3. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
3. febrúar er 34. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 331 dagur (332 á hlaupári) er eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1116 - Stefán 2. varð konungur Ungverjalands.
- 1483 - Þorleifur Björnsson hirðstjóri kom með lið til Reykhóla, þar sem Andrés Guðmundsson hafði búið um sig í virki. Menn Andrésar skutu úr byssum að mönnum Þorleifs svo að einn féll en margir særðust og hinir þurftu að leita skjóls í kirkju. Innan fárra daga varð Andrés þó að gefast upp.
- 1488 - Bartolomeu Dias og áhöfn hans sigldu fyrir Góðrarvonarhöfða, fyrstir Evrópubúa.
- 1505 - Víkurkirkja í Reykjavík var vígð af Stefáni Jónssyni Skálholtsbiskupi.
- 1509 - Sjóorrustan við Diu: Francisco de Almeida sigraði sameinaðan sjóher Egypta, araba og Indverja. Portúgalir urðu eftir þetta einráðir á vestanverðu Indlandshafi.
- 1517 - Tyrkjaveldi náði Kaíró á sitt vald.
- 1637 - Túlípanabólan í Hollandi sprakk með þeim afleiðingum að þúsundir túlípanaspekúlanta misstu aleiguna.
- 1645 - James Graham og her konungssinna vann sigur á skoskum sáttmálamönnum í orrustunni við Inverlochy.
- 1815 - Fyrsta ostabúið tók til starfa í Sviss.
- 1917 - Bandaríkin riftu stjórnmálasambandi við Þýskaland.
- 1930 - Íslandsbanki (hinn eldri) varð gjaldþrota. Nokkrum vikum síðar tók Útvegsbanki Íslands hann yfir.
- 1944 - Hótel Ísland við Aðalstræti í Reykjavík brann til kaldra kola. Einn maður fórst í brunanum.
- 1944 - Bandarískar sveitir tóku Marshall-eyjar.
- 1951 - Dick Button vann bandaríska meistaramótið í listhlaupi á skautum, fjórða sinn í röð.
- 1959 - Dagurinn þegar tónlistin dó: rokkstjörnurnar Buddy Holly, Ritchie Valens og The Big Bopper fórust í flugslysi.
- 1972 - Vetrarólympíuleikarnir 1972 hófust í Sapporo í Japan.
- 1981 - Litla-Brekka við Suðurgötu í Reykjavík, síðasti torfbær borgarinnar, var rifin. Þar bjó Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður.
- 1982 - Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, skipaði hernum að hreinsa Múslimska bræðralagið úr borginni Harram.
- 1985 - Desmond Tutu varð fyrsti þeldökki biskup biskupakirkjunnar í Jóhannesarborg.
- 1986 - Bandaríska tölvubrellufyrirtækið Pixar var stofnað upp úr tölvudeild Lucasfilms.
- 1988 - Bandaríkjaþing hafnaði beiðni Ronald Reagan Bandaríkjaforseta um fjárveitingu til stuðnings Kontraskæruliðum í Níkaragva.
- 1989 - P. W. Botha sagði af sér embætti forseta Suður-Afríku.
- 1989 - Einræðisherrann Alfredo Stroessner var hrakinn frá völdum í Paragvæ.
- 1990 - 200 verðmætum fornminjum var stolið úr safni muna frá Herculaneum í Napólí.
- 1991 - Fárviðri gekk yfir Ísland og varð mikið eignatjón. Sterkasta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi, 237 km/klst, mældist í Vestmannaeyjum.
- 1991 - Ítalski kommúnistaflokkurinn var lagður niður.
- 1994 - Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að Aouzou-ræman við landamæri Líbýu og Tjad skyldi tilheyra Tjad.
- 1998 - Blóðbaðið í Cermis átti sér stað þegar bandarísk herflugvél sleit streng kláfferju skíðasvæðis í Dólómítunum á Ítalíu. 20 létu lífið.
- 2004 - Sæstrengurinn FARICE-1 var tekinn í notkun.
- 2004 - Bandaríska leyniþjónustan CIA viðurkenndi að engar sannanir hefðu fundist fyrir gereyðingarvopnum í Írak.
- 2006 - Bandaríska kvikmyndin Bandidas var frumsýnd.
- 2006 - Mótmæli gegn Múhameðsteikningunum mögnuðust upp. Pakistan, Íran og Mógadisjú kölluðu eftir viðskiptabanni á Danmörku.
