Vindmylla er mylla sem er knúin áfram af vindinum með blöðum sem fest eru á snúningsás. Vindmyllur hafa verið notaðar til að mala korn og dæla vatni frá miðöldum fram á okkar daga. Nú til dags er algengt að nota vind til framleiðslu rafmagns með vindrafölum.