1618
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1618 (MDCXVIII í rómverskum tölum) var átjánda ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 8. mars - Jóhannes Kepler uppgötvaði þriðja lögmálið um hreyfingu reikistjarna. (Hann dró það til baka, en staðfesti það síðan aftur þann 15. maí.)
- 23. maí - Þrjátíu ára stríðið hófst í Evrópu með uppþotum í Prag.
- 14. júní - Dagurinn (að talið er) þegar Joris Verseler lét prenta fyrsta hollenska fréttablaðið, Courante uyt Italien, Duytslandt, &c. í Amsterdam.
- 24. júní - Morðbréfamálið: Jón Ólafsson lögréttumaður kærði Guðbrand Þorláksson biskup fyrir eftirlitsmönnum konungs.
- 19. september - 21. nóvember - Umsátrið um Pilsen í Bæheimi.
- 18. október - Sænska ríkisskjalasafnið var stofnað með kansellískipun Axels Oxenstierna.
- 28. október - Ævintýramaðurinn sir Walter Raleigh var hálshöggvinn fyrir samsæri gegn Jakobi 1.
- 5. nóvember - Svíþjóð og Pólland gerðu með sér vopnahlé.
- 13. nóvember - Kirkjuþingið í Dort hélt sinn fyrsta fund.
Ódagsettir atburðir
breyta- Markgreifar af Brandenburg fengu heimild Pólverja til að erfa Prússneska hertogadæmið.
- Ósman 2. tók við sem Tyrkjasoldán af Mústafa 1. eftir hallarbyltingu, fjórtán ára gamall.
- Ove Gjedde leiddi leiðangur til Austur-Indía í því augnmiði að stofna þar fyrstu dönsku nýlenduna.
Fædd
breyta- 1. janúar - Bartolomé Estéban Murillo, spænskur listmálari (d. 1682).
- 2. apríl - Francesco Maria Grimaldi, ítalskur stærðfræðingur (d. 1663).
- 3. nóvember - Aurangzeb, mógúlkeisari (d. 1707).
Dáin
breyta- 20. febrúar - Filippus Vilhjálmur, Óraníufursti (f. 1554).
- 28. október - Sir Walter Raleigh, enskur ævintýramaður (f. um 1552).
- 2. nóvember - Maximilían 3. erkihertogi yfir Austurríki (f. 1558).
- Ólafur Þórðarson hálshogginn á Akranesi fyrir blóðskömm.
- Guðbjörg Jónsdóttir og ónafngreindur systursonur hennar tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm, henni drekkt, hann hálshogginn.
- Þórdís Halldórsdóttir dæmd til dauða og henni drekkt á Alþingi fyrir blóðskömm. Samsekur mágur hennar flúði en var dæmdur til að hálshöggvast ef hann næðist aftur. Það gerðist ekki, samkvæmt annálum.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.