- 2007 - 135 létust og yfir 300 særðust þegar bílasprengja sprakk á fjölmennum markaði í Bagdad.
- 2010 - Höggmyndin L'Homme qui marche I eftir Alberto Giacometti seldist fyrir 65 milljón pund á uppboði sem var metfé fyrir listaverk.
- 2011 - ICANN tók síðasta IP-talnabálkinn í notkun.
- 2016 - Lík ítalska vísindamannsins Giulio Regeni fannst illa útleikið í vegkanti milli Kaíró og Alexandríu í Egyptalandi.
- 2017 - Bann við komu fólks frá tilteknum löndum til Bandaríkjanna sem Donald Trump hafði sett 27. janúar var dæmt ólöglegt í hæstarétti.
Fædd
breyta- 1338 - Jóhanna af Bourbon, Frakklandsdrottning (d. 1378).
- 1525 - Giovanni Pierluigi da Palestrina, ítalskt tónskáld (d. 1594).
- 1641 - Kristján Albrekt, biskupsfursti af Lýbiku og hertogi af Slésvík, Holtsetalandi og Gottorp (d. 1695).
- 1761 - Dorothea von Medem, lettneskur erindreki og hertogaynja af Kúrlandi (d. 1821).
- 1821 - Elizabeth Blackwell, fyrsta bandaríska konan sem lauk læknisprófi (d. 1910).
- 1874 - Gertrude Stein, bandarískur rithöfundur (d. 1946).
- 1889 - Risto Ryti, 5. forseti Finnlands (d. 1956).
- 1898 - Alvar Aalto, finnskur arkitekt (d. 1976).
- 1908 - Oddbjørn Hagen, norskur skíðamaður (d. 1983).
- 1920 - Henry Heimlich, bandarískur eðlisfræðingur.
- 1932 - Michael Martin, bandarískur heimspekingur (d. 2015).
- 1947 - Maurizio Micheli, ítalskur leikari.
- 1948
- Henning Mankell, sænskur rithöfundur (d. 2015).
- Carlos Filipe Ximenes Belo, austurtímorskur biskup og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1950 - Morgan Fairchild, bandarísk leikkona.
- 1959
- Fredric Lehne, bandarískur leikari.
- Chan Santokhi, súrínamskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Brian Greene, bandarískur eðlisfræðingur.
- 1976 - Isla Fisher, áströlsk leikkona.
- 1984 - Elizabeth Holmes, bandarísk athafnakona og fjársvikari.
- 1990 - Sean Kingston, bandarískur tónlistarmaður.
Dáin
breyta- 865 - Ansgar, postuli Norðurlanda (f. 801).
- 1014 - Sveinn tjúguskegg, konungur Danmerkur og Englands (f. um 960).
- 1116 - Kalman, konungur Ungverjalands (f. 1070).
- 1399 - John af Gaunt, föðurbróðir Ríkharðs 2. Englandskonungs og faðir Hinriks Bolingbroke (Hinriks 4.).
- 1468 - Johann Gutenberg, þýskur uppfinningamaður (f. 1398).
- 1520 - Steinn Sture yngri, ríkisstjóri Svíþjóðar (f. 1493).
- 1908 - Ferdinand Meldahl, danskur arkitekt (f. 1827).
- 1921 - Colin Archer, norskur skipasmiður (f. 1832).
- 1924 - Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti (f. 1856).
- 1925 - Hugo Gering, þýskur miðaldafræðingur (f. 1847).
- 1959 - The Big Bopper, bandarískur söngvari (f. 1930).
- 1959 - Buddy Holly, bandarískur söngvari (f. 1936).
- 1959 - Ritchie Valens, bandarískur söngvari (f. 1941).
- 1960 - Fred Buscaglione, ítalskur tónlistarmaður (f. 1921).
- 1975 - Umm Kulthum, egypsk söngkona (f. 1900).
- 1993 - Einar Olgeirsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 1999 - Þorsteinn Hannesson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1917).
- 2004 - Matthías Viðar Sæmundsson, íslenskur bókmenntafræðingur (f. 1954).
- 2008 - Sigurveig Jónsdóttir, íslensk leikkona (f. 1931).
- 2011 - Maria Schneider, frönsk leikkona (f. 1952).
- 2016 - Joe Alaskey, bandarískur leikari (f. 1952).
- 2021 - Birgir Lúðvíksson, fv. formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1937).