlegt og ábyrgt gagnvart fólkinu sem þarfnast þess mest. Hvort sem þú hefur bakgrunn í tækni, skipulagningu samfélags eða bara átt tölvu og dálítinn frítíma, þá geturðu hjálpað okkur að gera internetið að betri stað.