Fara í innihald

Hársnyrting

Úr Wikibókunum
Útgáfa frá 11. nóvember 2007 kl. 16:09 eftir Salvor (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2007 kl. 16:09 eftir Salvor (spjall | framlög) (Afrika)

Höfundur Erna Baldursdóttir

Saga hársnyrtinga til forna

Egyptaland

Egypska gyðjan Isis

Í hitanum í Egyptalandi þá klipptu aðalsmenn og hefðarkonur hár sitt stutt. En á hátíðarhöldum og við stærri tilefni voru bornar krullaðar svartar hárkollur. Hárkollur kvenna voru oft með littlum fléttum, stundum skreyttar með gylltum skartgripum og munstruðum hárpinnum. Andlit karlmanna voru oftast mjög vel þvegin og rökuð, en stundum voru stíf gerviskegg notuð.


Grikkland

Kona með spegil. Mynd frá 430 fyrir krist

Í Grikklandi hinu forna voru konur oftast með hárið strekkt aftur í tagl eða hnút. Margar lituðu á sér hárið rautt með Henna og stráðu gulldufti yfir það, stundum var það síðan skreytt með nýskornum bómum eða lítilli kórónu. Hár karlmannana var oftast stutt en rakað við sérstök tilefni.

Lágmynd af Philis konungsdóttir í Grikklandi hinu forna með hár í tagli og hárnet


Róm

Rómvesk stytta frá 1. öld

Í gömlu Róm hneigðist fólk til að herma eftir Grikkjum. Æðri stéttin gat notað krullujárn og gátu notað gyllingarduftið sem og grikkir. Konur lituðu oft hárið á sér ljóst eða notuðu ljósar hárkollur gerðar úr hári frá þrælum. Seinna meir þróuðust hárvenjur í krullað hár, sem var síðan sett upp í íburðarmiklar greiðslur þar sem oft var notaður vír til að halda greiðslunni uppi. Hárgreiðslan var mjög vinsæl meðal aðalsins, og hárgreiðslufólk voru oftast þjónar, en það voru líka til hárgreiðslustofur.


Austrið

Indversk mynd af manni með túrban

Austrið Á meðal múslimaþjóða var hár oftast hulið almenningi samkvæmt hefðum. Menn klæddust túrban eða litlum höttum, en konur huldu hár sitt undir slæðum. Bæði konur og karlar heimsóttu baðhúsin til þess að þrífa sig, þar sem andlit karla var snyrt og konur fengu henna þvott í hár sitt sem oftast var sítt.


Kína

Kína Ógiftar kínverskar stúlkur voru oftast með fléttað sítt hár, en eldri konur voru með hárið greitt frá andlitinum og bundið aftur í hnút á hvirflinum. Manchu yfirvaldið (stjórnarflokkur þess tíma) krafðist þess að menn myndu raka hárið fremst nálægt andlitinu en skilja eftir hárið í hnakkanum og hafa það sítt, fléttað og bundið með silkiborða.


Japan

Karlmenn í Japan rökuðu einnig hárið á sér eins og Kínverskir, en höfðu hárið í tagli í stað þess að flétta það. Fyrst voru hárgreiðslur kvenna einfaldar, sítt og laust hárið, en upp úr átjándu öld varð hárið meira stíliserað, hárið var tekid upp og oftast skreytt með vönduðum hárpinnum eða skarti. Hárgreiðslur Geisha kvenna voru mikilfengnar og glæsilegar, stórar og miklar, oft bættar með gervihári.

Afrika

Ungur Masai stríðsmaður

Vegna margar mismunadi hefða milli ættbálka í Afriku voru hárvenjur mismunandi en allar gáfu þó í skyn stéttarskiptingu. Masai stríðsmenn greiddu fremri hluta hársins í litla dálka sem voru síðan fléttaðir en restin af svarta hárinu var látið vaxa niður að mitti. Þeir sem ekki voru stríðsmenn og svo konur rökuðu oftast af sér hárið. Margir ættbálkar lituðu á sér hárið rautt með mold og fitu- sumir jafnvel notuðu dýra saur. Mangbetu ættkonur voru með þá erfiðu hefð að slétta hárið og leggja það yfir keilulagaða öskju, síðan var toppurinn brenndur og keilan skreytt með löngum mjóum beinum. Aðrir ættbálkar eins og Miango fóru mun einfaldari leiðir og settu fullt af litlu töglum í hár sitt, huldu það síðan með sjölum og skreyttum með laufum.

Ameríka

Ameríski indjáninn var klofinn hvað varðar hárvenjur –þeir sem voru austan megin voru algjörlega krúnurakaðir og skildu eftir eina hárrönd endilangt yfir höfuðið(betur þekktur sem hankambur). Plains indjánar, konur og karlar, voru þekktir fyrir að vera með síðar féttur skreyttar fjöðrum. Í suðurhlutanum var Inca ættbálkurinn, þar sem menn voru með nokkurskonar svart hárband yfir stutt hárið á meðan Aztec konurnar tvinnuðu hárið sitt saman við marglita efnisbúta og stundum settu í vafning um hausinn. Þrátt fyrir að vera krúnurakaðir, hinu hátt settu Mayar, báru samt oft mikilfengnar greiðslur úr gervihári

Vestræni Heimurinn

Á sextándu öld eða á Endurreisnartímabilinu voru konurnar búnar að plokka hár sitt af framanverðu enninu til að stækka ennið, afgangur af hárinu var síðan vel komið fyrir í hárgreiðslu dagsins. Þetta var hið hefðbundna útlit efri stétta í Evrópu, en hins vegar kusu ítalskar konur að hylja hárið með litlum höttum eða skartgripum í túrbönum. En þær öfunduðu hið ljósa hár norðurlandabúa og sátu klukkutímum saman í sólinni í þeirri von um að lýsa hár sitt, með aðstoð saffrons og eða lauks.

Krossapróf

1 Á hátíðarhöldum í Egyptalandi var hártískan

hár litað rautt með hennalit
krullaðar svartar hárkollur
gullhúðaðar hettur sem huldu hárið
hár steypt niður með leirmauki

2 Ógiftar kínverskar stúlkur voru með hár

- vafið saman í tagl - falið undir slæðu og bundið aftur + fléttað sítt hár - hár klippt þannig að það var herðasítt

{Mangbetu konur voru með hárgreiðslu

hárið var lagt yfir keilulagaða öskju og toppurinn brenndur
hárið var litað rautt og toppurinn klipptur
hárið var rakað í hvirflinum
hárið var krullað með krullujárni úr tré

3 Mayar báru oft mikilfengnar greiðslur úr

páfuglafjöðrum
gervihári
skreyttum tjágreinum
útskornum beinþynnum


Heimildir og ítarefni

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: